Almennt

Nýtt: Digital marketing fjarnám

Digital marketing – fjarnám – hagnýt markaðsfræði í rafrænum heimi. Hefst 1. apríl og lýkur 10. júní. Vandað fjarnám sem byggir á fyrirlestrum á myndböndum, ítarefni, skilaverkefnum og lokaverkefni (bæði í fyrri og seinnihluta), allt unnið í samstarfi við umsjónarkennara. Þessi námsleið er hugsuð fyrir þá sem stjórna litlum og meðalstórum fyrirtækjum og þá sem starfa við sölu- og markaðsmál eða hyggjast gera það. Skólinn veitir diplóma sem byggir á frammistöðueinkunn úr náminu. Kynntu þér málið: http://www.ntv.is/…/digital-marketing-stafraen-markadssetni…

Netkennsla NTV

Metfjöldi viðurkenndra bókara frá NTV útskrifast !

Útskrift og afhending viðurkenninga frá ráðherra Atvinnuvegráðuneytisins, fór fram í Súlnasal Hótel Sögu fimmtudaginn 14. mars síðastliðinn.  Alls voru 199 einstaklingar sem skráðu sig til prófs. Af þeim 76 einstaklingum sem útskrifuðust, voru 60 konur og 16 karlar. Miðað við þær upplýsingar sem við höfum þá sýnist okkur að NTV skólinn hafi skilað hlutfallslega flestum til að ná viðurkenningu í samanburði við aðra skóla. Meðaleinkunn okkar nemenda er vel hærri en útgefið meðaltal allra sem tóku prófin, samkvæmt niðurstöðu prófanefndar. Alls voru 18 nemendur frá NTV skólanum sem náðu þessum merka áfanga.   Til að hljóta viðurkenningu þurfa einstaklingar að ná lágmarkseinkunn í þremur prófum. ...

NTV skólinn hlýtur gæðavottun EQM

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) afhenti fulltrúum Nýja tölvu- og viðskiptaskólans þann 30. ágúst, formlegt skírteini um EQM gæðavottun fræðsluaðila. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) afhenti fulltrúum Nýja tölvu- og viðskiptaskólans þann 30. ágúst, formlegt skírteini um EQM  gæðavottun fræðsluaðila. Gæðavottun EQM (European Quality Mark) staðfestir að Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn uppfyllir viðmið EQM um gæði í fræðslustarfi. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins veitir gæðavottunina og er vottunin liður í starfsemi hennar og miðar að auknum gæðum í hönnun, þróun og umsýslu náms í fullorðinsfræðslu.  Vaxandi – Ráðgjöf sá um gæðaúttektina fyrir Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Á mynd frá vinstri: Sveinn Aðalsteinsson, FA, Hildur Betty Kristjánsdóttir, FA, Eva Birgitta Eyþórsdóttir, NTV, Skúli Gunnsteinsson, NTV, Hrund...

Sumarlokun skrifstofu – en samt á vaktinni :)

Við erum í óðaönn að taka við skráningum á námskeið haustsins. Mælum með því að þú skráir þig sem fyrst ef þú vilt tryggja þér sæti.Skrifstofa okkar er lokuð fram yfir verslunarmannahelgi en við erum á vaktinni með skólapóstinn ([email protected]) og á Facebook.Skrifstofan opnar aftur 7. ágúst kl. 10:00. Ef málið er brýnt þá getur þú hringt í Skúla Gunnsteinsson skólastjóra í síma 896-4402. Njóttu sumarsins – sjáumst í haust:)

FRÉTTAFLOKKAR

Stafræn fræðsla

Sölu-, markaðs og rekstrarnám

Námsflokkur

Bókhalds- og skrifstofunám

Almennt