Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval námsleiða sem eru lagaðar að ólíkum þörfum nemenda. Í boði er staðarnám í kennslustofum skólans, hefðbundið fjarnám, fjarnám í frelsi með sveigjanlegum tímaramma, auk Fræðsluskýs þar sem kennsluefni er án leiðbeinanda. Markmiðið er að hver og einn geti valið það námsform sem hentar best aðstæðum sínum og lífsstíl.
Sjá nánar: Námsform í boði
Staðnám er kennt í fullbúinni kennslu-/tölvustofu innan skólans. Ef viðkomandi námslína er einnig í boði í fjarnámi, þá hafa staðarnemendur aðgengi að fjarnámsefninu, sem er ekki síður mikilvægt ef þú missir úr kennsludag.
Sjá nánar: Námsform í boði
Tímarammi er afmarkaður (upphaf og endir). Nemandi hefur frelsi innan dagsins og hvaða daga vikunnar hann sinnir náminu. Það eru skilgreindir skiladagar skv. námsáætlun(prófdagar ef við á). Nemandi er hluti af hópi.
Sjá nánar: Námsform í boði
Skráðu þig, greiddu og byrjaðu námið. Í sjálfsnámi ert þú námsmaður á eigin vegum án aðstoðar kennara. Ekki er veitt viðurkenning í lok náms.
Sjá nánar: Námsform í boði