Sjálfsnám er netnám, þar sem nemandi hefur aðgang að öllu námsefni og hagnýtum verkefnum til að leysa. Einnig fylgja úrlausnir verkefna sem nemandi getur borið saman við sínar, eftir að hafa tekist á við verkefnin. Netnám er hagnýt og hagkvæm leið og gerir nemandanum kleift að öðlast skilning og færni án beinnar aðkomu umsjónarmanns.
Fjarnám í frelsi er fjarnám þar sem nemandinn stjórnar hraðanum en hefur aðgang að umsjónarmönnum námskeiðsins varðandi aðstoð.