Tollmiðlaranámskeið

Í samstarfi við Tollskóla ríkisins

299.000 kr.

Um námið

Tollmiðlaranámskeiðið er kennt í samstarfi við Tollskóla ríkisins. Í þessari námsleið er farið yfir helstu atriði er varða inn- og útflutning eins og gerð tollskýrslna, helstu lög og reglugerðir sem gilda um tollmeðferð vara og samskipti við tollyfirvöld. Kennsla fer fram í formi fyrirlestra í rauntíma auk þess vinna þátttakendur verkefni til þjálfunar í einstökum þáttum. Kennsla er í höndum starfandi sérfræðinga hjá Skattinum.
Þessi námsleið er fyrir starfsmenn fyrirtækja sem annars gerð tollskýrslna og sjá um samskipti við tollyfirvöld vegna þeirra. Athygli er vakin á því að starfsmenn tollmiðlara, sem annars gerð tollskýrslna og samskipti við tollyfirvöld vegna þeirra, skulu hafa sótt námskeiðið. Þátttakendur á þessu námskeiði þurfa að hafa góða almenna tölvukunnáttu. Æskilegt er að hafa einhverja grunnþekkingu á tollamálum.
Helstu atriði sem farið er yfir:
  • Lög og reglur um tollmeðferð vöru eins og:
    • Tollflokkun
    • Tollskýrslugerð
    • Meðferð ótollafgreiddra vöru
    • Ábyrgð á greiðslu aðflutningsgjalda
    • Upplýsingar til tollyfirvalda
    • Reglur um greiðslufrest aðflutningsgjalda
    • Helstu ákvæði tollalaga nr 88/2005 eins og:
      • starfsemi tollmiðlara
      • vörslu og tollmeðferð vöru (sbr. reglurgerð nr 1100/2006)
     
Þessi námsleið veitir diplóma svo fremi sem nemendur standist frammistöðumat
Námskeiðið er 100 kennslustundir (67 klukkustundir). Miðað er við að mæting sé að lágmarki 90% í öllum námsþáttum til að þátttakendur teljist hafa lokið námskeiðinu.

Tollmiðlaranámskeið – Dagnám

Hefst: 23. Mar '26
Lýkur: 12. May '26
Kennt mánudaga til fimmtudaga frá kl. 12:20-16:00

Verð: 299.000 kr.

28.927 kr/mán
(m.v. 12 mán)

Tollmiðlaranámskeið – Fjarnám

Hefst: 23. Mar '26
Lýkur: 12. May '26
Kennt mánudaga til fimmtudaga frá kl. 12:20-16:00

Verð: 299.000 kr.

28.927 kr/mán
(m.v. 12 mán)