VERÐ
125.000 kr.
Í dag er mikill skortur á forriturum enda mikil gróska í faginu. Margir sýna því áhuga að læra forritun en sumir vita ekki hvað starfið felur í sér. Tilgangur þessa námskeiðs er að bjóða nemendum upp á að kynnast grunnatriðum forritunar með möguleika á því að halda áfram námi. Ef þér líkar grunnhlutinn, þá geturðu haldið beint áfram og klárað fyrstu önnina. Hefst 15. febrúar 2023.