Greiðsla námskeiðsgjalda

GREIÐSLUMÖGULEIKAR

Ganga þarf frá greiðslu áður en nám hefst.

Við bjóðum upp á eftirfarandi greiðslumöguleika:

1. Innlegg í heimabanka NTV: 0545 – 26 – 44. Kt: 681096-2729

2. Fá kröfu í heimabanka einstaklings eða fyrirtækis. Sendið beiðni á hrund@ntv.is

3. VISA eða MasterCard lán (raðgreiðslur) til allt að 36 mánaða

4. Netgíró https://www.netgiro.is/. Hámarksfjárhæð er 1.000.000 kr. til allt að 24 mánaða

5. Pei.is http://pei.is/ Hámarksfjárhæð er 2.000.000 kr. til allt að 48 mánaða

Athugið til að ganga frá greiðslu með kortagreiðslum, Pei eða Netgíró þarf að hringja í NTV í síma 544-4500 og samningur er gerður í gegnum síma.

STAÐFESTINGARGJALD

Ef greiðsla námskeiðsgjalda er ekki greidd við skráningu er mælst til þess að greitt sé 10% staðfestingargjald. Þeir sem greiða staðfestingargjaldið tryggja sér forgang ef námskeið fyllist. Staðfestingargjaldið er óafturkræft.

ALMENNT UM NÁMSKEIÐSGJÖLD

Við viljum vekja athygli á að nemandi sem hættir í námi eða námsleið, hefur ekki rétt á endurgreiðslu á námskeiðsgjöldum.

Ef nemandi þarf að hætta við þátttöku þarf afskráning að berast til NTV skólans á netfangið skoli@ntv.is ekki síðar en 7 dögum áður en nám hefst.  Berist afskráning of seint eða ekki látið vita áskilur NTV skólinn sér rétt til að innheimta námskeiðsgjöldin að fullu. 

Ef nemandi lendir í veikindum eða missir tök á að sinna námi þá getur viðkomandi sótt um að sækja námið aftur gegn því að greiða aðeins 50% af námsgjöldum innan 18 mánaða.  Það er þó alltaf með fyrirvara um að námsleiðin verði haldin aftur og það sé laust pláss.  Skólinn áskilur sér allan rétt til að vera ekki skuldbundinn slíku.  

Eftir því sem við á eru allar bækur, önnur námsgögn og flest próftökugjöld innifalin í námskeiðsgjaldi fyrir utan próf til viðurkenningar bókara og alþjóðleg próf. Sjá nánar í námskeiðslýsingum.

STYRKIR STÉTTARFÉLAGA

Gott er að kynna sér vel styrki sem starfsmenntasjóðir/stéttarfélög eru að veita félagsmönnum.

Flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til náms hjá NTV.

AFSLÁTTUR TIL ATVINNULAUSRA, ÖRYRKJA OG ELLILÍFEYRISÞEGA

Einstaklingar á skrá hjá VMST (Vinnumálastofnun) og eru ekki að njóta styrkja, eiga þess kost að sækja um 15% afslátt af flestum námskeiðum og 7% afslátt af lengri námsbrautum. ATH: Þetta á eingöngu við um þá sem eru á skrá hjá VMST.

Öryrkjar og eldri borgara, sem eru ekki að nýta styrki til námsins, eiga þess kost að fá 7% afslátt af námskeiðum og 5% lengri námsbrautum.

STYRKIR VINNUMÁLASTOFNUNAR

Vinnumálastofnun (VMST) niðurgreiðir fyrir atvinnuleitendur sum námskeið hjá NTV um allt að 50% af námskeiðsverði samkvæmt nánari reglum VMST, þó að hámarki 80.000 kr. á önn. (sjá nánar hér). Fyrir tilvonandi nemanda er best að skrá sig fyrst á námskeið hjá skólanum og fá staðfestingu og stundaskrá. Fara síðan með þau gögn til ráðgjafa hjá VMST og sækja um námsstyrk. Þegar VMST hefur staðfest styrkveitingu, sendir skólinn reikning fyrir þeim hluta námskeiðsgjaldsins beint til VMST.

ENDURÚTGÁFA SKÍRTEINA EÐA YFIRLIT YFIR SÓTT NÁMSKEIÐ

Ef óskað er eftir endurútgáfu eða yfirliti yfir sótt námskeið hjá NTV er tekið 3.000 kr. umsýslugjald. Vinsamlegast sendið beiðni í tölvupósti á netfangið skoli@ntv.is eða hafið samband í síma 544-4500.

FRÉTTIR

Tilboð til félagsfólks Starfgreinasambandsins og Sjómannasambandsins

NTV skólinn í samstarfi við framkvæmdastjóra fræðslusjóðanna býður einstakt tilboð fyrir félagsfólk aðildarfélaga sjóðanna (innan Starfsgreinasambands Íslands og Sjómannasambands Íslands)....

Gagnameistarinn, margir mjög sáttir -nokkrar reynslusögur.

Gagnameistarinn, er nýleg námsleið hjá NTV skólanum, þar sem áherslan er á gagnagreiningu og högun og framsetningu stjórnendaupplýsinga.  Mikill  metnaður...