VERÐ
315.000 kr. – 325.000 kr.
Ítarlegt grunnnámskeið fyrir þá sem vilja læra helstu undirstöður í grafískri hönnun og læra á nýjustu hugbúnaðarlausnir frá Adobe sem eru þær fremstu á þessu sviði. Frábært fyrir þá sem vilja læra að búa til eigið auglýsinga- og kynningaefni og fínvinna ljósmyndir. Fyrir þá sem ætla sér í lengra nám í grafískri hönnun er þetta góð byrjun. Eitt vinsælasta námskeiðið hjá NTV frá upphafi.
Kennt á:
Photoshop(myndvinnsla)
Illustrator(teikning)
InDesign(umbrot)
Markmið námskeiðsins er að nemendur geti komið frá sér hugmyndum á tölvutæku formi og að frágangur allra verka sé eins og best verður á kosið. Hefst 2. mars 2023. Skráning stendur yfir.