NTV hefur opnað nýjan kennsluvef www.netkennsla.is þar sem markmið er að bjóða faglega kennslu og vandað kennsluefni á netinu með góðri þjónustu og auðveldu aðgengi að leiðbeinendum.
NTV hefur opnað nýjan kennsluvef www.netkennsla.is þar sem markmið er að bjóða faglega kennslu og vandað kennsluefni á netinu með góðri þjónustu og auðveldu aðgengi að leiðbeinendum.
Fyrst um sinn verður lögð áhersla á að þjónusta þá sem vilja læra að nýta sér tölvur, snjalltæki og hugbúnað við störf, í skóla eða til skemmtunar. Við höfum metnaðarfull markmið um að auka stöðugt framboð af kennsluefni á næstu mánuðum. Hér er hægt að sjá kynningarmyndband um Netkennslu NTV. Kíktu á úrvalið og nýttu tímann til að læra þegar og þar sem þér hentar.
Áskriftarverðið miðar að því að sem flestir geti nýtt sér netkennsla.is til að bæta hæfni sína í leik og starfi. Kennslumyndböndin gagnast líka til upprifjunar og sem stuðningur þegar verkefnin kalla. Allt kennsluefnið er aðgengilegt áskrifendum á netinu í gegnum tölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma.
Ólafur Kristjánsson hefur yfirumsjón með framleiðslu alls kennsluefnis ásamt því að sinna sölu- og kynningarstarfi. Ólafur er búinn að vera ötull í framleiðslu og hönnun á kennsluefni í 8 ár og á veg og vanda að því að framleiða og hanna það kennsluefni sem Netkennsla NTV byggir á í dag.