Grafísk hönnun

VERÐ

325.000 kr.

UM NÁMIÐ

Ítarlegt grunnnámskeið fyrir þá sem vilja læra á grafísku hugbúnaðarforritin frá Adobe. Margir koma á námskeiðið sem ætlar sér í lengra nám í grafískri hönnun, í margmiðlun og aðrir til að geta útbúið eigið auglýsinga- og kynningarefni. Eitt vinsælasta námskeiðið hjá NTV frá upphafi. Kennt á:
Photoshop(myndvinnsla)
Illustrator(teikning)
InDesign(umbrot)
Markmið námskeiðsins er að nemendur geti komið frá sér hugmyndum á tölvutæku formi og að frágangur allra verka sé eins og best verður á kosið.
Bæði síðdegis- og kvöldnámskeið í boði.
Fyrir þá sem vilja læra að gera auglýsingar og bæklinga frá grunni. Eitt vinsælasta námskeiðið hjá NTV frá upphafi.

Inntökuskilyrði: Nemendur þurfa að hafa haldgóða þekkingu á Windows-stýrikerfinu og reynslu af netnotkun. Ekki er krafist þekkingar á teikni-, myndvinnslu- eða umbrotsforritum. Nemendur þurfa að geta lesið ensku þar sem námsgögn eru að hluta til á ensku.
Námið er kennt í staðarnámi og námsyfirferð er eftirfarandi:
Mismunandi gerð kynningarefnis – 1 dagur
Adobe Illustrator – 6 dagar
Adobe Photoshop – 6 dagar
Adobe InDesign – 6 dagar
Meðhöndlun lita – 1 dagur
Letur og leturfræði – 1 dagur
Skipulag, vistun og frágangur – 1 dagur
Samskipti við fjölmiðla og prentsmiðjur – 1 dagur
Lokaverkefni – 3 dagar
Námið er ítarlegt og góður grunnur til að byggja á. Námslínan veitir ekki starfsheitið “grafískur hönnuður” enda er það lögverndað starfsheiti og það veitir engin bein starfsréttindi.
Nánar um námið:

MISMUNANDI GERÐ KYNNINGAREFNIS (1 DAGUR)
Farið er í yfirferð námskeiðsins og verkferlið rakið frá hugmynd að fullunnu verki. Kynntir eru helstu boðmiðlar og boðleiðir út á markaðinn. Fjallað er um mismunandi kynningarefni fyrirtækja: hver þau eru og hverjar áherslurnar eru við framsetningu þeirra. Rætt er um ímynd fyrirtækja, möguleika á markaði og margt fleira.

ADOBE PHOTOSHOP (6 DAGAR)
Kennt er á Photoshop-myndvinnsluforritið. Hér er áhersla lögð á ljósmyndir, meðferð þeirra og vinnslu í víðu samhengi. Farið er í helstu aðgerðir forritsins sem snúa að vinnslu ljósmynda, upplausn og margt fleira. Nemendur læra að vinna með myndir, blanda þeim, laga og breyta, svo fátt eitt sé nefnt.

ADOBE ILLUSTRATOR (6 DAGAR)
Kennt er á Illustrator-teikniforritið sem er eitt mest notaða teikniforritið í dag. Lögð er áhersla á að nemendur læri að tileinka sér þær aðferðir sem þarf til að koma góðri hugmynd á tölvutækt form. Nemendur vinna raunhæf verkefni, svo sem auglýsingar, merki og fleira.

ADOBE INDESIGN (6 DAGAR)
Kennt er á InDesign-umbrotsforritið. Lögð er áhersla á að nemendur læri að tileinka sér einfaldar og markvissar aðferðir sem þarf til að koma góðri hugmynd á framfæri. Nemendur vinna raunhæf verkefni, svo sem innskot í tímarit og bæklinga.

MEÐHÖNDLUN LITA (1 DAGUR)
Farið er yfir mismunandi litakerfi í myndvinnslunni: RGB, CMYK og fleiri. Einnig er fjallað almennt um litvinnslu.

