Search
Close this search box.

Tollskýrslugerð

Grunnur
VERÐ

119.000 kr.

UM NÁMIÐ

Mjög hagnýtt námskeið um helstu reglur er varða inn- og útflutning, tollskýrslugerð, innflutningstakmarkanir og undanþágur. Farið er yfir fylgiskjöl með vörusendingum og hvaða tilgangi þau þjóna við innflutning og gerð tollskýrslna. Farið er m.a. yfir myndun tollverðs og útreikning aðflutningsgjalda. Kynntir eru fríverslunarsamningar og notkun tollskrárinnar.
Þátttakendur á þessu námskeiði þurfa að hafa góða almenna tölvukunnáttu.
    Staðnám eða Fjarkennsla í beinni - þitt er valið!
    Þetta námskeið er kennt hjá okkur í Skeifunni 11 (hjá Promennt) en athugið að einnig er hægt að taka þátt í Fjarkennslu í beinni útsendingu. Það þýðir einfaldlega að þú getur tekið þátt í kennslustundinni algjörlega óháð staðsetningu. Hvort sem þú býrð á höfuðborgarsvæðinu og hefur ekki tök á að mæta í kennslustofuna, úti á landi eða erlendis, það skiptir ekki máli.

    Við viljum vekja sérstaklega athygli á að hægt er að stunda bæði staðnám og fjarnám á sama námskeiðinu, þ.e. mæta stundum á staðinn og stundum vera á línunni, allt eftir því hvað hentar hverjum nemanda.

Markmið námskeiðsins eru að nemendur: kynnist helstu reglum varðandi tollskýrslugerð. þekki fylgiskjöl með vörusendingum og hvaða tilgangi þau þjóna. geti gert tollskýrslur og reiknað út aðflutningsgjöld. öðlist grunnskilning á fríverslunarsamningum og gildi þeirra. öðlist grunnskilning á hvernig nota eigi tollskránna til að tollflokka vöru.
    Kynnist helstu reglum varðandi tollskýrslugerð.

    Þekki fylgiskjöl með vörusendingum og hvaða tilgangi þau þjóna.

    Geti gert tollskýrslur og reiknað út aðflutningsgjöld.

    Öðlist grunnskilning á fríverslunarsamningum og gildi þeirra.

    Öðlist grunnskilning á hvernig nota eigi tollskránna til að tollflokka vöru.

Kennsla byggir á fyrirlestrum og verklegum æfingum og fá þátttakendur hagnýt verkefni í tengslum við innihald náms. Áhersla er lögð á sjálfstæða vinnu þátttakenda undir stjórn kennara. Nemendur kynnast gerð rafrænnar innflutningsskýrslu og tengsl innkaupakerfis við tollskýrslugerðina. Gerð eru raunhæf verkefni.

Lög og reglugerðir, vefsíða skattsins, fyrirlestrar, glærur og efni frá kennara.

Þátttakendur á þessu námskeiði þurfa að hafa góða almenna tölvukunnáttu.

Sjá námsþættir
    Feril vörusendingar og fylgiskjöl

      Afhendingarskilmála

        Helstu reglur varðandi innflutning

          Tollflokkun vöru

            Fríverslunarsamningar og gildi þeirra

              Útfyllingu innflutningsskýrslu bæði á pappír og rafrænt

                Útreikning á tollverði og aðflutningsgjöldum með verkefnum.

                  Hvernig innflutningsskýrsla er útbúin þegar leiðrétta þarf þegar tollafgreidda innflutningsskýrslu.

                    Leyfi og bönn kynnt.

                      Sýnd dæmi um EUR – tollmeðferð.

                        Farið er í gegnum útfyllingu útflutningsskýrslu, þ.e. hvað á að skrá í hvern reit og helstu atriði er snúa að útflutningi.

                        Ekki eru lögð fyrir formleg próf en mikil áhersla er lögð á að leiðbeinandi og þátttakendur fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist til að ýta undir stöðugar framfarir.
                        Ganga þarf frá greiðslu áður en námskeið hefst.
                        Við bjóðum upp á eftirfarandi greiðslumöguleika:

                        1. Innlegg í heimabanka NTV: 0545 – 26 – 44. Kt: 681096-2729

                        2. Fá kröfu í heimabanka einstaklings eða fyrirtækis til að greiða þar. Sendið beiðni á [email protected]

                        3. VISA eða MasterCard lán (raðgreiðslur) til allt að 36 mánaða

                        4. Netgíró https://www.netgiro.is/. Hámarksfjárhæð er 1.000.000 kr. til allt að 24 mánaða

                        5. Pei.is http://pei.is/ Hámarksfjárhæð er 2.000.000 kr. til allt að 48 mánaða

                        Kynntu þér vel mögulega styrki, reglur um endurgreiðslu ofl hér

                        SKRÁNING

                        Tollskýrslugerð – Fjarnám

                        Hefst: 24. Oct '24
                        Lýkur: 14. Nov '24
                        Kennt á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 08:30-12:00

                        Verð: 119.000 kr.

                        Tollskýrslugerð – Morgunnám

                        Hefst: 24. Oct '24
                        Lýkur: 14. Nov '24
                        Kennt þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 8:30 – 12:00, alls sjö skipti.

                        Verð: 119.000 kr.