Verkefnastjórnun

VERÐ

235.000 kr.

UM NÁMIÐ

Verkefnastjórnun á mannamáli er hagnýt námsleið þar sem fjallað er um málefni verkefnastjórnunar frá a-ö. Námið er einungis í boði í fjarnámi.

Lögð verður áhersla á að veita þátttakendum hagnýtar aðferðir, tól og verkfæri sem geta nýst í almennri stjórnun, skipulagningu og samskiptum innan fyrirtækja sem og í sjálfstæðum verkefnum. Í náminu verður farið yfir grunninn í verkefnastjórnun, leiðtogahæfni og sjálfsþekkingu, árangursríka teymisvinnu, skilgreiningu, skipulag verkefna og samskipti. Nemendur læra að útbúa verkáætlun og fjárhagsáætlun og að framkvæma áhættugreiningu og hagsmunaaðilagreiningu svo eitthvað sé nefnt. Námsleiðin eflir þátttakendur í að stýra verkefnum sem sterkir leiðtogar og að setja af stað, fylgja eftir og ljúka verkefnum svo allir hagsmunaaðilar séu sáttir.

Námsleiðin nýtist sem grunnur fyrir D-vottun í verkefnastjórnun hjá Verkefnastjórnunarfélagi Íslands
Verkefnastjórnun er sífellt mikilvægari þáttur í almennri stjórnun og er aðferðafræði hennar notuð í nánast öllu starfi nú til dags. Því má hagnast verulega á því að kunna aðferðafræði verkefnastjórnunar á vinnumarkaði í dag og geta tól verkefnastjórnunar skapað ákveðið samkeppnisforskot fyrir þá sem kunna að nota þau.

Námskeiðið er ætlað fyrir bæði stjórnendur og einstaklinga sem vilja efla sig í skipulagningu og yfirsýn verkefna, samskiptum við þverfagleg teymi og utanaðkomandi hagsmunaaðila.
Námskeiðið hentar bæði einstaklingum sem vilja efla sig í verkefnastjórnun innan fyrirtækja sem og sjálfstætt starfandi aðilum sem vilja nýta verkefnastjórnun í sínum verkefnum.
Námskeiðið hentar þeim sem vilja halda góðu skipulagi og yfirsýn og þannig ná hámarksárangri á sínu sviði.
Fyrir þá sem þurfa að nota verkefnastjórnun í sínu starfi.
Fyrir þá sem hafa áhuga á verkefnastjórnun.
Fyrir þá sem vilja efla sig sem leiðtogar.
Fyrir þá sem vilja undirbúa sig fyrir D-vottun í verkefnastjórnun.
Að þátttakendur þekki og skilji helstu aðferðir faglegrar verkefnastjórnunar sem skapa skipulag, yfirsýn og samskipti sem stuðla að bættum heildarárangri og ánægju. Við lok námskeiðs hafa þátttakendur öðlast breiða innsýn í helstu aðferðir faglegrar verkefnastjórnunar auk þess að hafa fengið aðgengi að aðferðum og hagnýtri verkfærakistu sem getur nýst í daglegri stjórnun verkefna.
Fjarnám – 6 vikna lotunám, verkefnaskil og diplóma:

Hver lota er ein vika. Þátttakendur fá allt námsefni og ítarefni í upphafi hverrar lotu ásamt verkefnum til að vinna þegar það á við. Frammistöðumat / einkunn er gefin fyrir námið sem byggir á verkefnaskilum. Fólki er frjálst að skila verkefnum, en án verkefnaskila er ekki hægt að veita viðkomandi frammistöðumat. Þeir sem vinna samviskusamlega og skila verkefnum fá Diplóma frá NTV skólanum með einkunnum.

Verkefni eru að eigin vali og geta verið hluti af raunhæfum verkefnum sem verið er að vinna að eða nemendum langar að vinna að. Eins geta verkefnin verið skálduð eða verkefni sem búið er að framkvæma. Allar verkefnahugmyndir þarf að leggja fyrir kennara í upphafi svo hægt sé að meta hvort þau séu raunhæf vegna t.d. tímalengdar eða umfangs.
Þeir þátttakendur sem vinna vel verkefni fá frammistöðumat frá skólanum en það er auðvitað valfjrálst öllum hvort þeir geri það.
Námsefnið, verkefnin og nemendaumhverfið:

