Search
Close this search box.

Stjórnun og leiðtogafærni

VERÐ

295.000 kr.375.000 kr.

UM NÁMIÐ

Námsleiðin Stjórnun og leiðtogafærni á mannamáli er sérsniðin að millistjórnendum með mannaforráð. Með aukinni leiðtogafærni er hægt að ná fram auknum árangri samhliða því að skapa ánægðara teymi og heilbrigðari vinnustað. Við lok námsleiðarinnar hafa þátttakendur öðlast breiða yfirsýn á stjórnunar- og leiðtogafræði. Eins hafa þeir aðgang að aðferðum og praktískum tólum og tækjum sem þeir geta nýtt í sínum störfum við að leiða sitt teymi / sína skipulagsheild í átt að árangri og stuðla að vellíðan starfsmanna. Námsleiðin er kennd í fjarnámi og hefst 4. október.
Niðurstöður rannsókna á frammistöðu stjórnenda víða um heim sýna að árangursríkir stjórnendur eru þeir sem beita mismunandi stjórnunarstíl eftir einstaklingum og aðstæðum hverju sinni. Þær rannsóknir sýna að 50-70% af starfsanda og líðan starfsfólks á vinnustað útskýrist af stjórnunarstíl stjórnenda. Það er því ljóst að ábyrgð stjórnenda er mikil.
Námskeiðið Stjórnun og leiðtogafærni á mannamáli er sérsniðið að:

Millistjórnendum með mannaforráð
Stjórnendum sem vilja efla sig sem leiðtoga
Stjórnendum sem eru undir miklu álagi og vilja læra leiðir til minnka álagið á sjálfum sér á sama tíma og þeir ná meiri árangri
Stjórnendum sem er umhugað um líðan starfsfólks
Stjórnendum sem vilja með góðu skipulagi, samskiptum og heilbrigðu starfsumhverfi skapa umhverfi þar sem teymið nær hámarks árangri
Stjórnendum sem vilja efla sig í framkomu og að halda kynningar
Að þátttakendur hafi þekkingu og hæfni til að skapa fyrirtækjamenningu sem stuðlar að vellíðan starfsfólks og hámarkar árangur heildarinnar. Við lok námskeiðs hafa þátttakendur öðlast breiða yfirsýn á stjórnunar- og leiðtogafræði. Eins hafa þeir aðgang að aðferðum og praktískum tólum og tækjum sem þeir geta nýtt í sínum störfum við að leiða sitt teymi/sína skipulagsheild í átt að árangri.
Námsleiðin er kennd í sex lotum þar sem hver lota er ein vika. Þátttakendur fá allt námsefni og ítarefni í upphafi hverrar lotu ásamt verkefni til að vinna þegar það á við. Frammistöðumat / einkunn er gefin fyrir námið sem byggist á verkefnaskilum. Þátttakendum er frjálst að skila verkefnum, en án verkefnaskila er ekki hægt að veita viðkomandi frammistöðumat.
    Lota 1
    Stefnumótun og leiðtogafærni

    Lota 2
    Teymisfræði og samskipti

    Lota 3
    Heilbrigður vinnustaður og starfsumhverfi nútímans

    Lota 4
    Verkefnastjórnun og breytingastjórnun

    Lota 5
    Samningatækni og aðferðir í hröðum veruleika

    Lota 6
    Kraftmiklar kynningar og framkoma, framtíðarsýn og lokaverkefni

Nemendur fá frammistöðumat / einkunnir að námi loknu og má gera ráð fyrir að samhengi sé á milli vinnuframlags og frammistöðu.
Námsefnið, verkefnin og nemendaumhverfið:

Námsefnið er í formi kennslumyndbanda sem leiðbeinendur og skólinn hafa framleitt, lesefni, ítarefni auk verkefna. Nemendur fá aðgengi að því efni sem tengist hverri lotu við upphaf lotunnar. Aðgengið að námsefninu og samskipti við leiðbeinendur er í gegnum nemendaumhverfi skólans. Hluti af námsefninu getur verið á ensku, þá aðallega ítarefni. Verkefni geta verið skýrslur, greinargerðir, aðgerðaáætlun, myndbönd, próf / quiz eða hvað sem kennarar í fjarnámi telja að henti best hverju viðfangsefni.
Nemendaumhverfi skólans er í gegnum Office 365 umhverfið, þar sem öll miðlun á efni og samskipti eru í Teams, í lokuðum hópi. Á fyrsta degi, þegar námið hefst, fá nemendur sendan aðgang að nemendasvæðinu svo fremur sem þeir hafa gengið frá greiðslum/greiðslusamkomulagi.
Ganga þarf frá greiðslu áður en námskeið hefst.
Við bjóðum upp á eftirfarandi greiðslumöguleika:

1. Innlegg í heimabanka NTV: 0545 – 26 – 44. Kt: 681096-2729

2. Fá kröfu í heimabanka einstaklings eða fyrirtækis til að greiða þar. Sendið beiðni á [email protected]

3. VISA eða MasterCard lán (raðgreiðslur) til allt að 36 mánaða

4. Netgíró https://www.netgiro.is/. Hámarksfjárhæð er 1.000.000 kr. til allt að 24 mánaða

5. Pei.is http://pei.is/ Hámarksfjárhæð er 2.000.000 kr. til allt að 48 mánaða

Kynntu þér vel mögulega styrki, reglur um endurgreiðslu ofl hér

SKRÁNING

Stjórnun og leiðtogafærni – Fjarnám í frelsi

Byrjaður strax og þú hefur 180 daga, einn á móti kennara og ekki hluta af hópi.

Verð: 375.000 kr.

Stjórnun og leiðtogafærni – Fjarnám

Hefst: 26. Feb '25
Lýkur: 16. Apr '25

Verð: 295.000 kr.

MEÐMÆLI

Hefur gefið mér öryggi og hjálpað mér mikið í starfi

Ég valdi NTV því ég þekki þann skóla, ég hef farið á Skrifstofu og tölvunám árið 2003 og svo aftur árið 2021 þá fór ég...

Karen Anna Guðmundsdóttir verslunarstjóri hjá Flugger

Frábært tækifæri til þess að bæði þroskast og bæta mig sem stjórnanda

Ég hef lengi haft augun opin fyrir spennandi námi í stjórnun og rakst svo á námskeiðið Stjórnun og leiðtogafærni hjá NTV skólanum og fannst það strax hljóma áhugavert.  Námskeiðið er...

Sandra Pétursdóttir Deildarstjóri

“Að þurfa að rýna i sjálfa mig, finna kosti og galla og hvernig eg sé mig sem leiðtoga, var gríðarlega gagnlegt”

“Frábærlega vel staðið að þessu námskeiði!”

“Frábærlega vel staðið að þessu námskeiði. Kennarar koma þessu svo vel frá sér og fyrirlestrar skýrir. Eitt besta námskeið sem ég hef farið á!”