Search
Close this search box.

Mannauðsstjórnun – á mannamáli

VERÐ

199.500 kr.375.000 kr.

LEIÐBEINENDUR

UM NÁMIÐ

Mannauðsstjórnun á mannamáli er námsleið þar sem fjallað er um margvísleg málefni mannauðsstjórnunar og lögð áhersla á að veita þátttakendum hagnýt verkfæri til að takast á við viðfangsefni mannauðsstjórnunar í daglegri stjórnun. Fjallað verður um leiðir til að velja rétta starfsfólkið til starfa, hvað ber að hafa í huga við faglega móttöku nýliða, hvernig megi skipuleggja þjálfun starfsmanna, hvernig eigi að ræða um og bæta frammistöðu og hvernig megi ná fram betri afköstum starfsfólks með hvatningu, eflingu liðsheildar og góðum samskiptum. Einnig er farið yfir ýmis viðfangsefni, eins og hvernig eigi að taka ákvörðun um laun, fjallað um árangursríkar leiðir til að taka á erfiðum samskiptamálum, hvernig eigi að takast á víð tíðar veikindafjarvistir og hvernig megi fyrirbyggja streitu og kulnun í starfi. Uppsagnir og starfslok.
Stjórnendur sem vilja efla sig í stjórnun starfsfólks og búa til starfsumhverfi sem dregur fram það besta í fólki og hámarka þannig frammistöðu starfsfólks.
Þá sem starfa við mannauðsmál.
Fyrir þá sem hafa áhuga á mannauðsmálum.
Að þátttakendur þekki og skilji helstu aðferðir faglegrar mannauðsstjórnunar sem stuðla að bættri frammistöðu starfsfólks og ýta þannig undir heildarárangur fyrirtækis eða skipulagseiningar. Við lok námskeiðs hafa þátttakendur öðlast breiða innsýn í helstu aðferðir faglegrar mannauðsstjórnunar auk þess að hafa fengið aðgengi að aðferðum og hagnýtri verkfærakistu sem getur nýst í daglegri stjórnun mannauðs á vinnustað eða uppbyggingu hlutverks á sviði mannauðsmála í fyrirtæki eða skipulagseiningu á almennum vinnumarkaði.
Námið er sett upp í 8 lotur þar sem hver lota fjallar um tiltekið viðfangsefni.

Frammistöðumat/diplóma frá NTV skólanum er gefin fyrir námið sem byggist á einkunnum úr prófum/verkefnaskilum. Fólki er frjálst að skila verkefnum, en án verkefnaskila er ekki hægt að veita viðkomandi frammistöðumat/diplóma.
Námsefnið, verkefnin og nemendaumhverfið:

Námsefnið er í formi kennslumyndbanda sem leiðbeinendur og skólinn hafa framleitt, lesefni, ítarefni auk verkefna. Nemendur fá aðgengi að því efni sem tengist hverri lotu. Aðgengið að námsefninu og samskipti við leiðbeinendur er í gegnum nemendaumhverfi skólans. Hluti af námsefninu getur verið á ensku, þá aðallega ítarefni. Verkefni geta verið greinargerðir, aðgerðaáætlun, próf / quiz eða hvað sem kennarar í fjarnámi telja að henti best hverju viðfangsefni.
Ef þú ert í línulegu fjarnámi (í hópi) þá er nemendaumhverfi skólans í Office 365 umhverfinu. Þar fer þá fram öll miðlun á efni og samskipti eru í Teams í lokuðum hópi. Á fyrsta degi, þegar námið hefst, fá nemendur sendan aðgang að nemendasvæðinu svo fremi sem þeir hafa gengið frá greiðslum / greiðslusamkomulagi.
Ef þú velur Frelsisnám eða Sjálfsnám þá er öll miðlun og þjónusta/samskipti í gegnum vafra og heimasíðu skólans.
Ganga þarf frá greiðslu áður en námskeið hefst.
Við bjóðum upp á eftirfarandi greiðslumöguleika:

