Search
Close this search box.

Skrifstofuskóli NTV og Mímis

Fyrir fólk með stutta skólagöngu
VERÐ

74.000 kr.

UM NÁMIÐ

Um er að ræða almennt skrifstofu- og tölvunám sem hentar öllum sem annað hvort eru á leið út á vinnumarkaðinn, oft eftir nokkurra ára hlé, eða vilja styrkja stöðu sína í starfi. Í náminu er lögð rík áhersla á að styrkja einstaklinginn og gera hann hæfari til að takast á við krefjandi störf á vinnumarkaðinum.

Meðal kennslugreina eru bókhald, tölvubókhald, verslunarreikningur, Word-ritvinnsla, Excel-töflureiknir, gerð kynningarefnis, streitustjórnun og margt fleira. Námið samanstendur bæði af kennslu og verklegum æfingum. Allar kennslugreinar eru kenndar frá grunni og rétt er að gera ráð fyrir nokkurri heimavinnu.

Námið er haldið í samvinnu við Mími - símenntun. Fræðslusjóður atvinnulífsins niðurgreiðir námið fyrir nemendur sem ekki hafa lokið framhaldsskólamenntun (stúdentsprófi eða hliðstæðri menntun).

Kennt er eftir vottaðri námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og er námið á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Mögulega er hægt að meta námið til allt að 18 eininga á framhaldsskólastigi en það fer eftir mati þess skóla sem nemendur sækja um hve margar einingar eru samþykktar. Ekki er tryggt að námsmaður geti nýtt allar einingar til styttingar á námi í framhaldsskóla. Það fer eftir tegund náms og námsferli viðkomandi námsmanns.
Tilgangur námsins er að efla þekkingu og auka hæfni þeirra sem sinna eða hafa hug á að sinna almennum skrifstofustörfum. Markhópur námsins eru einstaklingar með stutta skólagöngu að baki. Einnig er þetta frábært tækifæri fyrir alla sem hafa áhuga á að efla starfshæfni sína sem og fyrir þá sem búa við skerta möguleika til náms eða atvinnuþátttöku.
Að loknu námi á nemandi að hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    Helstu aðgerðum almennra tölvuforrita s.s. Word, Excel, PowerPoint

    Lykilþáttum almennra skrifstofustarfa með áherslu á þjónustu og bókhald

    Lykilþáttum í samskiptum og þjónustu

    Eigin hæfni og geti lýst henni í góðri ferilskrá

    Helstu þáttum verslunarreiknings

    Grunnaðgerðum í Excel töflureikni

    Grunnþekkingu í dagbókarfærslum og gerð efnahags - og rekstrarreiknings

    Algengustu reglum um virðisaukaskatt ásamt útreikningi

    Notkun tölvubókhaldsforrits, merkingu fylgiskjala

    Skráningum og afstemmingum bankayfirlits

    Notkun bókhaldsforrita


    Námið byggir á kennslu og verklegum æfingum. Nemendur fá mikið af hagnýtum verkefnum.

    Áhersla er lögð á verkefnavinnu nemenda og er hvatt til heimavinnu. Æfing og endurtekning eru mikilvægir þættir í öllu námi og því er mikilvægi heimanáms mikið. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð nemenda undir handleiðslu kennara.
    Ganga þarf frá greiðslu áður en námskeið hefst.
    Við bjóðum upp á eftirfarandi greiðslumöguleika:

    1. Innlegg í heimabanka NTV: 0545 – 26 – 44. Kt: 681096-2729

    2. Fá kröfu í heimabanka einstaklings eða fyrirtækis til að greiða þar. Sendið beiðni á [email protected]

    3. VISA eða MasterCard lán (raðgreiðslur) til allt að 36 mánaða

    4. Netgíró https://www.netgiro.is/. Hámarksfjárhæð er 1.000.000 kr. til allt að 24 mánaða

    5. Pei.is http://pei.is/ Hámarksfjárhæð er 2.000.000 kr. til allt að 48 mánaða

    Kynntu þér vel mögulega styrki, reglur um endurgreiðslu ofl hér

    SKRÁNING

    Skrifstofuskóli NTV og Mímis – Kvöldnám

    Hefst: 19. Feb '25
    Lýkur: 4. Jun '25
    Kennsla fer fram á mánudögum og miðvikudögum. Kennt er frá klukkan 18.00-21.30 auk þess sem nemendur vinna heima.

    Verð: 74.000 kr.

    Skrifstofuskóli NTV og Mímis – Morgunnám

    Hefst: 19. Feb '25
    Lýkur: 4. Jun '25
    Kennsla fer fram á mánudögum og miðvikudögum. Kennt er frá klukkan 8.30-12.00 auk þess sem nemendur vinna heima.

    Verð: 74.000 kr.

    Skrifstofuskóli NTV og Mímis – Fjarnám

    Hefst: 19. Feb '25
    Lýkur: 4. Jun '25
    Kennsla fer fram í gegnum nemendaumhverfi skólans. Nemendur vinna efnið á þeim tíma sem þeim hentar en kennari setur upp fyrirfram gefnar dagsetningar fyrir verkefnaskil og prófdaga.

    Verð: 74.000 kr.