LETUR OG LETURFRÆÐI (1 DAGUR)
Fjallað er um leturgerðir og leturfjölskyldur og fengist við spurningar eins og: Hvernig á að velja letur? Hvað má og hvað má ekki? Hvaða leturnotkun er vænlegust til árangurs?

SKIPULAG, VISTUN OG FRÁGANGUR (1 DAGUR)
Fjallað er um hvernig er best að skipuleggja verkefni, hvernig á að haga frágangi á verkum til hinna ýmsu miðla, hvernig á að skila af sér verkefnum og hvað er nauðsynlegt að gera og hvað ber að varast.

SAMSKIPTI VIÐ FJÖLMIÐLA OG PRENTSMIÐJUR (1 DAGUR)
Í þessum hluta námskeiðsins eru tvær heimsóknir. Farið er í prentsmiðjuna Prentmet og verkferli hennar og prentmöguleikar skoðaðir. Þá er Morgunblaðið heimsótt, þar sem tæknilegur fulltrúi blaðsins sýnir það sem máli skiptir og ræðir við nemendur um vistun og frágang á myndum til prentunar.

LOKAVERKEFNI (3 DAGAR)
Í lokaverkefninu vinna nemendur kynningarpakka fyrir fyrirtæki og fleira. Verkefnið er kynnt snemma á námskeiðinu, unnið af og til meðan á námskeiðinu stendur og svo eingöngu í síðustu tímunum. Verkefninu er skilað bæði á útprentuðu og tölvutæku formi. Kennarinn gefur umsögn (einkunn) fyrir lokaverkefnið.

ANNAÐ
Margt af ofangreindu skarast að einhverju leyti, þannig að umfjöllunin er lifandi. Að auki er fjallað um heilmargt annað sem snertir grafíska hönnun. Nefna má almenna umræðu um hönnun, merkjahönnun, markaðsmál, prentmöguleika, pappír, pappírsval ofl.
Ganga þarf frá greiðslu áður en námskeið hefst.
Við bjóðum upp á eftirfarandi greiðslumöguleika:

1. Innlegg í heimabanka NTV: 0545 – 26 – 44. Kt: 681096-2729

2. Fá kröfu í heimabanka einstaklings eða fyrirtækis til að greiða þar. Sendið beiðni á hrund@ntv.is

3. VISA eða MasterCard lán (raðgreiðslur) til allt að 36 mánaða

4. Netgíró https://www.netgiro.is/. Hámarksfjárhæð er 1.000.000 kr. til allt að 24 mánaða

5. Pei.is http://pei.is/ Hámarksfjárhæð er 2.000.000 kr. til allt að 48 mánaða

Kynntu þér vel mögulega styrki, reglur um endurgreiðslu ofl hér
Almennt um námið
Ítarlegt grunnnámskeið fyrir þá sem vilja læra á grafísku hugbúnaðarforritin frá Adobe. Margir koma á námskeiðið sem ætlar sér í lengra nám í grafískri hönnun, í margmiðlun og aðrir til að geta útbúið eigið auglýsinga- og kynningarefni. Eitt vinsælasta námskeiðið hjá NTV frá upphafi. Kennt á:
Photoshop(myndvinnsla)
Illustrator(teikning)
InDesign(umbrot)
Markmið námskeiðsins er að nemendur geti komið frá sér hugmyndum á tölvutæku formi og að frágangur allra verka sé eins og best verður á kosið.
Bæði síðdegis- og kvöldnámskeið í boði.
Fyrir hverja
Fyrir þá sem vilja læra að gera auglýsingar og bæklinga frá grunni. Eitt vinsælasta námskeiðið hjá NTV frá upphafi.

