Lean Six Sigma

VERÐ

65.000 kr.160.000 kr.

LEIÐBEINENDUR

UM NÁMIÐ

ANSA ehf. býður í fyrsta sinn á Íslandi upp á vottun í hvíta, gula og græna beltinu í Lean Six Sigma. Lean Six Sigma (LSS) aðferðin er áhrifaríkasta leiðin í stjórnun til að umbreyta verklagi og ná framúrskarandi árangri með faglegum hætti. LSS er árangursdrifin aðferð sem byggir á úrvinnslu upplýsinga og gagna til að vinna skipulega að úrlausn á vandamálum í starfseminni til að ná bættum rekstrarárangri. LSS er aðlöguð að íslenskum aðstæðum og umhverfi fyrirtækja og stofnana hérlendis og er efnið á íslensku.

Byggðu upp kunnáttu og hæfni þína sem umbótaleiðtogi í að greina og leysa vandamál með vottun í Lean Six Sigma frá ANSA. Þú styrkir stöðu þína á vinnumarkaðinum sem umbótaleiðtogi hvort heldur sem er innan fyrirtækisins eða í leit af öðrum áskorunum úti á markaðinum.

Þessari sannreyndu aðferð er beitt af fyrirtækjum í flestum geirum, ríkisstofnunum og sveitarfélögum, um heim allan með frábærum árangri. Þess má geta að yfir helmingur af Fortune 500 fyrirtækjunum beita LSS til að sífellt bæta skilvirkni í starfseminni og viðhalda forskoti sínu á keppinautana.

Boðið er upp á praktískt vefnámskeið þar sem hver og einn getur lært efnið þegar hentar og lýkur síðan námskeiðinu með því að ná hæfnisprófi úr efninu til að hljóta vottun í hverju belti. Ljúka verður prófi í hvíta beltinu til að hefja námskeið í gula og svo framvegis. Í hvíta og gula beltinu hefur nemandi þrjá mánuði til að ljúka við efnið og verður að ná einkunn 7 eða hærra til að fá vottunina. Það má taka prófið þrisvar sinnum.

Námstími í græna beltinu er rýmri, eða fimm mánuðir, þar sem nemandinn mun vinna umbótaverkefni af vinnustaðnum með ákveðnum árangri/niðurstöðum auk þess að þreyta lokapróf eins og í hinum beltunum. ANSA Lean Six Sigma námskeiðið er í samstarfi við NTV skólann. Unnið er með praktísk dæmi og sniðmát til að leysa úr vandamálum. Nemendur fá sniðmátin til sín í námskeiðinu og geta notað strax á vinnustaðnum að námskeiði loknu.
Námskeiðið höfðar til og mun nýtast stjórnendum, sérfræðingum og starfsmönnum í fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum sem vinna að framþróun og umbótum í verklagi á vinnustaðnum. LSS vottun mun nýtast starfsfólki í gæðastjórnun og þjónustu mjög vel. Þá er mikill ávinningur fyrir t.d. verkefnastjóra að stækka verkfærakistuna með LSS vottun til að bæta kunnáttu í ferlarýni og hönnun sem skilar sér í bættum árangri í að reka verkefni með farsælum hætti. LSS á við og er notað í öllum atvinnugreinum til að bæta skilvirkni og skila framúrskarandi gæðum.

• Sérfræðinga/stjórnendur sem vinna að umbótum í starfseminni

• Gæðastjóra

• Þjónustustjóra, rekstrarstjóra

• Vörustjóra

• Verkefnastjóra

• Stjórnendur / sérfræðinga í breytingastjórnun

• Sérfræðinga /stjórnendur í vöru- og viðskiptaþróun

    Sjálfsnám
    Nemendur fá aðgang að námskeiðinu strax eftir greiðslu.

    Nemendur taka ávallt beltin í réttri röð, hvíta beltið, gula og loks það græna. Ekki er hægt að fara beint í gula eða græna beltið þó að viðkomandi hafi tekið LSS námskeið annarsstaðar. Þetta tryggir rétta uppbyggingu á efninu og takt í að ná utan um efnið og beita því með réttum og áhrifaríkum hætti á vinnustaðnum.

