Námskeiðaröð (3 sjálfstæð námskeið)
VERÐ
48.000 kr.
Einstaklega hagnýt námskeiðaröð (þrjú námskeið) um Stjórnun viðskiptaferla (Business Process Management). Fyrsti hluti: Farið yfir skráningu ferla, tilgang, áherslur og ávinningi sem stjórnun viðskiptaferla skilar. Annar hluti: Kafað dýpra í hvernig BPM styður við verkefnastjórnun og innleiðingu breytinga. Þriðji hluti: Greining og bestun ferla, skráning á vegferð viðskiptavinar í samspili við gagnastjórnun og umfjöllun um það nýjasta í stjórnun. Má þar nefna ferlaköfun, sjálfvirknivæðingu ferla, gervigreind og BPM.