Sölu- og markaðsnám – Grunnur að árangri

Fyrir fólk með stutta skólagöngu
VERÐ

77.000 kr.

UM NÁMIÐ

Þessi námsleið er fyrir þá sem vilja öðlast traustan grunn í sölu, markaðssetningu og samskiptum við viðskiptavini. Námið hentar sérstaklega þeim sem eru að hefja feril í sölu- eða markaðsstörfum eða vilja styrkja sig á þessum sviðum. Námið er ætlað fólki sem er 20 ára eða eldra og hefur stutta formlega skólagöngu að baki. Þessi námsleið er kennd í samstarfi við Mími símenntun og er niðurgreidd af Fræðslusjóði atvinnulífsins. Hefst 18. febrúar 2026. Skráning stendur yfir.

Nemendur sem vilja bæta við sig hagnýtri þekkingu til að þróa viðskiptahugmynd, stofna fyrirtæki og öðlast innsýn inn í rekstur fyrirtækja geta tekið í beinu framhaldi námsleiðina Rekstrar- og frumkvöðlanám – frá hugmynd til framkvæmdar.
Sölu- og markaðsnám – Grunnur að árangri NTV og Mímis-símenntunar hentar sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að vinna við viðskipta-, sölu- og markaðsmál.
Eftir námið hefur nemandinn öðlast nægjanlega innsýn og færni í viðskipta-, sölu- og markaðsmálum til að undirbúa eigin rekstur eða til að starfa sem sölu- og markaðsfulltrúi stærri fyrirtækja.
Helstu námsþættir:

Námstækni, sjálfstyrking, samskipti, tímastjórnun og markmiðasetning
Framkoma og framsögn
Tölvu- og upplýsingafærni
Verslunarreikningur
Sölustjórnun, viðskiptatengsl og þjónusta
Almenn markaðsfræði
Markaðsetning á netinu
Stafræn markaðsfræði / samskiptamiðlar
Gerð kynningarefnis/Lokaverkefni
Námsmat á námsleiðinni Sölu og markaðsnám – grunnur að árangri er hannað til að styðja við raunverulega færni og framfarir hvers og eins. Lögð er áhersla á hagnýta verkefnavinnu, leiðsagnarmat og reglulega endurgjöf frá kennurum.
Lokaverkefni staðfestir heildarárangur námsins og styður við faglega þróun. Í lok náms fá nemendur viðurkenningarskjal
ATH: Mikilvæg ábending fyrir fjarnemendur sem vinna í Mac umhverfi. Námsefni skólans miðast við PC umhverfi í allri Excel kennslu. Það er munur á einstökum aðgerðum á milli Mac og PC, þó hann fari minnkandi. Sá munur liggur aðallega í flýtiaðgerðum á lyklaborðinu. Nemendur í Mac umhverfi verða sjálfir að setja sig inn í þær aðgerðir. Það er í boði fjöldinn allur af hjálparsíðum á netinu sem útskýra þetta sérstaklega.
Ganga þarf frá greiðslu áður en námskeið hefst.
Við bjóðum upp á eftirfarandi greiðslumöguleika:

1. Innlegg í heimabanka NTV: 0545 – 26 – 44. Kt: 681096-2729

2. Fá kröfu í heimabanka einstaklings eða fyrirtækis til að greiða þar. Sendið beiðni á [email protected]

3. VISA eða MasterCard lán (raðgreiðslur) til allt að 36 mánaða

4. Netgíró https://www.netgiro.is/. Hámarksfjárhæð er 1.000.000 kr. til allt að 24 mánaða

5. Pei.is http://pei.is/ Hámarksfjárhæð er 2.000.000 kr. til allt að 48 mánaða

Kynntu þér vel mögulega styrki, reglur um endurgreiðslu ofl hér

SKRÁNING

Sölu- og markaðsnám – Grunnur að árangri – Fjarnám

Hefst: 18. Feb '26
Lýkur: 25. May '26
Farið eftir skipulegri námsáætlunum með skilgreindum skiladögum verkefna og/eða prófa. Frjálst hvenær dagsins, eða hvað daga vikunnar þú vinnur í náminu. Sumarfrí er frá miðjum júní fram í miðjan ágúst.

Verð: 77.000 kr.

Sölu- og markaðsnám – Grunnur að árangri – Kvöldnám

Hefst: 18. Feb '26
Lýkur: 25. May '26
Kennsludagar: þriðjudagar og fimmtudagar kl. 18:00-21:30, auk þess sem nemendur vinna verkefni heima. Jólafrí er frá miðjum desember fram fram í miðjan janúar.

Verð: 77.000 kr.