Inntökuskilyrði: Nemendur þurfa að hafa haldgóða þekkingu á Windows-stýrikerfinu og reynslu af netnotkun. Ekki er krafist þekkingar á teikni-, myndvinnslu- eða umbrotsforritum. Nemendur þurfa að geta lesið ensku þar sem námsgögn eru að hluta til á ensku.
Leiðir í boði
    Staðarnám
    Kennt í fullbúinni kennslu-/tölvustofu. Ef viðkomandi námslína er í boði í fjarnámi, þá hafa staðarnemendur aðgengi að fjarnámsefninu líka, sem er ekki síður mikilvægt ef þú missir úr kennsludag.

    Fjarnám
    Tímarammi afmarkaður(upphaf og endir) eins og í staðarnáminu og sami hraði á námsyfirferð. Þú hefur frelsi innan dagsins og hvaða daga vikunnar þú sinnir náminu. Það eru skilgreindir skiladagar skv. námsáætlun(prófdagar ef við á). Þú ert hluti af hópi sem fylgist að ásamt leiðbeinenda/-um inn á nemendasvæði og ert með einkasvæði milli þín og kennara. Allt kennsluefni rafrænt. Ef það eru fundir og/eða streymi úr kennslu þá er það allt aðgengilegt á upptökum ef þú tekur ekki þátt í þeim.

Námsyfirferð og kennsluaðferðir
Námið er kennt í staðarnámi og námsyfirferð er eftirfarandi:
Mismunandi gerð kynningarefnis - 1 dagur
Adobe Illustrator - 6 dagar
Adobe Photoshop - 6 dagar
Adobe InDesign - 6 dagar
Meðhöndlun lita - 1 dagur
Letur og leturfræði - 1 dagur
Skipulag, vistun og frágangur - 1 dagur
Samskipti við fjölmiðla og prentsmiðjur - 1 dagur
Lokaverkefni - 3 dagar
Frammistöðumat / Diplóma
Námið er ítarlegt og góður grunnur til að byggja á. Námslínan veitir ekki starfsheitið "grafískur hönnuður" enda er það lögverndað starfsheiti og það veitir engin bein starfsréttindi.
Áætlað vinnuframlag
Kennslan er áætluð 137 kennslustundir (+90 kklukkustundir) en nemendur sem vilja ná mjög góðum tökum á notkun framangreindra hugbúnaðarlausna þurfa klárlega að leggja á sig heimanám þar fyrir utan.
Annað
Nánar um námið:

MISMUNANDI GERÐ KYNNINGAREFNIS (1 DAGUR)
Farið er í yfirferð námskeiðsins og verkferlið rakið frá hugmynd að fullunnu verki. Kynntir eru helstu boðmiðlar og boðleiðir út á markaðinn. Fjallað er um mismunandi kynningarefni fyrirtækja: hver þau eru og hverjar áherslurnar eru við framsetningu þeirra. Rætt er um ímynd fyrirtækja, möguleika á markaði og margt fleira.

ADOBE PHOTOSHOP (6 DAGAR)
Kennt er á Photoshop-myndvinnsluforritið. Hér er áhersla lögð á ljósmyndir, meðferð þeirra og vinnslu í víðu samhengi. Farið er í helstu aðgerðir forritsins sem snúa að vinnslu ljósmynda, upplausn og margt fleira. Nemendur læra að vinna með myndir, blanda þeim, laga og breyta, svo fátt eitt sé nefnt.

ADOBE ILLUSTRATOR (6 DAGAR)
Kennt er á Illustrator-teikniforritið sem er eitt mest notaða teikniforritið í dag. Lögð er áhersla á að nemendur læri að tileinka sér þær aðferðir sem þarf til að koma góðri hugmynd á tölvutækt form. Nemendur vinna raunhæf verkefni, svo sem auglýsingar, merki og fleira.

ADOBE INDESIGN (6 DAGAR)
Kennt er á InDesign-umbrotsforritið. Lögð er áhersla á að nemendur læri að tileinka sér einfaldar og markvissar aðferðir sem þarf til að koma góðri hugmynd á framfæri. Nemendur vinna raunhæf verkefni, svo sem innskot í tímarit og bæklinga.

