Search
Close this search box.

Fréttir

NTV skólinn hlýtur gæðavottun EQM

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) afhenti fulltrúum Nýja tölvu- og viðskiptaskólans þann 30. ágúst, formlegt skírteini um EQM gæðavottun fræðsluaðila. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) afhenti fulltrúum Nýja tölvu- og viðskiptaskólans þann 30. ágúst, formlegt skírteini um EQM  gæðavottun fræðsluaðila. Gæðavottun EQM (European Quality Mark) staðfestir að Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn uppfyllir viðmið EQM um gæði í fræðslustarfi. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins veitir gæðavottunina og er vottunin liður í starfsemi hennar og miðar að auknum gæðum í hönnun, þróun og umsýslu náms í fullorðinsfræðslu.  Vaxandi – Ráðgjöf sá um gæðaúttektina fyrir Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Á mynd frá vinstri: Sveinn Aðalsteinsson, FA, Hildur Betty Kristjánsdóttir, FA, Eva Birgitta Eyþórsdóttir, NTV, Skúli Gunnsteinsson, NTV, Hrund...

Sumarlokun skrifstofu – en samt á vaktinni :)

Við erum í óðaönn að taka við skráningum á námskeið haustsins. Mælum með því að þú skráir þig sem fyrst ef þú vilt tryggja þér sæti.Skrifstofa okkar er lokuð fram yfir verslunarmannahelgi en við erum á vaktinni með skólapóstinn ([email protected]) og á Facebook.Skrifstofan opnar aftur 7. ágúst kl. 10:00. Ef málið er brýnt þá getur þú hringt í Skúla Gunnsteinsson skólastjóra í síma 896-4402. Njóttu sumarsins – sjáumst í haust:)

Google Analytics – Að greina umferð á heimasíðum

Frábært námskeið hjá okkur þann 25.apríl kl. 13:00-16:00 n.k. fyrir markaðsfólk sem vill læra að greina umferð á heimasíður með Google Analytics. Á námskeiðinu verður farið í Google Analytics og hvernig þetta hjálparforrit getur greint alla þá umferð sem kemur á heimasíðu fyrirtækja, hvað gestirnir eru að gera, hvaðan þeir koma, hve lengi þeir eru á síðunni, hvað þeir eru að skoða og hvert þeir fara.Leiðbeinandi er Jóhann Einarsson með áratuga reynslu í markaðsstarfi og stjórnun ásamt kennslu í rafrænni markaðssetningu.

Netkennsla.is – nýjasta nýtt hjá NTV

NTV hefur opnað nýjan kennsluvef www.netkennsla.is þar sem markmið er að bjóða faglega kennslu og vandað kennsluefni á netinu með góðri þjónustu og auðveldu aðgengi að leiðbeinendum. NTV hefur opnað nýjan kennsluvef www.netkennsla.is þar sem markmið er að bjóða faglega kennslu og vandað kennsluefni á netinu með góðri þjónustu og auðveldu aðgengi að leiðbeinendum.Fyrst um sinn verður lögð áhersla á að þjónusta þá sem vilja læra að nýta sér tölvur, snjalltæki og hugbúnað við störf, í skóla eða til skemmtunar. Við höfum metnaðarfull markmið um að auka stöðugt framboð af kennsluefni á næstu mánuðum. Hér er hægt að sjá kynningarmyndband um Netkennslu NTV. Kíktu...

FRÉTTAFLOKKAR

Stafræn fræðsla

Sölu-, markaðs og rekstrarnám

Námsflokkur

Bókhalds- og skrifstofunám

Almennt