VERÐ
325.000 kr.
Ítarlegt grunnnámskeið fyrir þá sem vilja tileinka sér undirstöðu í grafískri hönnun og læra á nýjustu forritin frá Adobe sem eru þau fremstu á þessu sviði. Frábært fyrir þá sem vilja búa til eigið auglýsinga- og kynningarefni og fínvinna ljósmyndir. Fyrir þá sem ætla sér í listnám eða háskólanám í grafískri hönnun er þetta góð byrjun. Eitt vinsælasta námskeiðið hjá NTV frá upphafi. Tæknilega er m.a. kennt á Photoshop (myndvinnsla), InDesign (hönnun og umbrot) og Illustrator (teikning). Markmið námskeiðsins er að nemendur geti komið frá sér hugmyndum á tölvutæku formi og að frágangur allra verka sé eins og best verður á kosið. Kennt bæði í staðarnámi og fjarnámi. Hefst 28. september 2023. Skráning stendur yfir.