Námsefnið er í formi kennslumyndbanda sem leiðbeinendur og skólinn hafa framleitt, lesefni, ítarefni auk verkefna. Nemendur fá aðgengi að því efni sem tengist hverri lotu við upphaf lotunnar. Aðgengið að námsefninu og samskipti við leiðbeinendur er í gegnum nemendaumhverfi skólans. Hluti af námsefninu getur verið á ensku, þá aðallega ítarefni.
Verkefni geta verið greinargerðir, aðgerðaráætlun, próf/quiz eða hvað sem kennarar í fjarnámi telja að henti best hverju viðfangsefni. Nemendaumhverfi skólans er í gegnum Office 365 umhverfið, þar sem öll miðlun á efni og samskipti eru í Teams, í lokuðum hópi. Á fyrsta degi, þegar námið hefst, fá nemendur sendan aðgang að nemendasvæðinu svo fremi sem þeir hafa gengið frá greiðslum/greiðslusamkomulagi.
Ganga þarf frá greiðslu áður en námskeið hefst.
Við bjóðum upp á eftirfarandi greiðslumöguleika:

1. Innlegg í heimabanka NTV: 0545 – 26 – 44. Kt: 681096-2729

2. Fá kröfu í heimabanka einstaklings eða fyrirtækis til að greiða þar. Sendið beiðni á hrund@ntv.is

3. VISA eða MasterCard lán (raðgreiðslur) til allt að 36 mánaða

4. Netgíró https://www.netgiro.is/. Hámarksfjárhæð er 1.000.000 kr. til allt að 24 mánaða

5. Pei.is http://pei.is/ Hámarksfjárhæð er 2.000.000 kr. til allt að 48 mánaða

Kynntu þér vel mögulega styrki, reglur um endurgreiðslu ofl hér
Almennt um námið
Verkefnastjórnun á mannamáli er hagnýt námsleið þar sem fjallað er um málefni verkefnastjórnunar frá a-ö. Námið er einungis í boði í fjarnámi.

Lögð verður áhersla á að veita þátttakendum hagnýtar aðferðir, tól og verkfæri sem geta nýst í almennri stjórnun, skipulagningu og samskiptum innan fyrirtækja sem og í sjálfstæðum verkefnum. Í náminu verður farið yfir grunninn í verkefnastjórnun, leiðtogahæfni og sjálfsþekkingu, árangursríka teymisvinnu, skilgreiningu, skipulag verkefna og samskipti. Nemendur læra að útbúa verkáætlun og fjárhagsáætlun og að framkvæma áhættugreiningu og hagsmunaaðilagreiningu svo eitthvað sé nefnt. Námsleiðin eflir þátttakendur í að stýra verkefnum sem sterkir leiðtogar og að setja af stað, fylgja eftir og ljúka verkefnum svo allir hagsmunaaðilar séu sáttir.

Námsleiðin nýtist sem grunnur fyrir D-vottun í verkefnastjórnun hjá Verkefnastjórnunarfélagi Íslands
Fyrir hverja
Verkefnastjórnun er sífellt mikilvægari þáttur í almennri stjórnun og er aðferðafræði hennar notuð í nánast öllu starfi nú til dags. Því má hagnast verulega á því að kunna aðferðafræði verkefnastjórnunar á vinnumarkaði í dag og geta tól verkefnastjórnunar skapað ákveðið samkeppnisforskot fyrir þá sem kunna að nota þau.

Námskeiðið er ætlað fyrir bæði stjórnendur og einstaklinga sem vilja efla sig í skipulagningu og yfirsýn verkefna, samskiptum við þverfagleg teymi og utanaðkomandi hagsmunaaðila.
Námskeiðið hentar bæði einstaklingum sem vilja efla sig í verkefnastjórnun innan fyrirtækja sem og sjálfstætt starfandi aðilum sem vilja nýta verkefnastjórnun í sínum verkefnum.
Námskeiðið hentar þeim sem vilja halda góðu skipulagi og yfirsýn og þannig ná hámarksárangri á sínu sviði.
Fyrir þá sem þurfa að nota verkefnastjórnun í sínu starfi.
Fyrir þá sem hafa áhuga á verkefnastjórnun.
Fyrir þá sem vilja efla sig sem leiðtogar.
Fyrir þá sem vilja undirbúa sig fyrir D-vottun í verkefnastjórnun.
Markmið
Að þátttakendur þekki og skilji helstu aðferðir faglegrar verkefnastjórnunar sem skapa skipulag, yfirsýn og samskipti sem stuðla að bættum heildarárangri og ánægju. Við lok námskeiðs hafa þátttakendur öðlast breiða innsýn í helstu aðferðir faglegrar verkefnastjórnunar auk þess að hafa fengið aðgengi að aðferðum og hagnýtri verkfærakistu sem getur nýst í daglegri stjórnun verkefna.
  Námsyfirferð og kennsluaðferðir
  Fjarnám - 6 vikna lotunám, verkefnaskil og diplóma:

  Hver lota er ein vika. Þátttakendur fá allt námsefni og ítarefni í upphafi hverrar lotu ásamt verkefnum til að vinna þegar það á við. Frammistöðumat / einkunn er gefin fyrir námið sem byggir á verkefnaskilum. Fólki er frjálst að skila verkefnum, en án verkefnaskila er ekki hægt að veita viðkomandi frammistöðumat. Þeir sem vinna samviskusamlega og skila verkefnum fá Diplóma frá NTV skólanum með einkunnum.

