Viðurkenndur bókari námsbraut

3 annir
VERÐ

978.000 kr.

UM NÁMIÐ

Öflugt þriggja anna nám þar sem nemendum er kennt bókhald frá a til ö ásamt þeim þáttum sem þarf til að geta tekið próf og öðlast vottun sem viðurkenndur bókari. Brautin samanstendur af Bókhald grunnur, Bókaranámi framhald og Að viðurkenndum bókara
Námið er ætlað þeim sem vilja öðlast djúpan skilning á sviði bókhalds. Lögð er áhersla á að nemendur auki færni og þekkingu á lagalegum sviðum bókhalds.
    Námið er í boði í staðarnámi, fjarnámi og fyrstu tvær annirnar eru einnig í boði í fjarnámi í Frelsi.
    Staðarnám: Kennt í fullbúinni kennslu-/tölvustofu. Ef viðkomandi námslína er í boði í fjarnámi, þá hafa staðarnemendur aðgengi að fjarnámsefninu líka, sem er ekki síður mikilvægt ef þú missir úr kennsludag.

    Fjarnám: Tímarammi afmarkaður(upphaf og endir) eins og í staðarnáminu og sami hraði á námsyfirferð. Þú hefur frelsi innan dagsins og hvaða daga vikunnar þú sinnir náminu. Það eru skilgreindir skiladagar skv. námsáætlun(prófdagar ef við á). Þú ert hluti af hópi sem fylgist að ásamt leiðbeinenda/-um inn á nemendasvæði og ert með einkasvæði milli þín og kennara. Allt kennsluefni er rafrænt en kemur inn jafnóðum skv. námsáætlun. Ef það eru fundir og/eða streymi úr kennslu þá er það allt aðgengilegt á upptökum ef þú tekur ekki þátt í þeim.

    Fjarnám í frelsi – er þannig að þá getur þú byrjað strax! Þú getur skráð þig, greitt og byrjað samstundis. Þú færð mun meiri tíma til að klára námið, 6 mánuði, en á sama tíma líka styttri tíma ef það hentar. Þú ert einstaklingur á þínum hraða, en ekki hluti af hóp. Fjarnám í frelsi, (Bókhald grunnur og Bókaranám framhald) er hugsað fyrir þá sem geta unnið sjálfstætt og þurfa ekki daglega aðstoð. Þú hefur val hvenær þú skilar verkefnum og hvenær þú tekur próf. Námið veitir sama útskriftarskírteini (Diplóma) og hefðbundna námið ef þú klára öll Verkefni/próf. Þjónustumarkmið skólans er að þátttakendur fái endurgjöf ekki síðar en inna 7 virkra daga. Endurgjöf á stór skilaverkefni (próf þegar það á við) getur tekið lengri tíma, en þá fá þátttakendur upplýsingar um það. Rauðir dagar telja ekki með, lokað er fyrir slíka endurgjöf yfir jól og páska og yfir miðsumar (1.júlí til 5.ágúst).

Allar upplýsingar um brautina eru inni á námslýsingum fyrir hvern námshluta. Sbr. Bókhald grunnur, Bókaranámi framhald og Að viðurkenndum bókara
Ganga þarf frá greiðslu áður en námskeið hefst.
Við bjóðum upp á eftirfarandi greiðslumöguleika:

1. Innlegg í heimabanka NTV: 0545 – 26 – 44. Kt: 681096-2729

2. Fá kröfu í heimabanka einstaklings eða fyrirtækis til að greiða þar. Sendið beiðni á [email protected]

3. VISA eða MasterCard lán (raðgreiðslur) til allt að 36 mánaða

4. Netgíró https://www.netgiro.is/. Hámarksfjárhæð er 1.000.000 kr. til allt að 24 mánaða

5. Pei.is http://pei.is/ Hámarksfjárhæð er 2.000.000 kr. til allt að 48 mánaða

Kynntu þér vel mögulega styrki, reglur um endurgreiðslu ofl hér

SKRÁNING

Viðurkenndur bókari námsbraut – Fjarnám

Hefst: 16. Sep '25
Lýkur: 10. Dec '26
Frjálst hvenær dagsins, eða hvað daga vikunnar þú vinnur í náminu en yfirferð er miðuð við setta prófdaga á haustönn.

Verð: 978.000 kr.

Viðurkenndur bókari námsbraut – Kvöldnám

Hefst: 15. Sep '25
Lýkur: 10. Dec '26
Kennsla fer fram frá klukkan 18.00-21.30. Grunnnámið er kennt á mánudögum. Bókaranám framhald á þriðjudögum og þriðja önnin er kennd í helgarlotum.

Verð: 978.000 kr.

Viðurkenndur bókari námsbraut – Morgunnám

Hefst: 15. Sep '25
Lýkur: 5. Dec '26
Kennsla fer fram frá klukkan 8.30-12.00. Grunnnámið er kennt á mánudögum. Bókaranám framhald á þriðjudögum og þriðja önnin er kennd í helgarlotum.

Verð: 978.000 kr.