Almennt

Gagnameistarinn, margir mjög sáttir -nokkrar reynslusögur.

Gagnameistarinn, er nýleg námsleið hjá NTV skólanum, þar sem áherslan er á gagnagreiningu og högun og framsetningu stjórnendaupplýsinga.  Mikill  metnaður hefur verið lagður í þessa námsleið og sérfræðiteymið sem sér um kennsluna er einstakt. Mörgum hefur gengið vel að vinna með eigin gögn og gagnaumhverfi og þótt það mjög gagnlegt og verðmætt. Við höfum fengið einstaklega jákvæðar reynslusögur frá nokkrum aðilum, sem eru áhugaverðar og þú getur lesið betur um það hér. „Kom skemmtilega á óvart hvað það er auðvelt að búa til app í Power Apps og tengja við gagnasöfn og vinna úr.“  Oddur Einarsson, Bcs í vélaverkfræði, starfar...

„Kom mér á óvart hversu fljótt ég fékk vinnu“

Það eru ekki margir skólar sem bjóða upp á nám sem getur skapað starfstækifæri á 6 til 12 mánuðum. Við fengum mjög ánægjulega reynslusögu frá Eiði Geir Vilhelmssyni, sem var að klára Kerfisstjóra Diplómanámið hjá okkur og fékk vinnu hjá Opnum Kerfum töluvert áður en hann kláraði námið. „Ég hafði ekki verið í skóla í nokkur ár og var óviss hvað ég vildi þangað til að ég fann kerfisstjórnun hjá NTV. Ég valdi NTV því ég þekki fólk sem lærði þar og meðmælin voru mjög góð. Það sem kom mér á óvart var hversu skemmtilegt námið var og hversu góðir...

Skapaðu þér nýtt starfstækifæri strax

NTV skólinn býður upp á einstaklega hagnýtt og starfsmiðað nám þar sem metnaðarfullur einstaklingur getur á skömmum tíma skapað sér starfstækifæri og samkeppnisforskot á atvinnumarkaði. Kynntu þér Gagnameistarann, kerfisstjórnun, forritun, bókhald eða stafræna markaðsstjórann. Fjölbreyttnin í framboði á námi hjá NTV hefur aldrei verið meiri. Allt nám er í boði í fjarnámi og miðast við að fólk geti sinnt fullu starfi samhliða. Flestar starsfmiðaðar námsbrautir eru 12 til 18 mánuðir. Kynntu þér málið.

Sölu- markaðs- og rekstrarnámið í fjarnámi í fyrsta sinn

Sölu-, markaðs- og rekstrarnám NTV og Mímis byrjar 15. september. Þetta er ein vinsælasta námsleiðin í skólanum til margra ára. Frábær kostur fyrir þá sem hafa áhuga á að vinna við viðskipta-, sölu- og markaðsmál eða þá sem vilja stofna til eigin reksturs. Bæði í boði í staðarnámi og fjarnámi. Námið er ætlað fólki sem er 20 ára eða eldra og hefur stutta formlega skólagöngu að baki. Yfirgripsmikið nám og öll fög í náminu eru kennd frá grunni. Nánari upplýsingar má finna á: https://www.ntv.is/is/vidskipta_og_taekninam . Fyrir frekari upplýsingar hafið samband í síma 544-4500 eða sendið fyrirspurn á skoli@ntv.is

Aukanámskeið í apríl

Vegna mikillra fyrirspurna ætlum við að endurtaka tvö stór námskeið í apríl. Námskeiðin eru: Digital Marketing hefst 21. apríl og lýkur 31.maí, sjá nánar hér Verkefnastjórnun á mannamáli hefst 21.apríl og lýkur 31.maí, sjá nánar hér Síðan erum við á allra næstu dögum að fara að kynna nám og námskeið sem hefjast í haust.

Nýtt: Digital marketing fjarnám

Digital marketing – fjarnám – hagnýt markaðsfræði í rafrænum heimi. Hefst 1. apríl og lýkur 10. júní. Vandað fjarnám sem byggir á fyrirlestrum á myndböndum, ítarefni, skilaverkefnum og lokaverkefni (bæði í fyrri og seinnihluta), allt unnið í samstarfi við umsjónarkennara. Þessi námsleið er hugsuð fyrir þá sem stjórna litlum og meðalstórum fyrirtækjum og þá sem starfa við sölu- og markaðsmál eða hyggjast gera það. Skólinn veitir diplóma sem byggir á frammistöðueinkunn úr náminu. Kynntu þér málið: http://www.ntv.is/…/digital-marketing-stafraen-markadssetni…

Netkennsla NTV

Metfjöldi viðurkenndra bókara frá NTV útskrifast !

Útskrift og afhending viðurkenninga frá ráðherra Atvinnuvegráðuneytisins, fór fram í Súlnasal Hótel Sögu fimmtudaginn 14. mars síðastliðinn.  Alls voru 199 einstaklingar sem skráðu sig til prófs. Af þeim 76 einstaklingum sem útskrifuðust, voru 60 konur og 16 karlar. Miðað við þær upplýsingar sem við höfum þá sýnist okkur að NTV skólinn hafi skilað hlutfallslega flestum til að ná viðurkenningu í samanburði við aðra skóla. Meðaleinkunn okkar nemenda er vel hærri en útgefið meðaltal allra sem tóku prófin, samkvæmt niðurstöðu prófanefndar. Alls voru 18 nemendur frá NTV skólanum sem náðu þessum merka áfanga.   Til að hljóta viðurkenningu þurfa einstaklingar að ná lágmarkseinkunn í þremur prófum. ...

NTV skólinn hlýtur gæðavottun EQM

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) afhenti fulltrúum Nýja tölvu- og viðskiptaskólans þann 30. ágúst, formlegt skírteini um EQM gæðavottun fræðsluaðila. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) afhenti fulltrúum Nýja tölvu- og viðskiptaskólans þann 30. ágúst, formlegt skírteini um EQM  gæðavottun fræðsluaðila. Gæðavottun EQM (European Quality Mark) staðfestir að Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn uppfyllir viðmið EQM um gæði í fræðslustarfi. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins veitir gæðavottunina og er vottunin liður í starfsemi hennar og miðar að auknum gæðum í hönnun, þróun og umsýslu náms í fullorðinsfræðslu.  Vaxandi – Ráðgjöf sá um gæðaúttektina fyrir Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Á mynd frá vinstri: Sveinn Aðalsteinsson, FA, Hildur Betty Kristjánsdóttir, FA, Eva Birgitta Eyþórsdóttir, NTV, Skúli Gunnsteinsson, NTV, Hrund...

Sumarlokun skrifstofu – en samt á vaktinni :)

Við erum í óðaönn að taka við skráningum á námskeið haustsins. Mælum með því að þú skráir þig sem fyrst ef þú vilt tryggja þér sæti.Skrifstofa okkar er lokuð fram yfir verslunarmannahelgi en við erum á vaktinni með skólapóstinn (skoli@ntv.is) og á Facebook.Skrifstofan opnar aftur 7. ágúst kl. 10:00. Ef málið er brýnt þá getur þú hringt í Skúla Gunnsteinsson skólastjóra í síma 896-4402. Njóttu sumarsins – sjáumst í haust:)

FRÉTTAFLOKKAR

Stafræn fræðsla

Sölu-, markaðs og rekstrarnám

Námsflokkur

Bókhalds- og skrifstofunám

Almennt