Search
Close this search box.

Stjórnun viðskiptaferla (BPM)

Námskeiðaröð (3 sjálfstæð námskeið)
VERÐ

48.000 kr.

LEIÐBEINENDUR

UM NÁMIÐ

Einstaklega hagnýt námskeiðaröð (þrjú námskeið) sem kennir stjórnendum og sérfræðingum að beita bestu aðferðum Stjórnun viðskiptaferla (Business Process Management). Fyrsta námskeiðinu er farið yfir skráningu ferla, tilgang, áherslur og ávinningi sem stjórnun viðskiptaferla skilar. Á námskeiði tvö er kafað dýpra í hvernig BPM styður við verkefnastjórnun og innleiðingu breytinga. Þriðja og síðasta námskeiðið tekur á greiningu og bestun ferla, skráningu á vegferð viðskiptavinarins, samspili við gagnastjórnun og umfjöllun um það nýjasta í stjórnun. Má þar nefna ferlaköfun, sjálfvirknivæðingu ferla, gervigreind og BPM.
Námskeiðið mun nýtast stjórnendurm og sérfræðingum fyrirtækja, sveitarfélaga og stofnana:

Sérfræðinga/stjórnendur sem vinna að úrbótum á ferlum
Lean sérfræðinga
Gæðastjóra
Þjónustustjóra, rekstrarstjóra
Stjórnendur / sérfræðinga í tölvudeild, hugbúnaðarþróun
Stjórnendur / sérfræðinga í starfsmannamálum
Sérfræðinga/stjórnendur í vöru- og viðskiptaþróun Verkefnastjóra
    Námskeiðshlutarnir eru allir stakir en saman mynda þeir námskeiðsröð. Sérstakt verð er fyrir þá sem ætla að taka alla röðina og sérstakur afsláttur er ef fleiri en einn koma frá sama fyrirtæki/greiðanda.
    Námskeiðsgjald fyrir þátttakanda er 48 þús. kr. án vsk. Ef tveir eða fleiri frá sama vinnustaðnum skrá sig þá greiða þau helmingsgjald eftir að fyrsti greiðir fullt gjald. Hvert þriggja námskeiða kostar 48 þús. kr. án vsk. Ef aðili skráir sig á öll þrjú námskeiðin þarf einungis að greiða fyrir tvö námskeið, það þriðja án endurgjalds.

Markmiðið er að þátttakendur fái haldgóða yfirsýn yfir tilgang, markmið og ávinning með því að beita aðferðum úr stjórnun viðskiptaferla við farsæla verkefnastýringu. Og að þátttakendur snúi aftur á vinnustaðinn með praktíska kunnáttu af námskeiðinu í að nýta ferla og aðferðum úr stjórnun viðskiptaferla við að ná bættum árangri í verkefnastjórnun.
Um er að ræða staðnám, fyrir hádegi frá kl. 9.00 til 12.00, þar sem þátttakendur hlýða á kynningu, sjá dæmi ásamt því að vinna í skráningu viðskiptaferla með einföldum og áhrifaríkum hætti með praktískum verkefnum og umræðum á námskeiðinu. Aðferðir sem eru kynntar á námskeiðinu nýtast stjórnendum og sérfræðingum strax við verkefni og úrlausn mála á vinnustaðnum.

Staðsetning: Hilton Reykjavík Nordica
    Námskeiðshluti 1: Stjórnun viðskiptaferla (BPM) - grunnnámskeið.
    Þú getur hlaðið niður .pdf skjali með ítarlegri lýsingu hér

    Námskeiðshluti 2: Verkefna- og breytingastjórnun með áherslum úr stjórnun viðskiptaferla.
    Þú getur hlaðið niður .pdf skjali með ítarlegri lýsingu hér

    Námskeiðshluti 3: Framhaldsnámskeið í stjórnun viðskiptaferla - greining og bestun ferla.
    Þú getur hlaðið niður .pdf skjali með ítarlegri lýsingu hér

Þátttakandi sem sækir öll þrjú námskeiðin fær viðurkenningarskjal um að hafa lokið við öll þrjú námskeiðin í stjórnun viðskiptaferla.
Þátttakendur mæta með fartölvu á námseið. Það þarf engan undirbúning eða gráðu/námskeið sem undanfara á þessu námeiði. Þátttakendur eru hvattir til að mæta fróðleiksfúsir og með jákvæðni á námskeiðið.

Námskeiðsgjald fyrir þátttakanda er 48 þús. kr. án vsk. Viðbótar þátttakandi, eða þátttakendur, frá sama fyrirtæki greiða helming af námskeiðsgjaldi. Ef aðili skráir sig á öll þrjú námskeiðin þarf einungis að greiða fyrir tvö námskeið, það þriðja án endurgjalds.

Magnús Ívar er stofnandi og framkvæmdastjóri ANSA ehf. sem vinnur með viðskiptavinum við að ná bættum árangri i rekstri með umbreytingu ferla ásamt faglegri verkefna- og breytingastjórnun.
Magnús Ívar hefur unnið í ráðgjöf í stefnumótun, ferlamálum og úrbótum í rekstri hjá framsæknum fyrirtækjum og stofnunum hérlendis sem og í verkefnum erlendis. Starfsreynsla Magnúsar Ívars spannar m.a. Símann, Mílu, Vodafone, Deloitte, Össur og Marel. Hjá Össur starfaði Magnús í fjögur ár sem verkefnastjóri í stefnumótandi verkefnum og breytingastjórnun með áherslu á stjórnun viðskiptaferla í forgrunni. Þá starfaði hann í fimm ár sem forstöðumaður þjónustu (e. global service) hjá Marel í miklum umbreytingum á þjónustu hjá fyrirtækinu.
Nánar um Magnús hér
Ganga þarf frá greiðslu áður en námskeið hefst.
Við bjóðum upp á eftirfarandi greiðslumöguleika:

1. Innlegg í heimabanka NTV: 0545 – 26 – 44. Kt: 681096-2729

2. Fá kröfu í heimabanka einstaklings eða fyrirtækis til að greiða þar. Sendið beiðni á [email protected]

3. VISA eða MasterCard lán (raðgreiðslur) til allt að 36 mánaða

4. Netgíró https://www.netgiro.is/. Hámarksfjárhæð er 1.000.000 kr. til allt að 24 mánaða

5. Pei.is http://pei.is/ Hámarksfjárhæð er 2.000.000 kr. til allt að 48 mánaða

Kynntu þér vel mögulega styrki, reglur um endurgreiðslu ofl hér

SKRÁNING

Stjórnun viðskiptaferla (BPM) – 1. hluti

Hefst: 5. Feb '25
Lýkur: 5. Feb '25
Hilton Reykjavík Nordica kl. 9:00-12:00. ATH Ef þú kaupir öll námskeiðin þrjú, þá greiðir þú einungis fyrir tvö.

Verð: 48.000 kr.

Stjórnun viðskiptaferla (BPM) – 2. hluti

Hefst: 5. Mar '25
Lýkur: 5. Mar '25
Hilton Reykjavík Nordica kl. 9:00-12:00. ATH Ef þú kaupir öll námskeiðin þrjú, þá greiðir þú einungis fyrir tvö.

Verð: 48.000 kr.

Stjórnun viðskiptaferla (BPM) – 3. hluti

Hefst: 9. Apr '25
Lýkur: 9. Apr '25

Verð: 48.000 kr.