Search
Close this search box.

Metfjöldi viðurkenndra bókara frá NTV útskrifast !

Útskrift og afhending viðurkenninga frá ráðherra Atvinnuvegráðuneytisins, fór fram í Súlnasal Hótel Sögu fimmtudaginn 14. mars síðastliðinn.  Alls voru 199 einstaklingar sem skráðu sig til prófs. Af þeim 76 einstaklingum sem útskrifuðust, voru 60 konur og 16 karlar.

Miðað við þær upplýsingar sem við höfum þá sýnist okkur að NTV skólinn hafi skilað hlutfallslega flestum til að ná viðurkenningu í samanburði við aðra skóla. Meðaleinkunn okkar nemenda er vel hærri en útgefið meðaltal allra sem tóku prófin, samkvæmt niðurstöðu prófanefndar. Alls voru 18 nemendur frá NTV skólanum sem náðu þessum merka áfanga.  

Til að hljóta viðurkenningu þurfa einstaklingar að ná lágmarkseinkunn í þremur prófum.  Fyrsta prófið er í reikningshaldi, annað í skattalögum og upplýsingatækni og þriðja prófið er raunhæft verkefni sem byggir á sama efni og fyrri prófin.  

 Við í NTV skólanum, erum afar stolt af þessum árangri og okkar flotta útskriftarhópi.