  Verkefni eru að eigin vali og geta verið hluti af raunhæfum verkefnum sem verið er að vinna að eða nemendum langar að vinna að. Eins geta verkefnin verið skálduð eða verkefni sem búið er að framkvæma. Allar verkefnahugmyndir þarf að leggja fyrir kennara í upphafi svo hægt sé að meta hvort þau séu raunhæf vegna t.d. tímalengdar eða umfangs.
   Lota 1
   Inngangur í verkefnastjórnun og heim verkefnastjórans

   Lota 2
   Leiðtogahæfni og samskipti

   Lota 3
   Undirbúningur verkefna

   Lota 4
   Undirbúningur verkefna (framhald)

   Lota 5
   Framkvæmd verkefna og verkefnaskil

   Lota 6
   Lokaverkefni og kynning

  Frammistöðumat / Diplóma
  Þeir þátttakendur sem vinna vel verkefni fá frammistöðumat frá skólanum en það er auðvitað valfjrálst öllum hvort þeir geri það.
  Áætlað vinnuframlag
  Skólinn áætlar að hver nemandi þurfi að verja um 10-15 klukkustundum á viku í viðkomandi námsleið, að því gefnu að viðkomandi leggi sig fram. Það er auðvitað breytilegt eftir einstaklingum og áhuga og metnaði viðkomandi. Nemendur fá frammistöðumat/einkunnir að námi loknu, og má gera ráð fyrir að samhengi sé á milli vinnuframlags og frammistöðu.
  Annað
  Námsefnið, verkefnin og nemendaumhverfið:

  Námsefnið er í formi kennslumyndbanda sem leiðbeinendur og skólinn hafa framleitt, lesefni, ítarefni auk verkefna. Nemendur fá aðgengi að því efni sem tengist hverri lotu við upphaf lotunnar. Aðgengið að námsefninu og samskipti við leiðbeinendur er í gegnum nemendaumhverfi skólans. Hluti af námsefninu getur verið á ensku, þá aðallega ítarefni.
  Verkefni geta verið greinargerðir, aðgerðaráætlun, próf/quiz eða hvað sem kennarar í fjarnámi telja að henti best hverju viðfangsefni. Nemendaumhverfi skólans er í gegnum Office 365 umhverfið, þar sem öll miðlun á efni og samskipti eru í Teams, í lokuðum hópi. Á fyrsta degi, þegar námið hefst, fá nemendur sendan aðgang að nemendasvæðinu svo fremi sem þeir hafa gengið frá greiðslum/greiðslusamkomulagi.
  Umsjón með náminu
  Árni Stefánsson, verkefnastjóri hjá Sölufélagi Garðyrkjumanna, Svava Björk Ólafsdóttir, stofnandi RATA og Dóróthea Ármann, sjálfstæður verkefnastjóri.
  Greiðslumöguleikar
  Ganga þarf frá greiðslu áður en námskeið hefst.
  Við bjóðum upp á eftirfarandi greiðslumöguleika:

  1. Innlegg í heimabanka NTV: 0545 – 26 – 44. Kt: 681096-2729

  2. Fá kröfu í heimabanka einstaklings eða fyrirtækis til að greiða þar. Sendið beiðni á hrund@ntv.is

  3. VISA eða MasterCard lán (raðgreiðslur) til allt að 36 mánaða

  4. Netgíró https://www.netgiro.is/. Hámarksfjárhæð er 1.000.000 kr. til allt að 24 mánaða

  5. Pei.is http://pei.is/ Hámarksfjárhæð er 2.000.000 kr. til allt að 48 mánaða

  Kynntu þér vel mögulega styrki, reglur um endurgreiðslu ofl hér

  SKRÁNING

  Verkefnastjórnun – Fjarnám

  Hefst: 19. Apr '23
  Lýkur: 31. May '23
  Fjarnám í 6 lotum. Verkefnaskil, endurgjöf og diplóma í boði.

  Verð: 235.000 kr.