Tollmiðlaranámskeið

Í samstarfi við Tollskóla ríkisins
VERÐ

299.000 kr.

UM NÁMIÐ

NTV-Promennt, í samstarfi við Tollskóla ríkisins, stendur fyrir námskeiði fyrir tollmiðlara um ýmis atriði er lúta að samskiptum við tollayfirvöld samkvæmt 15. gr. reglugerðar 345/2006. Í 4. tl. 2. mgr. 48. gr. tollalaga nr. 88/2005 kemur fram að starfsmenn tollmiðlara, sem annast gerð tollskýrslna og samskipti við tollyfirvöld vegna þeirra, skulu hafa sótt námskeiðið til þess að öðlast fullnægjandi þekkingu á lögum og reglum sem gilda um tollmeðferð vara. Á námskeiðinu er boðið upp á nám í tollflokkun, tollskýrslugerð, meðferð ótollafgreiddrar vöru, ábyrgð á greiðslu aðflutningsgjalda og upplýsingum sem veittar eru tollyfirvöldum, og reglum um greiðslufrest aðflutningsgjalda. Einnig taka ákvæði 47.–50. gr. tollalaga nr. 88/2005 til starfsemi tollmiðlara og 4. kafli reglugerðar nr. 1100/2006 um vörslu og tollmeðferð vöru. Kennsla fer fram í formi fyrirlestra auk þess sem þátttakendur vinna verkefni til þjálfunar í einstökum þáttum, í kennslustundum eða sem heimaverkefni. Kennsla er í höndum starfandi sérfræðingar hjá Skattinum-Tollgæslu Íslands. Miðað er við að mæting sé að lágmarki 90% í öllum námsþáttum til að þátttakendur teljist hafa lokið námskeiðinu. Námskeiðið 100 kennslustundir.
Þátttakendur á þessu námskeiði þurfa að hafa góða almenna tölvukunnáttu.
    Staðnám eða Fjarkennsla í beinni - þitt er valið!
    Þetta námskeið er kennt hjá okkur í Skeifunni 11 (hjá Promennt) en athugið að einnig er hægt að taka þátt í Fjarkennslu í beinni útsendingu. Það þýðir einfaldlega að þú getur tekið þátt í kennslustundinni algjörlega óháð staðsetningu. Hvort sem þú býrð á höfuðborgarsvæðinu og hefur ekki tök á að mæta í kennslustofuna, úti á landi eða erlendis, það skiptir ekki máli.

    Við viljum vekja sérstaklega athygli á að hægt er að stunda bæði staðnám og fjarnám á sama námskeiðinu, þ.e. mæta stundum á staðinn og stundum vera á línunni, allt eftir því hvað hentar hverjum nemanda.

Kennt er fjórum sinnum í viku, frá mánudegi til fimmtudags, kl 12:20-16:00.

Lög og reglugerðir, fyrirlestrar, glærur og annað efni frá kennara.

Þátttakendur á þessu námskeiði þurfa að hafa góða almenna tölvukunnáttu.

Ekki eru lögð fyrir formleg próf en mikil áhersla er lögð á að leiðbeinandi og þátttakendur fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist til að ýta undir stöðugar framfarir.
Ganga þarf frá greiðslu áður en námskeið hefst.
Við bjóðum upp á eftirfarandi greiðslumöguleika:

1. Innlegg í heimabanka NTV: 0545 – 26 – 44. Kt: 681096-2729

2. Fá kröfu í heimabanka einstaklings eða fyrirtækis til að greiða þar. Sendið beiðni á [email protected]

3. VISA eða MasterCard lán (raðgreiðslur) til allt að 36 mánaða

4. Netgíró https://www.netgiro.is/. Hámarksfjárhæð er 1.000.000 kr. til allt að 24 mánaða

5. Pei.is http://pei.is/ Hámarksfjárhæð er 2.000.000 kr. til allt að 48 mánaða

Kynntu þér vel mögulega styrki, reglur um endurgreiðslu ofl hér

SKRÁNING

Tollmiðlaranámskeið – Dagnám

Hefst: 24. Mar '25
Lýkur: 7. May '25
Kennt mánudaga til fimmtudaga frá kl. 12:20-16:00

Verð: 299.000 kr.

Tollmiðlaranámskeið – Fjarnám

Hefst: 24. Mar '25
Lýkur: 7. May '25
Kennt mánudaga til fimmtudaga frá kl. 12:20-16:00

Verð: 299.000 kr.