Search
Close this search box.

NTV skólinn hlýtur gæðavottun EQM

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) afhenti fulltrúum Nýja tölvu- og viðskiptaskólans þann 30. ágúst, formlegt skírteini um EQM gæðavottun fræðsluaðila.

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) afhenti fulltrúum Nýja tölvu- og viðskiptaskólans þann 30. ágúst, formlegt skírteini um EQM  gæðavottun fræðsluaðila. Gæðavottun EQM (European Quality Mark) staðfestir að Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn uppfyllir viðmið EQM um gæði í fræðslustarfi.

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins veitir gæðavottunina og er vottunin liður í starfsemi hennar og miðar að auknum gæðum í hönnun, þróun og umsýslu náms í fullorðinsfræðslu.  Vaxandi – Ráðgjöf sá um gæðaúttektina fyrir Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.

Á mynd frá vinstri: Sveinn Aðalsteinsson, FA, Hildur Betty Kristjánsdóttir, FA, Eva Birgitta Eyþórsdóttir, NTV, Skúli Gunnsteinsson, NTV, Hrund Magnúsdóttir, NTV