Cyber Security Day – þér er boðið !
Promennt og NTV kynna frítt alþjóðlegt vefnámskeið um netöryggi á vegum Microsoft og LLPA þann 17. Október. Ráðstefnan fer fram...
Í NTV er starfandi náms – og starfsráðgjafi, sem veitir nemendum NTV stuðning í námi. Hægt er að óska eftir viðtali með því að senda póst á [email protected].
Nemendur sem óska eftir lengingu á próftíma eru beðnir um að senda póst á [email protected].
Nemandi getur óskað eftir lengingu á próftíma um 30 mínútur falli hann undir einhverjar af eftirfarandi skilgreiningum:
Þegar upp koma vandamál t.d. vegna veikinda eða breyttra aðstæðna, sem valda því að nemandi getur ekki stundað námið samkvæmt stundaskrá, leggur starfsfólk NTV sig fram við að finna lausn á málinu.
Ef nemandi eða nemendur telja á sér brotið, eða ef ágreiningur verður í skólastarfi milli nemenda þá geta þeir leitað til leiðbeinanda, námsráðgjafa eða umsjónaraðila námsleiðar/brautarstjóra, til að fá aðstoð við lausn málsins. Takist ekki að leysa málið skal því vísað til skólastjóra sem leitar frekari leiða til lausnar á málunum.
Leitast skal við að leysa ágreiningsmál á vettvangi skólans. Uni nemandi ekki úrskurði í deilumáli má vísa málinu til stjórn skólans. Lögð er áhersla á að afgreiða öll deilumál með skjótum og sem farsællegustum hætti.