Margmiðlun

Þessi námsflokkur hjá NTV er sérlega fjölbreyttur. Í boði er ítarlegt grunnnámskeið í Grafískri hönnun þar sem farið er ítarlega yfir Adobe svítunna (Photoshop, Illustrator og Indesign). App- og vefhönnun þar sem kennt er vel á Figma hugbúnaðinn. Animation þar sem kennt er á AfterEffects frá Adobe. Jafnframt er nokkuð ítarlegt námskeið í Premiere Pro klippiforritinu frá Adobe. Allt kennt af miklu fagfólki og allt mjög verkefnadrifið þar sem lýkur með þínu lokaverkefni.

Margmiðlun

VERÐ

315.000 kr.325.000 kr.

Ítarlegt grunnnámskeið fyrir þá sem vilja læra helstu undirstöður í grafískri hönnun og læra á nýjustu hugbúnaðarlausnir frá Adobe sem eru þær fremstu á þessu sviði. Frábært fyrir þá sem vilja læra að búa til eigið auglýsinga- og kynningaefni og fínvinna ljósmyndir. Fyrir þá sem ætla sér í lengra nám í grafískri hönnun er þetta góð byrjun. Eitt vinsælasta námskeiðið hjá NTV frá upphafi. Kennt á:
Photoshop(myndvinnsla)
Illustrator(teikning)
InDesign(umbrot)
Markmið námskeiðsins er að nemendur geti komið frá sér hugmyndum á tölvutæku formi og að frágangur allra verka sé eins og best verður á kosið. Hefst 2. mars 2023. Skráning stendur yfir.
VERÐ

185.000 kr.

App og Vefhönnun 1 er fyrir þá sem vilja öðlast góðan grunn í viðmótshönnun, hvort sem það er fyrir vefsíður eða smáforrit (öpp). Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að geta hannað og skilað af sér góðri notendavænni viðmótshönnun.  Kennt í bæði staðarnámi og fjarnámi. Hefst 26. apríl 2023.
VERÐ

135.000 kr.150.000 kr.

Markmið námskeiðsins er að þú lærir að setja upp þína WordPress síðu frá grunni og öðlist þekkingu til að viðhalda, breyta og bæta vefinn eftir þörfum. Námskeiðið byggir mikið að verkefnadrifnu námi, læra með því að gera. Þátttakendur öðlast jafnframt grunnskilning á leitarvélarbestun. Hefst 2. mars.
VERÐ

125.000 kr.

Aðalmarkmið námskeiðsins Illustrator 1 er að þátttakendur öðlist skilning á vektorvinnslu í tölvum og kannist við helstu aðgerðir í forritinu sem kunna að koma að notum hverju sinni.
VERÐ

125.000 kr.

Lærðu á mest notaða myndvinnsluhugbúnað í heimi. Sumir segja að eiga stafræna myndavél og kunna ekki á Photoshop er “eins og að eiga bíl og kunna ekki að keyra”.
Á þessu hagnýta námskeiði er kennt á Adobe Premiere Pro forritið sem er frábært verkfæri til að klippa og hanna myndbönd. Þátttakendur verða látnir takast á við krefjandi verkefni undir leiðsögn þaulreynds fagmanns. Hefst 1. mars 2023
VERÐ

87.500 kr.

Animation myndbönd unnin í After Effects frá Adobe. Auktu vægi þinna skilaboða á samfélagsmiðlum með því að skapa animation sem grípur augað. Best heppnuðu samfélagsmiðlasíðurnar og herferðir byggja oftar en ekki á animation myndbandi þar sem aðaláherslan eru skýr skilaboð byggðar á sterkum hönnunargrunni. Hefst 7. mars.

FRÉTTIR

Engar tengdar fréttir fundust