Markmiðið er að þátttakendur fái haldgóða yfirsýn yfir:
    Tilgang, markmið og ávinning með því að beita aðferðum LSS við úrlausn vandamála.

    Yfirskrift LSS vottana er Sjáðu tækifærin til umbóta og er þar verið að vísa til þess að sem flestir starfsmenn seti upp LSS gleraugun og sjái verklagið með öðrum og dýpri hætti en áður; ekki síst tækifærin í að breyta og bæta verklagið.

    Með LSS vottun munu nemendur snúa aftur á vinnustaðinn með sannreynda og praktíska kunnáttu í að vinna að greiningum og vinna að farsælum umbótum til að bæta samskipti og samræmi í verklaginu milli deilda og sviða og ekki síst stórbæta þjónustu við viðskiptvini.

Nemendur taka ávallt beltin í réttri röð, hvíta beltið, gula og loks það græna. Ekki er hægt að fara beint í gula eða græna beltið þó að viðkomandi hafi tekið LSS námskeið annarsstaðar. Þetta tryggir rétta uppbyggingu á efninu og takt í að ná utan um efnið og beita því með réttum og áhrifaríkum hætti á vinnustaðnum.
    Kaflar í hvíta beltinu eru:
    1. Inngangur, LSS belti og ávinningur 2. Virðissköpun og kostnaður við slæm gæði 3. Bakgrunnur og grunnþættir í Lean 4. Bakgrunnur og grunnþættir í Six Sigma 5. Kaizen og PDCA í umbótaverkefnum

    Kaflar í gula beltinu:
    1. Nánar að grunnþáttum Lean og Six Sigma 2. DEFINE – Skilgreina og ná utan um verkefnið 3. MEASURE – Magnmæla vandamálið og ferlaskráning 4. ANALYZE – Auðkenna rót vandans 5. IMPROVE – Innleiða og sannreyna lausnir 6. CONTROL – Viðhald árangrinum

    Kaflar í græna beltinu:
    1. Stjórnun umbótaverkefna – byggt ofan á efni úr gula beltinu 2. Val á umbótaverkefni af vinnustaðnum 3. Skilgreining á verkefni 4. Úrvinnsla verkefnis skv. DMAIC aðferðinni 5. Kynning á niðurstöðum, áskorunum og ávinningi 6. Samantekt, lærdómur og lok verkefnis

Nemandi sem nær prófi með 7 í einkunn eða hærra í hvíta og gula beltinu. Það þarf einnig að ná ákveðnum niðurstöðum í verkefni af vinnustaðnum í græna beltinu ásamt því að ná 7 eða hærra á prófinu. Nemandi fær viðurkenningar skírteini um lok námskeiðs og vottun í hverju belti.
Nemendur geta haft samband við NTV Promennt ef það eru spurningar eða eitthvað er óljóst. Innifalið í námskeiði er fjöldi sniðmáta og upplýsinga sem þátttakendur fá sent til sín og geta notað í starfinu sínu eftir námskeiðið.
Ganga þarf frá greiðslu áður en námskeið hefst.
Við bjóðum upp á eftirfarandi greiðslumöguleika:

1. Innlegg í heimabanka NTV: 0545 – 26 – 44. Kt: 681096-2729

2. Fá kröfu í heimabanka einstaklings eða fyrirtækis til að greiða þar. Sendið beiðni á [email protected]

3. VISA eða MasterCard lán (raðgreiðslur) til allt að 36 mánaða

4. Netgíró https://www.netgiro.is/. Hámarksfjárhæð er 1.000.000 kr. til allt að 24 mánaða

5. Pei.is http://pei.is/ Hámarksfjárhæð er 2.000.000 kr. til allt að 48 mánaða

Kynntu þér vel mögulega styrki, reglur um endurgreiðslu ofl hér

SKRÁNING

Lean Six Sigma – Sjálfsnám

Gula beltið
Annað beltið í átt að Lean Six Sigma vottun. Aðeins í boði fyrir þá sem hafa lokið við hvíta beltið.

Verð: 160.000 kr.

Lean Six Sigma – Sjálfsnám

Hvíta beltið
Hvíta beltið er fyrsta beltið af 4 í átt að Lean Six Sigma vottun.

Verð: 65.000 kr.