Frábært námskeið hjá okkur þann 25.apríl kl. 13:00-16:00 n.k. fyrir markaðsfólk sem vill læra að greina umferð á heimasíður með Google Analytics.
Á námskeiðinu verður farið í Google Analytics og hvernig þetta hjálparforrit getur greint alla þá umferð sem kemur á heimasíðu fyrirtækja, hvað gestirnir eru að gera, hvaðan þeir koma, hve lengi þeir eru á síðunni, hvað þeir eru að skoða og hvert þeir fara.
Leiðbeinandi er Jóhann Einarsson með áratuga reynslu í markaðsstarfi og stjórnun ásamt kennslu í rafrænni markaðssetningu.