Bókhalds- og skrifstofubraut NTV samanstendur af vönduðum og ítarlegum námsleiðum á sviði bókhalds og nútíma skrifstofufærni. Hægt er að velja nokkrar námsbrautir sem eru 2-3 annir eða taka staka námshluta (lengri námskeið). Dæmi um staka námshluta er t.d. Grunnnám í bókhaldi og Excel – og Bókaranám framhald, Að viðurkenndum bókara og Skrifstofuskólinn. Einnig er hægt að taka brautir sem samanstanda af mismunandi námsþáttum s.s. Bókhaldsbraut og Skrifstofu- og hönnunarbraut. Reynslan sýnir að fyrirtæki sækjast eftir nemendum sem útskrifast frá NTV enda þykja þeir hafa djúpan og góðan skilning á viðfangsefninu.