Gervigreind – Betri skipanir, betri svör

Skipanir og spjallaðstoð

76.500 kr.

Leiðbeinendur

Um námið

Hagnýtt, tveggja daga námskeið í notkun mállíkana (e. AI) með áherslu á skipanir (e. prompts) og spjallaðstoð (e. Agents), sérstaklega með notkun í atvinnulífi, markaðsetningu og rekstri. Kennslan er verkleg og byggir á raunhæfum dæmum. Nemendur vinna sjálfir við tölvur með aðgang að ChatGPT og öðrum sambærilegum mállíkönum.

Athugið að kennsla fer fram á mismunandi tímum dags. Sjá tímasetningar í búðarglugga.

Skilyrði fyrir þátttöku: Nemendur verða að vera með virka áskrift að ChatGPT.
Námskeiðið er ætlað einstaklingum í atvinnulífi sem vilja efla hagnýta notkun sína á gervigreind og mállíkönum í daglegum störfum.

Námskeiðið hentar sérstaklega:

• Starfsfólki í markaðssetningu, miðlun og efnisgerð.
• Stjórnendum og sérfræðingum sem vilja nýta AI markvisst í rekstri.
• Þeim sem hafa sótt grunnnámskeið í AI eða ChatGPT og vilja byggja ofan á þá þekkingu.
• Aðilum sem vilja þjálfa sig í að skrifa betri og markvissari skipanir.
Að loknu námskeiði eiga nemendur að:
  • Geta skrifað vandaðar, skýrar og áhrifaríkar skipanir fyrir fjölbreytt verkefni.
  • Beitt skipunum markvisst í markaðssetningu, efnisgerð og greiningu.
  • Skilja hvernig skipanir móta hegðun mállíkans og niðurstöður.
  • Geta notað AI til að framleiða, betrumbæta og greina gögn og texta fyrir atvinnulífið.
  • Geta sett upp og notað spjallaðstoð (Agent) eða spjallbotta með sérsniðnum gögnum og skipunum.
  • Hafa öðlast hagnýta færni í að nota AI sem vinnuverkfæri.
  • Hafa lært nýja nálgun við að láta gervigreind vinna markvisst fyrir sig í stað þess að nota hana eingöngu til spurninga og svara.
Dagur 1 – Mállíkön og skipanir (e. Prompts)
  • Grunnur mállíkana.
  • Skipanir (e. Prompts).
  • Tegundir skipana.
  • Verkleg vinna.
  • Verkefni dagsins.
Dagur 2 – Spjallaðstoð (e. Agent)
  • Inngangur að spjallaðstoð.
  • Sýnikennsla.
  • Verkleg vinna – gögn og spjallbotar.
  • Verkefni dagsins
  • Verkefnamappa og samanburður
Sjá nánar: Gervigreind- Betri skipanir, betri svör – Námslýsing
Námskeiðið fer fram í tvo daga, þrjár klukkustundir í senn. Heildarlengd er 6 klukkustundir, sem samsvarar 9 kennslustundum.

Gervigreind – Betri skipanir, betri svör – Fjarnám

Hefst: 10. Feb '26
Lýkur: 12. Feb '26
Kennt frá kl. 17:30-20:30 í beinu streymi

Verð: 76.500 kr.

Gervigreind – Betri skipanir, betri svör – Dagnám

Hefst: 10. Feb '26
Lýkur: 12. Feb '26
Kennt frá kl. 9-12

Verð: 76.500 kr.

Gervigreind – Betri skipanir, betri svör – Fjarnám

Hefst: 11. Feb '26
Lýkur: 13. Feb '26
Kennt frá kl. 9-12 í beinu streymi

Verð: 76.500 kr.

Gervigreind – Betri skipanir, betri svör – Kvöldnám

Hefst: 9. Feb '26
Lýkur: 11. Feb '26
Kennt frá kl. 17:30-20:30

Verð: 76.500 kr.