1. Innlegg í heimabanka NTV: 0545 – 26 – 44. Kt: 681096-2729

2. Fá kröfu í heimabanka einstaklings eða fyrirtækis til að greiða þar. Sendið beiðni á [email protected]

3. VISA eða MasterCard lán (raðgreiðslur) til allt að 36 mánaða

4. Netgíró https://www.netgiro.is/. Hámarksfjárhæð er 1.000.000 kr. til allt að 24 mánaða

5. Pei.is http://pei.is/ Hámarksfjárhæð er 2.000.000 kr. til allt að 48 mánaða

Kynntu þér vel mögulega styrki, reglur um endurgreiðslu ofl hér
Almennt um námið
Mannauðsstjórnun á mannamáli er námsleið þar sem fjallað er um margvísleg málefni mannauðsstjórnunar og lögð áhersla á að veita þátttakendum hagnýt verkfæri til að takast á við viðfangsefni mannauðsstjórnunar í daglegri stjórnun. Fjallað verður um leiðir til að velja rétta starfsfólkið til starfa, hvað ber að hafa í huga við faglega móttöku nýliða, hvernig megi skipuleggja þjálfun starfsmanna, hvernig eigi að ræða um og bæta frammistöðu og hvernig megi ná fram betri afköstum starfsfólks með hvatningu, eflingu liðsheildar og góðum samskiptum. Einnig er farið yfir ýmis viðfangsefni, eins og hvernig eigi að taka ákvörðun um laun, fjallað um árangursríkar leiðir til að taka á erfiðum samskiptamálum, hvernig eigi að takast á víð tíðar veikindafjarvistir og hvernig megi fyrirbyggja streitu og kulnun í starfi. Uppsagnir og starfslok.
Fyrir hverja
Stjórnendur sem vilja efla sig í stjórnun starfsfólks og búa til starfsumhverfi sem dregur fram það besta í fólki og hámarka þannig frammistöðu starfsfólks.
Þá sem starfa við mannauðsmál.
Fyrir þá sem hafa áhuga á mannauðsmálum.
Leiðir í boði
  Fjarnám sem hefst á auglýstum degi.
  Þú ert hluti af hópi sem fylgist að ásamt leiðbeinenda/-um. Þetta er 8 vikna lotunám, þar sem hver lota er ein vika og afmarkast af tilteknum efnistökum. Þátttakendur fá allt námsefni og ítarefni í upphafi hverrar lotu, sem er afmörkuð (upphaf og endir) og í lok hverrar lotu er quiz (krossapróf með 10 spurningum) úr efni lotunnar. Þú hefur frelsi innan dagsins og hvaða daga vikunnar þú sinnir náminu. Í lok námsins er lokaverkefni sem nemendur fá nánari upplýsingar um þegar líður að lokum námsins, en val er á milli nokkurra verkefna og val um hvort því er skilað inn á skriflegu formi eða með myndbandsupptöku.

  Fjarnám í FRELSI
  Þú getur skráð þig, greitt og byrjað samstundis. Fyrir þá sem vilja meira frelsi, fullt nám og fullgilt Diplóma. Þú færð mun lengri tíma (180 daga) til að klára námið en þeir sem sækja hefðbundið línulegt fjarnám. Þú hefur val hvenær þú lærir og hvenær þú skilar verkefnum. Aðgengi er að leiðbeinanda/-um með því að senda inn fyrirspurnir út frá efninu og er markmið að svara öllum fyrirspurnum innan viku. Undantekningar tengjast rauðum dögum (hefðbundnum frítímabilum). Í lokin skila þátttakendur inn hefðbundnu lokaverkefni eða velja í stað þess að fá fund með leiðbeinanda/-um og kynna raunverulegt verkefni eða áskorun sem tengist starfstengdum viðfangsefnum þátttakanda, og tengist efni námsins. Eftir kynninguna mun leiðbeinandi/leiðbeinendur gefa endurgjöf, ráð og hugmyndir tengt raundæminu (Miðað er við samtals ca. 60 mín. í kynningu og endurgjöf/ráð).

  Sjálfsnám
  Þú skráir þig, greiðir og getur hafið námið samstundis. Fyrir þá sem vilja fá aðgengi að öllu námsefninu en sækjast ekki eftir Diplóma/frammistöðumati. Þú færð 180 daga til að fara í gegnum námið. Sjálfsnámið er byggt upp þannig að þú átt að geta bjargað þér án aðstoðar í gegnum námsefnið.

Markmið
Að þátttakendur þekki og skilji helstu aðferðir faglegrar mannauðsstjórnunar sem stuðla að bættri frammistöðu starfsfólks og ýta þannig undir heildarárangur fyrirtækis eða skipulagseiningar. Við lok námskeiðs hafa þátttakendur öðlast breiða innsýn í helstu aðferðir faglegrar mannauðsstjórnunar auk þess að hafa fengið aðgengi að aðferðum og hagnýtri verkfærakistu sem getur nýst í daglegri stjórnun mannauðs á vinnustað eða uppbyggingu hlutverks á sviði mannauðsmála í fyrirtæki eða skipulagseiningu á almennum vinnumarkaði.
Námsyfirferð og kennsluaðferðir
Námið er sett upp í 8 lotur þar sem hver lota fjallar um tiltekið viðfangsefni.

  Lota 1
  Hvað er mannauðsstjórnun og hvernig verð ég góður stjórnandi?

  Lota 2
  Ráðningar. Að ráða rétta fólkið fyrir starfið.

  Lota 3
  Móttaka, þjálfun og fræðsla.

  Lota 4
  Að stjórna frammistöðu og leiða breytingar.

  Lota 5
  Hvatning og helgun.

