Grunnur að netkerfum

385.000 kr.

Um námið

Grunnur að netkerfum er sniðið að þeim sem vilja öðlast víðtækan skilning á netkerfum og verða færir um að leysa vandamál sem að þeim snúa einnig eiga nemendur að skilja virkni netbúnaðar.
Þetta nám er fyrir einstaklinga sem vilja skilja netkerfi eða undirbúningur fyrir alla þá sem vilja starfa við netkerfi. Þar sem kennslu og námsefni er á ensku þurfa nemendur að hafa nokkuð góð tök á ensku, ekki er þó krafist þekkingar á tækniensku.
Að loknu námi eiga þáttakendur að: 
  • Hafa þekkingu á mismunandi netbúnaði og skilja tilgang hvers tækis.
  • Geta skilið teikningar fyrir mismunandi netkerfi og á mismunandi lögum (e. layers).
  • Hafa góð tök og skilning á IP tölum.
  • Hafa góða þekkingu á hvernig algengustu netkerfi virka og geta leyst úr einföldum vandamálum tengdum þeim.
  • Þekkja ýmis tól til að prófa og búa til netkapla. 
  • Kannast við tól á borð við DNS og DHCP og geta útskýrt muninn á ýmsum þáttum þeirra tóla. 
Helstu námshlutar sem verður farið í á námsbrautinni:
  • Comptia Network+
Þetta námskeið veitir viðurkenningu að loknu námi.
Kennslan er áætluð 31 kennslustundir (21 klukkustundir) og vinnuframlag nemenda er í kringum 4-8 klukkustundir á viku.

Grunnur að netkerfum – Fjarnám

Hefst: 25. Feb '26
Lýkur: 9. Mar '26
Farið eftir skipulegri námsáætlunum með skilgreindum skiladögum verkefna og/eða prófa. Frjálst hvenær dagsins, eða hvað daga vikunnar þú vinnur í náminu.

Verð: 385.000 kr.

37.121 kr/mán
(m.v. 12 mán)

Grunnur að netkerfum – Kvöldnám

Hefst: 25. Feb '26
Lýkur: 9. Mar '26
Dagar: Mánudagar og miðvikudagar kl. 17:30-21:00 og valda laugardaga 09:00-16:00

Verð: 385.000 kr.

37.121 kr/mán
(m.v. 12 mán)