Saga skólans í stuttu máli
Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn (NTV) hóf starfsemi sína í október 1996. Stofnendur voru bræðurnir Jón Vignir og Sigurður Karlssynir.
Í byrjun var skólinn að Hólshrauni í Hafnarfirði og síðar einnig í Hlíðasmára í Kópavogi. Um mitt ár 2003 var ákvörðun tekin um að færa starfsemi skólans undir eitt þak í Hlíðasmárann og stækka skólann þar um 4 kennslustofur. Í dag eru kennslustofur skólans 7, auk aðstöðu fyrir nemendur og starfsfólk.
Viðurkenndur fræðsluaðili
NTV er viðurkenndur af Menntamálastofnun sem fræðsluaðili í fullorðinsfræðslu.
Góð reynsla nemenda
NTV hefur ætíð haft það orðspor að vera vinalegur og heimilislegur skóli. Nemendur hafa oft orð á að þeim líði vel í skólanum. Við vitum að flestir okkar nýnemendur koma vegna góðs umtals fyrrverandi nemenda. Í reglulegu kennslumati segjast yfir 90% nemenda mæla með skólanum við þriðja aðila. Við erum meðvituð um þetta og er skólanum mjög mikilvægt að viðhalda því þægilega og persónulega viðmóti sem skólinn er þekktur fyrir.
Opnunartími skrifstofu
Skrifstofa skólans er opin alla virka daga kl. 8.30 – 16.00, nema föstudaga frá kl. 8.30 – 13.00. Utan opnunartíma er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið skoli@ntv.is og verður þeim svarað fljótt og vel.
Kennitala skólans: 681096-2729
Reikningsnúmer: 0545-26-000044