Search
Close this search box.

Persónuverndarstefna

Per­sónu­upp­lýs­ingar sem skráðar eru í NTV skólanum hafa þjónustulegan tilgang í lagalegum skilningi. Per­sónu­upp­lýs­ingar sem varða nem­endur eru til þess fallnar að veita nem­endum þá þjón­ustu er þeir hafa rétt á.

NTV skólinn hefur það að markmiði að tryggja að per­sónu­upp­lýs­ingar í skól­anum og meðferð þeirra sé í sam­ræmi við lög og reglur.
Starfsmenn eru bundnir þagnarskyldu og bera skyldu til að fara með persónuupplýsingar samkvæmt lögum.

Hvað eru Persónuupplýsingar ?

Persónugreinanleg gögn og upplýsingar sem má tengja við einstakling.

Meðferð persónuupplýsinga

  • Meðhöndlað af trúnaði
  • Gögn aðgangsstýrð og dulkóðuð
  • Varðveitt eins og lög gera ráð fyrir

Skráðar persónuupplýsingar

Til að við hjá NTV skólanum getum þjónustað þig með sem bestum hætti, skráum við og meðhöndlum persónulegar upplýsingar um þig í okkar kerfum.

Persónuupplýsingar sem við skráum um nemendur eru:

  • Nafn
  • Kennitala
  • Heimilisfang
  • Símanúmer
  • Netfang
  • Mæting/virkni
  • Einkunnir og frammistöðumat
  • Upplýsingar um sérþarfir nemanda

Uppruni upplýsinga

Allar persónuupplýsingar sem við varðveitum um nemanda koma frá honum sjálfum að undanskildu því er lítur að námsmati viðkomandi. 

Persónuupplýsingar frá nemanda koma með eftirfarandi leiðum:

  • Skráningarformi af vefsíðu
  • Í tölvupósti
  • Með símtali

Upplýsingar um námsframvindu nemanda kemur frá leiðbeinendum/kennurum og eru skráðar inn í aðgangsstýrt umhverfi skólans.

Afhending til þriðja aðila

NTV skólinn miðlar ekki persónuupplýsingum til óviðkomandi þriðja aðila. Upplýsingar fara ekki til þriðja aðila nema að fyrirfram samþykki þín sem nemanda.  Undantekning er þó ef skólanum verði skylt að gera það samkvæmt lögum.

Réttur nemenda varðandi varðveislu persónuupplýsinga

Nemandi á rétt á því að fá staðfestingu á hvaða persónupplýsingar skólinn er að varðveita, óska eftir leiðréttingum eða eftir atvikum að hluti þeirra verði eytt.  Allar slíkar beiðnir skulu  sendast á [email protected]

FRÉTTIR

Cyber Security Day – þér er boðið !

Promennt og NTV kynna frítt alþjóðlegt vefnámskeið um netöryggi á vegum Microsoft og LLPA þann 17. Október. Ráðstefnan fer fram...

Advania styrkur til náms í kerfisstjórnun

Advania ætlar að styrkja eina konu til náms hjá NTV skólanum í Kerfisstjórnun Diplómanám. Í samstarfi við Advania er sérstakt...