Search
Close this search box.

Grunnur að netkerfum

VERÐ

295.000 kr.

UM NÁMIÐ

Þetta fjölbreytta námskeið er fyrir almenna kerfisstjóra sem vilja skilja netkerfi eða undirbúningur fyrir alla þá sem vilja starfa við netkerfi. Nemendur öðlast víðtækan skilning á netkerfum og verða færir um að leysa vandamál sem að þeim snúa. Eftir námskeiðið eiga nemendur að skilja virkni netbúnaðar. Nemendur eiga auk þess að vera færir um að verða sér úti um frekari þekkingu upp á eigin spýtur. Námskeiðið er hannað sem undirbúningur fyrir próf sem nemendur geta tekið til að hljóta alþjóðlega CompTIA Network+ og CCNA vottun. Námið byggir á fræðilegri kennslu í formi fyrirlestra og heimalesturs og einnig á verkefnum, t.d. verklegum æfingum í hermum. Farið er yfir öryggismál, bæði sem snúa að netkerfum og almennt í tölvukerfum. Nemendum eru kennd vönduð vinnubrögð. Nemendur læra að þekkja algengar hættur í tölvukerfum, t.d. vegna tölvuárása. Stuðst er við kennslubækur á ensku. Hjá skólanum kenna sérfræðingar sem á sama tíma eru að starfa á fullu í framsæknum íslenskum fyrirtækjum og er því öll þekking, kennsla og verkefni í miklum tengslum við það sem er að gerast í atvinnulífinu á hverjum tíma.
Markmið Markmiðið er að nemendur skilji tölvusamskipti yfir net og öðlist góðan skilning á samskiptum netbúnaðar (t.d. milli leiðarstjóra, e. routers). Nemendur sem ljúka námskeiðinu og standa sig með prýði eru færir um að greina mörg vandamál í netkerfum fyrirtækja og geta leyst úr einföldum atriðum sem upp geta komið flóknari málum áfram til sérfræðings. Nemendur eiga að geta aflað sér frekari þekkingar í faginu upp á eigin spýtur.
    Eftir námskeiðið eiga nemendur að:

    Hafa þekkingu á mismunandi netbúnaði og skilja tilgang hvers tækis.

    Geta skilið og búið til teikningar fyrir mismunandi netkerfi og á mismunandi lögum (e. layers).

    Þekkja helstu öryggishættur og vita hvernig á að verjast þeim.

    Hafa góða þekkingu á hvernig algengustu netkerfi virka og geta leyst úr einföldum vandamálum tengdum þeim.

    Þekkja ýmis tól til að prófa og búa til netkapla.

    Kannast við tól á borð við DNS og DHCP og geta útskýrt muninn á ýmsum þáttum þeirra tóla.

Í hverjum kennslutíma er fyrirlestur ásamt skriflegum æfingum. Mikill metnaður er lagður upp úr verklegum æfingum með netbúnað og að nemendur geti stillt netbúnað fyrir mismunandi uppsetningar. Meðal annars munu nemendur rýna (e. sniff) tölvusamskipti og nota herma.
Kennsluaðferðir Í hverjum kennslutíma er fyrirlestur ásamt skriflegum æfingum. Mikill metnaður er lagður upp úr verklegum æfingum með netbúnað og að nemendur geti stillt netbúnað fyrir mismunandi uppsetningar. Meðal annars munu nemendur rýna (e. sniff) tölvusamskipti og nota herma. Heimalærdómur Gert er ráð fyrir að nemendur lesi kennslubækur. Fyrir hverja Alla sem hafa áhuga á samskiptum tölva. Auk þess hentar námskeiðið vel þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í faginu og hafa áhuga á að vinna við netkerfi eða verða kerfisstjórar. Inntökuskilyrði Aðeins gert ráð fyrir að nemendur hafi almenna tölvufærni en mikill kostur er að hafa dýpri þekkingu á tölvubúnaði og er mælt með að nemendur fari á námskeiðið Tölvuviðgerðir fyrst.
Ganga þarf frá greiðslu áður en námskeið hefst.
Við bjóðum upp á eftirfarandi greiðslumöguleika:

1. Innlegg í heimabanka NTV: 0545 – 26 – 44. Kt: 681096-2729

2. Fá kröfu í heimabanka einstaklings eða fyrirtækis til að greiða þar. Sendið beiðni á [email protected]

3. VISA eða MasterCard lán (raðgreiðslur) til allt að 36 mánaða

4. Netgíró https://www.netgiro.is/. Hámarksfjárhæð er 1.000.000 kr. til allt að 24 mánaða

5. Pei.is http://pei.is/ Hámarksfjárhæð er 2.000.000 kr. til allt að 48 mánaða

Kynntu þér vel mögulega styrki, reglur um endurgreiðslu ofl hér

SKRÁNING

Grunnur að netkerfum – Fjarnám

Hefst: 26. Feb '25
Lýkur: 15. Mar '25
Farið eftir skipulegri námsáætlunum með skilgreindum skiladögum verkefna og/eða prófa. Frjálst hvenær dagsins, eða hvað daga vikunnar þú vinnur í náminu.

Verð: 295.000 kr.

Grunnur að netkerfum – Kvöldnám

Hefst: 26. Feb '25
Lýkur: 15. Mar '25
Kennt á mánudögur og miðvikudögum frá 17:30-21:00 og annan hvern laugardag frá 09:00-12:30

Verð: 295.000 kr.