Rekstrar- og frumkvöðlanám – Frá hugmynd til framkvæmdar

Fyrir fólk með stutta skólagöngu
VERÐ

55.000 kr.

UM NÁMIÐ

Námsleiðin er hönnuð fyrir fullorðna einstaklinga sem vilja þróa viðskiptahugmyndir, stofna eigið fyrirtæki eða efla sig í rekstri. Markmiðið er að veita nemendum hagnýta þekkingu og færni til að fara með hugmynd alla leið í framkvæmd.Námið er ætlað fólki sem er 20 ára eða eldra og hefur stutta formlega skólagöngu að baki. Þessi námsleið er kennd í samstarfi við Mími símenntun og er niðurgreidd af Fræðslusjóði atvinnulífsins.

Gert er ráð fyrir að nemendur hafi grunn tölvufærni ásamt grunnfærni í excel.

Hefst 17 febrúar 2026. Skráning stendur yfir.
Rekstrar – og frumkvöðlanám – frá hugmynd til framkvæmdar NTV og Mímis-símenntunar hentar sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að stofna til eigin reksturs, að efla sig í rekstri og/eða að þróa viðskiptahugmynd alla leið í framkvæmd.
Eftir námið hefur nemandinn öðlast nægjanlega innsýn og færni í viðskipta-, sölu- og markaðsmálum til að undirbúa eigin rekstur eða til að starfa sem sölu- og markaðsfulltrúi stærri fyrirtækja.
Helstu námsþættir:

FrumkvöðlafræðiMarkaðsrannsóknir
Excel við áætlanagerð
Lykiltölur og lausafé
Verkefnastjórnun
Samningatækni
Gerð viðskiptaáætlunar / lokaverkefni
Námsmat í námsleiðinni Rekstrar- og frumkvöðlanám – frá hugmynd til framkvæmdar er hannað til að styðja við raunverulega færni og framfarir hvers og eins. Lögð er áhersla á hagnýta verkefnavinnu, leiðsagnarmat og reglulega endurgjöf frá kennurum.

Lokaverkefni staðfestir heildarárangur námsins og styður við faglega þróun. Í lok náms fá nemendur viðurkenningarskjal
ATH: Mikilvæg ábending fyrir fjarnemendur sem vinna í Mac umhverfi. Námsefni skólans miðast við PC umhverfi í allri Excel kennslu. Það er munur á einstökum aðgerðum á milli Mac og PC, þó hann fari minnkandi. Sá munur liggur aðallega í flýtiaðgerðum á lyklaborðinu. Nemendur í Mac umhverfi verða sjálfir að setja sig inn í þær aðgerðir. Það er í boði fjöldinn allur af hjálparsíðum á netinu sem útskýra þetta sérstaklega.
Ganga þarf frá greiðslu áður en námskeið hefst.
Við bjóðum upp á eftirfarandi greiðslumöguleika:

1. Innlegg í heimabanka NTV: 0545 – 26 – 44. Kt: 681096-2729

2. Fá kröfu í heimabanka einstaklings eða fyrirtækis til að greiða þar. Sendið beiðni á [email protected]

3. VISA eða MasterCard lán (raðgreiðslur) til allt að 36 mánaða

4. Netgíró https://www.netgiro.is/. Hámarksfjárhæð er 1.000.000 kr. til allt að 24 mánaða

5. Pei.is http://pei.is/ Hámarksfjárhæð er 2.000.000 kr. til allt að 48 mánaða

Kynntu þér vel mögulega styrki, reglur um endurgreiðslu ofl hér

SKRÁNING

Rekstrar- og frumkvöðlanám – Frá hugmynd til framkvæmdar – Fjarnám

Hefst: 17. Feb '26
Lýkur: 28. Apr '26
Farið eftir skipulegri námsáætlunum með skilgreindum skiladögum verkefna og/eða prófa. Frjálst hvenær dagsins, eða hvað daga vikunnar þú vinnur í náminu. Sumarfrí er frá miðjum júní fram í miðjan ágúst.

Verð: 55.000 kr.

Rekstrar- og frumkvöðlanám – Frá hugmynd til framkvæmdar – Kvöldnám

Hefst: 17. Feb '26
Lýkur: 28. Apr '26
Kennsludagar: þriðjudagar og fimmtudagar kl. 18:00-21:30, auk þess sem nemendur vinna verkefni heima. Jólafrí er frá miðjum desember fram fram í miðjan janúar.

Verð: 55.000 kr.