Search
Close this search box.

Greiðslumáti – einstaklingar

Ganga þarf frá greiðslu í síðasta lagi 21. degi fyrir upphaf námskeiðs.

Við bjóðum upp á eftirfarandi greiðslumöguleika:

1. Innlegg í heimabanka NTV: 0545 – 26 – 44. Kt: 681096-2729.

2. Fá kröfu í heimabanka einstaklings eða fyrirtækis til að greiða þar. Sendið beiðni á [email protected]

3. VISA eða MasterCard lán (raðgreiðslur) til allt að 36 mánaða. Greiðslur í gegnum netið fara í gegnum greiðslugátt Saltpay, einnig er hægt að ganga frá greiðslum í gegnum skrifstofu skólans.

4. Netgíró https://www.netgiro.is/. Hámarksfjárhæð er 1.000.000 kr. til allt að 24 mánaða. Greiðslur í gegnum netið fara í gegnum greiðslugátt Netgíró, einnig er hægt að ganga frá greiðslum í gegnum skrifstofu skólans.

5. Pei.is http://pei.is/ Hámarksfjárhæð er 2.000.000 kr. til allt að 48 mánaða. Greiðslur í gegnum netið fara í gegnum greiðslugátt Netgíró, einnig er hægt að ganga frá greiðslum í gegnum skrifstofu skólans.

Staðfestingargjald ef námskeið er ekki greitt að fullu.

Mælst er til þess að greitt sé 10% staðfestingargjald við skráningu. Þeir sem greiða staðfestingargjaldið tryggja sér forgang ef námskeið fyllist. Staðfestingargjaldið er óafturkræft.

Afsláttur af lengri námskeiðum og námsbrautum á eingöngu við þegar nám er staðgreitt þ.e. greitt með peningum,  kortum/ kortasamningum.

Forföll

Námsgjöld eru innheimt að fullu sé ekki tilkynnt um forföll með að lágmarki 48 klukkustunda fyrirvara áður en nám hefst.

Athygli er vakin á að nemandi sem hættir í skólanum eftir að nám er hafið hefur hvorki rétt til endurgreiðslu á námskeiðsgjaldi né staðfestingargjaldi.

Tilkynning um forföll þarf að berast á [email protected]

Persónuvernd

NTV skólinn starfar í samræmi við lög um persónuvernd. Persónuupplýsingar sem skráðar eru í NTV skólanum hafa þjónustulegan tilgang í lagalegum skilningi. Allar persónuupplýsingar sem skólinn NTV skólinn varðveitum um nemanda koma frá honum sjálfum að undanskildu því er lítur að námsmati viðkomandi. Persónuupplýsingar sem varða nemendur eru til þess gerðar að veita nemendum þá þjónustu er þeir hafa rétt á.

Starfsmenn eru bundnir þagnaskyldu og bera skildu til að fara með persónuupplýsingar samkvæmt lögum.

NTV skólinn miðlar ekki persónuupplýsingum til óviðkomandi þriðja aðila. Upplýsingar fara ekki til þriðja aðila nema að fyrirfram samþykki þín sem nemanda.  Undantekning er þó ef skólanum verði skylt að gera það samkvæmt lögum.

Upplýsingar um seljanda:  Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn ehf., kt. 681096-2729