Bókhalds- og skrifstofunám

Bókhalds- og skrifstofubraut NTV samanstendur af vönduðum og umfangsmiklum námsleiðum á sviði bókhalds og nútíma skrifstofufærni. Bæði er hægt að velja nokkrar námsbrautir sem eru 2-3 annir eða taka staka námshluta(lengri námskeið). Dæmi um staka námshluta er s.s. Grunnnám í bókhaldi og Excel, Bókaranám framhald, Að viðurkenndum bókara og Skrifstofuskólinn. Auk þess sem hægt er að taka brautir sem samanstanda af mismunandi námsþáttum s.s. Bókhaldsbraut og Skrifstofu- og hönnunarbraut. Fyrirtæki sækjast eftir nemendum sem útskrifast frá NTV enda þykja þeir hafa djúpan og góðan skilning á viðfangsefninu.

Bókhalds- og skrifstofunám

VERÐ

225.000 kr.

Markmiðið með náminu er að nemendur öðlist góðan skilning á bókhaldi og þjálfist í notkun á Navision tölvubókhaldi. Bæði staðarnám og fjarnám í boði. Hefst 14./15. september.
VERÐ

60.000 kr.

Við skrifstofustörf þá er tölvufærni lykilatriði. Um er að ræða almennt skrifstofu- og tölvunám auk grunnkennslu í bókhaldi sem hentar fólki sem annað hvort er á leið út á vinnumarkaðinn oft eftir nokkurra ára hlé eða vilja styrkja stöðu sína í starfi. Námið er ætlað fólki með stutta skólagöngu að baki (ekki stúdentspróf). Hefst 1. september 2022.
VERÐ

354.900 kr.

Þessi námsleið er fyrir þá sem hafa lokið við Grunnnám í bókhaldi og Excel. Þetta er seinni hlutinn á bókhaldsbrautinni sem er 2ja anna nám. Sjá frekar í námslýsingu. Hefst 25. ágúst.
VERÐ

752.500 kr.

Öflugt þriggja anna nám þar sem nemendum er kennt bókhald frá a til ö ásamt þeim þáttum sem þarf til að geta tekið próf og öðlast vottun sem viðurkenndur bókari. Bæði staðarnám og fjarnám í boði. Hefst 14./15. september.
VERÐ

522.900 kr.

Tveggja anna námsbraut sem er Grunnnám í bókhaldi og Excel og Bókaranám framhald. Eftir þetta nám átt þú að geta sinnt öllum almennum bókhaldsstörfum ef þú nærð góðum árangri í náminu. Námið er mjög hagnýtt og býðst bæði sem staðarnám og fjarnám. Hefst 14./15. september.
VERÐ

275.500 kr.

Kenndar eru þær viðbætur sem nemendur úr Bókaranámi framhald þurfa til að geta tekið próf hjá ráðuneyti sem gefa gráðuna „Viðurkenndur bókari“
Þessi námshluti er kenndur að hausti þegar próf til viðurkenningar bókara fara fram. Námsleiðin verður kennd næst haustið 2023.
Hagnýtt hjálpargagn við gerð skattframtals og við skattskil sem miðar að því að auka skilning og færni. Fyrir minni fyrirtæki, rekstraraðila og einstaklinga með eigin rekstur. Farið í gegnum helstu skref við útfyllingu og afstemningar á eyðublöðum og rekstrarskýrslum hjá Skattinum. Um er að ræða netnám sem veitir þér aðgengi að góðum námsgögnum, hagnýtum verkefnum og úrlausnum í sex mánuði. Námskeiðið er opið núna.
VERÐ

396.000 kr.

Hnitmiðað nám fyrir nemendur sem vilja alvöru skrifstofunám með sérhæfingu í bókhaldi. Í framhaldi bjóðum við upp á viðbótarnám fyrir þá sem vilja fá vottun sem viðurkenndir bókarar. Næstu námskeið hefjast 1. september 2022. Bæði í boði sem staðarnám og fjarnám.

MEÐMÆLI

Allir sem ég talaði við nefndu NTV skólann

Ég skráði mig í fjarnám í bókhaldi. Ég hafði unnið voða lítið við bókhald en fann að það var starf sem ég gæti vel hugsað mér. Ég var búin að skoða þó nokkra möguleika varðandi...

Jóhanna Harðardóttir

FRÉTTIR

Metfjöldi viðurkenndra bókara frá NTV útskrifast !

Útskrift og afhending viðurkenninga frá ráðherra Atvinnuvegráðuneytisins, fór fram í Súlnasal Hótel Sögu fimmtudaginn 14. mars síðastliðinn.  Alls voru 199 einstaklingar...