  Lota 6
  Að byggja upp liðsheild og erfið starfsmannamál.

  Lota 7
  Heilsa, vellíðan og vinnuumhverfið.

  Lota 8
  Laun, fríðindi og réttindi, starfslok og uppsagnir.

Frammistöðumat / Diplóma
Frammistöðumat/diplóma frá NTV skólanum er gefin fyrir námið sem byggist á einkunnum úr prófum/verkefnaskilum. Fólki er frjálst að skila verkefnum, en án verkefnaskila er ekki hægt að veita viðkomandi frammistöðumat/diplóma.
Áætlað vinnuframlag
Áætlað er að hver nemandi þurfi að verja að meðaltali 6-8 klukkustundum á viku í til að sinna námsleiðinni vel (umþb 48-64 klst. öll námsleiðin). Það er auðvitað breytilegt eftir einstaklingum og áhuga og metnaði viðkomandi. Nemendur fá frammistöðumat / einkunnir að námi loknu, og má gera ráð fyrir að samhengi sé á milli vinnuframlags og frammistöðu.
Annað
Námsefnið, verkefnin og nemendaumhverfið:

Námsefnið er í formi kennslumyndbanda sem leiðbeinendur og skólinn hafa framleitt, lesefni, ítarefni auk verkefna. Nemendur fá aðgengi að því efni sem tengist hverri lotu. Aðgengið að námsefninu og samskipti við leiðbeinendur er í gegnum nemendaumhverfi skólans. Hluti af námsefninu getur verið á ensku, þá aðallega ítarefni. Verkefni geta verið greinargerðir, aðgerðaáætlun, próf / quiz eða hvað sem kennarar í fjarnámi telja að henti best hverju viðfangsefni.
Ef þú ert í línulegu fjarnámi (í hópi) þá er nemendaumhverfi skólans í Office 365 umhverfinu. Þar fer þá fram öll miðlun á efni og samskipti eru í Teams í lokuðum hópi. Á fyrsta degi, þegar námið hefst, fá nemendur sendan aðgang að nemendasvæðinu svo fremi sem þeir hafa gengið frá greiðslum / greiðslusamkomulagi.
Ef þú velur Frelsisnám eða Sjálfsnám þá er öll miðlun og þjónusta/samskipti í gegnum vafra og heimasíðu skólans.
Umsjón með náminu
Umsjón: Hafsteinn Bragason mannauðsstjóri Íslandsbanka og Herdís Pála Pálsdóttir ráðgjafi.
Greiðslumöguleikar
Ganga þarf frá greiðslu áður en námskeið hefst.
Við bjóðum upp á eftirfarandi greiðslumöguleika:

1. Innlegg í heimabanka NTV: 0545 – 26 – 44. Kt: 681096-2729

2. Fá kröfu í heimabanka einstaklings eða fyrirtækis til að greiða þar. Sendið beiðni á [email protected]

3. VISA eða MasterCard lán (raðgreiðslur) til allt að 36 mánaða

4. Netgíró https://www.netgiro.is/. Hámarksfjárhæð er 1.000.000 kr. til allt að 24 mánaða

5. Pei.is http://pei.is/ Hámarksfjárhæð er 2.000.000 kr. til allt að 48 mánaða

Kynntu þér vel mögulega styrki, reglur um endurgreiðslu ofl hér

SKRÁNING

Mannauðsstjórnun – á mannamáli – Fjarnám

Hefst: 25. Sep '24
Lýkur: 20. Nov '24
Fjarnám, 8 lotur. Verkefnaskil, endurgjöf og diplóma í boði. (rúmlega viku frí yfir páska)

Verð: 295.000 kr.

Mannauðsstjórnun – á mannamáli – Fjarnám í frelsi

Byrjaðu strax í dag.

Verð: 375.000 kr.

Mannauðsstjórnun – á mannamáli – Sjálfsnám

Hefst: 3. Mar '24
Lýkur: 31. Mar '24

Verð: 199.500 kr.

MEÐMÆLI

Faglegt og hagnýtt og frábært að geta sinnt náminu á mínum hraða.

Ég mæli vel með náminu mannauðsstjórnun á mannamáli. Mér fannst námskeiðið faglegt og mjög hagnýtt og nýtast vel þeim sem vilja dýpka þekkingu sína á...

Dagrún Fanný Liljarsdóttir BA félagsráðgjöf, MA stjórnun og stefnumótun

Praktískt og mjög mikið af efninu nýtist í daglegum störfum maunnauðsmála

Mannauðsstjórnun á mannamáli er frábært nám og hentar virkilega vel til að fá góða innsýn og fullt af verkfærum í málefnum mannauðsstjórnunar. Ég hef nýtt mér það mjög vel í mínu starfi sem mannauðsstjóri á...

Sigurður Þór Sigursteinsson, mannauðsstjóri á Heilbrigðisstofnun Vesturlands.