Þátttakendur mæta með fartölvu á námseið. Það þarf engan undirbúning eða gráðu/námskeið sem undanfara á þessu námeiði. Þátttakendur eru hvattir til að mæta fróðleiksfúsir og með jákvæðni á námskeiðið.
Námskeiðsgjald fyrir þátttakanda er 48 þús. kr. án vsk. Viðbótar þátttakandi, eða þátttakendur, frá sama fyrirtæki greiða helming af námskeiðsgjaldi. Ef aðili skráir sig á öll þrjú námskeiðin þarf einungis að greiða fyrir tvö námskeið, það þriðja án endurgjalds.
Magnús Ívar er stofnandi og framkvæmdastjóri ANSA ehf. sem vinnur með viðskiptavinum við að ná bættum árangri i rekstri með umbreytingu ferla ásamt faglegri verkefna- og breytingastjórnun.
Magnús Ívar hefur unnið í ráðgjöf í stefnumótun, ferlamálum og úrbótum í rekstri hjá framsæknum fyrirtækjum og stofnunum hérlendis sem og í verkefnum erlendis. Starfsreynsla Magnúsar Ívars spannar m.a. Símann, Mílu, Vodafone, Deloitte, Össur og Marel. Hjá Össur starfaði Magnús í fjögur ár sem verkefnastjóri í stefnumótandi verkefnum og breytingastjórnun með áherslu á stjórnun viðskiptaferla í forgrunni. Þá starfaði hann í fimm ár sem forstöðumaður þjónustu (e. global service) hjá Marel í miklum umbreytingum á þjónustu hjá fyrirtækinu.
Nánar um Magnús
hér