Search
Close this search box.

Þjónusta

NÁMS – OG STARFSRÁÐGJÖF 

Í NTV er starfandi náms – og starfsráðgjafi, sem veitir nemendum NTV stuðning í námi. Hægt er að óska eftir viðtali með því að senda póst á [email protected].  

LENGING Á PRÓFTÍMA 

Nemendur sem óska eftir lengingu á próftíma eru beðnir um að senda póst á [email protected].

Nemandi getur óskað eftir lengingu á próftíma um 30 mínútur falli hann undir einhverjar af eftirfarandi skilgreiningum:

  • Greining frá viðurkenndum sérfræðingi. Greiningu skal skila a.m.k. 3 dögum fyrir fyrsta próf. Aðeins nemendur með greiningu frá viðurkenndum greiningaraðila um einhverfu, asperger, tourette eða sértæka námsörðuleika geta sótt um lengingu á próftíma.
  • Annað tungumál en íslenska sem fyrsta mál
  • Nemandi hefur alist upp erlendis á grunnskólaaldri
  • Tímabundin veikindi eða slys sem valda því að nemandi á erfitt með að taka próf. Slík tilfelli eru metin sérstaklega af skólastjóra/náms – og starfsráðgjafa.

SVEIGJANLEIKI Í NÁMI 

Þegar upp koma vandamál t.d. vegna veikinda eða breyttra aðstæðna, sem valda því að nemandi getur ekki stundað námið samkvæmt stundaskrá, leggur starfsfólk NTV sig fram við að finna lausn á málinu.

FERILL ÁGREININGSMÁLA VEGNA SAMSKIPTA

Ef nemandi eða nemendur telja á sér brotið, eða ef ágreiningur verður í skólastarfi milli nemenda þá geta þeir leitað til leiðbeinanda, námsráðgjafa eða umsjónaraðila námsleiðar/brautarstjóra, til að fá aðstoð við lausn málsins. Takist ekki að leysa málið skal því vísað til skólastjóra sem leitar frekari leiða til lausnar á málunum.

Leitast skal við að leysa ágreiningsmál á vettvangi skólans. Uni nemandi ekki úrskurði í deilumáli má vísa málinu til stjórn skólans. Lögð er áhersla á að afgreiða öll deilumál með skjótum og sem farsællegustum hætti.

FRÉTTIR

Tilboð til félagsfólks Starfgreinasambandsins og Sjómannasambandsins

NTV skólinn í samstarfi við framkvæmdastjóra fræðslusjóðanna býður einstakt tilboð fyrir félagsfólk aðildarfélaga sjóðanna (innan Starfsgreinasambands Íslands og Sjómannasambands Íslands)....

Gagnameistarinn, margir mjög sáttir -nokkrar reynslusögur.

Gagnameistarinn, er nýleg námsleið hjá NTV skólanum, þar sem áherslan er á gagnagreiningu og högun og framsetningu stjórnendaupplýsinga.  Mikill  metnaður...