Search
Close this search box.

Forritunarbraut

Diplómanám
VERÐ

1.285.000 kr.

UM NÁMIÐ

Þetta er yfirgripsmikið forritunarnám sem spannar þrjár heilar annir þar sem kenndir eru allir helstu færniþætti sem forritarar þurfa kunna til að starfa við hugbúnaðarsmíði. Námsefnið og verkefnin er unnin í samstarfi við íslensk hugbúnaðarhús og kennararnir starfa allir í fullri vinnu við forritun hjá framsæknum fyrirtækjum. Námið er því sérlega miðað að allri þróun og áherslum markaðarins á hverjum tíma.

Á fyrstu önn læra nemendur grundvallaratriði í forritun og fræðast um smíði snjallsímaforrita með Flutter sem er ný tækni frá Google. Auk þess fá nemendur þjálfun í viðmótshönnun og notendaupplifun. Fyrstu önninni lýkur svo með lokaverkefni.

Á annarri önn læra nemendur að hanna skýjalausnir og bæta við þekkingu fyrri annar. Nemendur læra að forrita kerfi sem eru með viðmót í vafra og eru þ.a.l. ekki bundin við ákveðin stýrikerfi og henta m.a. fyrir snjalltæki. Þetta er vinsælasta leiðin fyrir nýjar hugbúnaðarlausnir. Önninni lýkur svo með lokaverkefni þar sem nemendur hnýta saman þekkingu sína af fyrstu tveimur önnunum. Eftir aðra önn eiga nemendur að vera hæfir til að smíða sinn eigin hugbúnaði í AZURE skýjaumhverfinu.

Á þriðju og síðustu önninni er farið meira í bakenda forritun. Nemendur læra uppsetningu gagnvirks vefjar á vefþjón. Farið er í varðveislu gagna, notkun gagnasniðs (e. data format) og þáttun (e. parsing) þeirra í vef. Nemendur vinna að gerð vefja og/eða snjallsímaforrita með gagnagrunni. Þriðja önnin er framhald af 1. og 2. önn á henni er lögð áhersla á föll/aðferðir og hlutbundna forritun. Unnið er með utanaðkomandi gögn svo sem textaskrár og gagnagrunna. Forritun með frávikum (e. exceptions) búin til og notuð. Einnig er unnið með marga klasa í sama verkefni. Þriðju önninni lýkur með stóru raunhæfu lokaverkefni.
Forritunarbrautin er fyrir alla sem hafa áhuga á að starfa við forritun. Skilyrði er að nemandi hafi almennt gott tölvulæsi. Nemendur verða að vera færir um lesa námsefni á ensku, sem er almennt tungumál hugbúnaðargeirans.
Nemandi sem leggur sig fram í náminu á að geta staðið sig vel í starfi sem forritari hjá hugbúnaðarhúsi.
Námið samanstendur af fyrirlestrum og verklegum æfingum í skólanum ásamt verkefnavinnu utan kennslutíma. Mikilvægt er að nemendur leggi sig fram í verkefnavinnu utan skólatíma og séu mjög duglegir að leita allra leiða í að þróa færni sína. Góður forritari er alla ævi að leita og læra nýja hluti.
Ganga þarf frá greiðslu áður en námskeið hefst.
Við bjóðum upp á eftirfarandi greiðslumöguleika:

1. Innlegg í heimabanka NTV: 0545 – 26 – 44. Kt: 681096-2729

2. Fá kröfu í heimabanka einstaklings eða fyrirtækis til að greiða þar. Sendið beiðni á [email protected]

3. VISA eða MasterCard lán (raðgreiðslur) til allt að 36 mánaða

4. Netgíró https://www.netgiro.is/. Hámarksfjárhæð er 1.000.000 kr. til allt að 24 mánaða

5. Pei.is http://pei.is/ Hámarksfjárhæð er 2.000.000 kr. til allt að 48 mánaða

Kynntu þér vel mögulega styrki, reglur um endurgreiðslu ofl hér

SKRÁNING

Forritunarbraut – Fjarnám

Hefst: 12. Feb '25
Lýkur: 2. Jun '26
Farið eftir skipulegri námsáætlunum með skilgreindum skiladögum verkefna og/eða prófa. Frjálst hvenær dagsins, eða hvað daga vikunnar þú vinnur í náminu.

Verð: 1.285.000 kr.

Forritunarbraut – Kvöldnám

Hefst: 12. Feb '25
Lýkur: 2. Jun '26
Kennt mánudaga og miðvikudaga frá 18:00-21:00 & verkefnatímar nokkra laugardaga. Á 2. og 3. önn er fjarnám ef fáir staðarnámsnemendur.

Verð: 1.285.000 kr.