Námið hentar öllum stjórnendum og sérfræðingum sem vilja læra að vinna með gögn fyrirtækis á öruggan og skilvirkan hátt. Hér er lögð áhersla að framsetja gögn í gegnum tólið Power BI og þér kynnt hvernig þú vinnur í tólinu með þínum eigin gögnum. Við aðstoðum þig við að velja gagnasett sem þér langar að vinna í svo úr verði markviss afurð eftir námi loknu. Ef þú hefur ekki gagnasett er hægt að velja úr milli nokkra sérvaldna gagnasetta.
Power BI er öflugt tól til greiningar, eins og Excel hefur verið í mörg ár. Hér er mikilvægt að skilja að Power BI er ekki í að koma í stað Excel og gott er að vita hvenær eigi að nota hvort tólið fyrir sig. Mörg önnur greiningartól eru til staðar á vinnumarkaðnum og hafa sinn tilgang. Með Power BI umhverfinu er einnig farið yfir Power Platform tólin og einfaldar SQL-fyrirspurnir. Þessi atriði eru mikilvæg til skilnings á hvernig högun gagna er og hvernig hægt er að setja upp einföld ferli með þessum gagnatólum sem verða að vöru og geta aukið hagsæld innan fyrirtækis.