MEÐHÖNDLUN LITA (1 DAGUR)
Farið er yfir mismunandi litakerfi í myndvinnslunni: RGB, CMYK og fleiri. Einnig er fjallað almennt um litvinnslu.

LETUR OG LETURFRÆÐI (1 DAGUR)
Fjallað er um leturgerðir og leturfjölskyldur og fengist við spurningar eins og: Hvernig á að velja letur? Hvað má og hvað má ekki? Hvaða leturnotkun er vænlegust til árangurs?

SKIPULAG, VISTUN OG FRÁGANGUR (1 DAGUR)
Fjallað er um hvernig er best að skipuleggja verkefni, hvernig á að haga frágangi á verkum til hinna ýmsu miðla, hvernig á að skila af sér verkefnum og hvað er nauðsynlegt að gera og hvað ber að varast.

SAMSKIPTI VIÐ FJÖLMIÐLA OG PRENTSMIÐJUR (1 DAGUR)
Í þessum hluta námskeiðsins eru tvær heimsóknir. Farið er í prentsmiðjuna Prentmet og verkferli hennar og prentmöguleikar skoðaðir. Þá er Morgunblaðið heimsótt, þar sem tæknilegur fulltrúi blaðsins sýnir það sem máli skiptir og ræðir við nemendur um vistun og frágang á myndum til prentunar.

LOKAVERKEFNI (3 DAGAR)
Í lokaverkefninu vinna nemendur kynningarpakka fyrir fyrirtæki og fleira. Verkefnið er kynnt snemma á námskeiðinu, unnið af og til meðan á námskeiðinu stendur og svo eingöngu í síðustu tímunum. Verkefninu er skilað bæði á útprentuðu og tölvutæku formi. Kennarinn gefur umsögn (einkunn) fyrir lokaverkefnið.

ANNAÐ
Margt af ofangreindu skarast að einhverju leyti, þannig að umfjöllunin er lifandi. Að auki er fjallað um heilmargt annað sem snertir grafíska hönnun. Nefna má almenna umræðu um hönnun, merkjahönnun, markaðsmál, prentmöguleika, pappír, pappírsval ofl.
Greiðslumöguleikar
Ganga þarf frá greiðslu áður en námskeið hefst.
Við bjóðum upp á eftirfarandi greiðslumöguleika:

1. Innlegg í heimabanka NTV: 0545 – 26 – 44. Kt: 681096-2729

2. Fá kröfu í heimabanka einstaklings eða fyrirtækis til að greiða þar. Sendið beiðni á hrund@ntv.is

3. VISA eða MasterCard lán (raðgreiðslur) til allt að 36 mánaða

4. Netgíró https://www.netgiro.is/. Hámarksfjárhæð er 1.000.000 kr. til allt að 24 mánaða

5. Pei.is http://pei.is/ Hámarksfjárhæð er 2.000.000 kr. til allt að 48 mánaða

Kynntu þér vel mögulega styrki, reglur um endurgreiðslu ofl hér

SKRÁNING

Grafísk hönnun – Kvöldnám

Hefst: 21. Sep '23
Lýkur: 14. Dec '23
Þriðjudag og fimmtudag frá kl. 17:15 – 21:00

Verð: 325.000 kr.

Grafísk hönnun – Fjarnám

Hefst: 21. Sep '23
Lýkur: 14. Dec '23
Farið eftir skipulegri námsáætlunum með skilgreindum skiladögum verkefna og/eða prófa. Frjálst hvenær dagsins, eða hvað daga vikunnar þú vinnur í náminu.

Verð: 325.000 kr.

Grafísk hönnun – Dagnám

Hefst: 21. Sep '23
Lýkur: 14. Dec '23
Þriðjudag og fimmtudag frá kl. 13:00 – 16:45

Verð: 325.000 kr.