er stofnandi og framkvæmdastjóri ANSA ehf. sem vinnur með viðskiptavinum við að ná bættum árangri i rekstri með umbreytingu ferla ásamt faglegri verkefna- og breytingastjórnun.
Magnús Ívar hefur unnið í ráðgjöf í stefnumótun, ferlamálum og úrbótum í rekstri hjá framsæknum fyrirtækjum og stofnunum hérlendis sem og í verkefnum erlendis. Starfsreynsla Magnúsar Ívars spannar m.a. Símann, Mílu, Vodafone, Deloitte, Össur og Marel. Hjá Össur starfaði Magnús í fjögur ár sem verkefnastjóri í stefnumótandi verkefnum og breytingastjórnun með áherslu á stjórnun viðskiptaferla í forgrunni. Þá starfaði hann í fimm ár sem forstöðumaður þjónustu (e. global service) hjá Marel í miklum umbreytingum á þjónustu hjá fyrirtækinu.
Nánar um Magnús hér