Gagnameistari I

Framsetning upplýsinga & skilningur gagna
VERÐ

485.000 kr.

LEIÐBEINENDUR

UM NÁMIÐ

Námið hentar öllum stjórnendum og sérfræðingum sem vilja læra að vinna með gögn fyrirtækis á öruggan og skilvirkan hátt. Hér er lögð áhersla að framsetja gögn í gegnum tólið Power BI og þér kynnt hvernig þú vinnur í tólinu með þínum eigin gögnum. Við aðstoðum þig við að velja gagnasett sem þér langar að vinna í svo úr verði markviss afurð eftir námi loknu. Ef þú hefur ekki gagnasett er hægt að velja úr milli nokkra sérvaldna gagnasetta.

Power BI er öflugt tól til greiningar, eins og Excel hefur verið í mörg ár. Hér er mikilvægt að skilja að Power BI er ekki í að koma í stað Excel og gott er að vita hvenær eigi að nota hvort tólið fyrir sig. Mörg önnur greiningartól eru til staðar á vinnumarkaðnum og hafa sinn tilgang. Með Power BI umhverfinu er einnig farið yfir Power Platform tólin og einfaldar SQL-fyrirspurnir. Þessi atriði eru mikilvæg til skilnings á hvernig högun gagna er og hvernig hægt er að setja upp einföld ferli með þessum gagnatólum sem verða að vöru og geta aukið hagsæld innan fyrirtækis.
Sérlega spennandi fyrir fólk sem þekkir til fjármála- og rekstrarupplýsinga eða gagnaumhverfis fyrirtækja eða stofnana. Einnig fyrir þá sem vilja betri innsýn og kunnáttu í mismunandi hlutverkum innan gagnateyma (Data Analyst, Data Engineer, Data Scientist). Margir koma í námið til að nýta sér það beint í umbreytingar og þróun í eigin starfsumhverfi. Algengt er að þátttakendur vinna með eigin gögn og verkefni sem tengist þeirra starfi og / eða áhuga. En slíkt þarf auðvita að rúmast innan námskeiðslýsingar og tímaramma og vera samþykkt af leiðbeinendum.
Stjórnendur og sérfræðingar verða sjálfbjarga í greiningum og auka sitt gagnalæsi. Skilningur á hönnun skýrslna, gagnasetta og ferla frá því hvar uppruni gagna er þar til að það er hægt að nýta þau í upplýsingar í gegnum tól sem þau nú þekkja.

Þátttakendur munu öðlast skilning og þekkingu á eftirfarandi:

    1. Power BI umhverfinu - Power BI Desktop og Power BI Service


    2. Power Platform – Power Apps, Power Automate, Virtual Agents


    3. Gagnagrunnum og T-SQL fyrirspurnarmálið


    Til viðbótar munu þeir sem leggja sig fram við vinna með eigin gögn, geta tekið tekið þau áfram inn í sitt starfsumhverfi sem mörgum af okkar nemendum hefur þótt afar gagnlegt.




        Hvernig er námið kennt?

        Námið fer fram í kennslustofun NTV í Hlíðasmára 9, 201 Kópavogi. Nemendum gefst val á milli að taka námið í fjarkennslu eða í staðarnámi. Allar kennslustundir eru teknar upp og hafa nemendur aðgengi að þeim og geta horft á upptökurnar á sínum hraða.

        Kennslutímarnir eru samkvæmt kennsluáætlun klukkan 17:30 og eru um 2 til 3 klukkutímar í senn. Einnig eru settir upp verkefnatímar þar sem farið er yfir verkefni sem lögð eru fyrir í hverri lotu. Verkefnatímarnir eru í streymi og þeir verða jafnframt teknir upp og settir inn á nemandasvæði til úrlausnar.

        Námið er í fjórum lotum og inniheldur hver lota tvo kennslutíma og einn verkefnatíma. Mikil áhersla er að nemendur fái fræðilegan skilning á tækninni og geri einnig verkefni með aðstoð kennara.

        Kennari hefur samband við nemendur áður en námið hefst til að aðstoða við að finna gagnasett sem þau hafa áhuga á, getur verið innanhús í þeirra fyrirtæki eða verkefni sem þau hafa sjálf áhuga á að greina.

        Sjá kennsluáætlun 2025. Kennsluáætlun má nálgast hér
          Power BI - Grunnur
          • Power BI umhverfið - Power BI Desktop og Power BI Service
          • Inntaka gagna í Power BI skýrslu
          • Gullnu reglurnar þegar gagnamódel er sett saman
          Mælieiningar - DAX
          • Öryggi, keyrslustýringar og dreifing skýrslna til samstarfsaðila

          Power Platform
          Kynning á tólum innan Power Platform – Power Apps, Power Automate, Virtual Agents.
          Fyrirtækið þitt og hvar tólin nýtast – Réttar ákvarðanir og sjálfvirkari ferlar
          Þróun „low-code“ lausna – T.d. rafræn eyðublöð og þjónustugáttir
          Ferlalausnir – Án forritunarkunnáttu er hægt að láta gögn flæða milli kerfa
          Skilningur á leyfiskostnaði á tólunum í Power Platform og Power BI

          Mismunandi gögn að upplýsingum
          Hvernig er unnið með mismunandi gagnatýpur - Skrár (PDF, CSV, XML), hljóð, mynd, streymi, og vefþjónustur
          Skilningur á gagnagrunnum og notkun T-SQL fyrirspurnarmálsins
          Hvernig vinna gagnateymi saman og mismundi hutverk einstaklinga
          Ferðalag gagna frá gagnalindum yfir í miðlæg gagnasvæði – vöruhús gagna

          Power BI – Framhald & Samantekt
          Gagnasett með tímagreiningu – Samanburðargreiningar milli ára, mánaða, vikna
          Framhald í mælieiningum – DAX
          Row-Level Security – Gefum hópum mismunandi aðgengi að upplýsingum innan gagnasetts
          Samantekt og skil á lokaafurð sem valin var í upphafi námskeiðs


            (*) Lokaverkefni
            Í Lokaverkefni verður leitast eftir því að snerta á sem flestum námsþáttum annarinnar eins og kostur er. Lokaverkefni getur verið unnin úr gögnum tengt starfi og/eða áhuga í samráði við kennara. Að öðrum kosti fá þátttakendur almennt lokaverkefni frá leiðbeinendum.


            Krefjandi og verkefnamiðað nám, unnið í samstarfi við öflugan ráðgjafahóp. Nemendur sem kjósa að fá diplóma með einkunnagjöf/frammistöðu verða að skila verkefnum.
            Ganga þarf frá greiðslu áður en námskeið hefst.
            Við bjóðum upp á eftirfarandi greiðslumöguleika:

            1. Innlegg í heimabanka NTV: 0545 – 26 – 44. Kt: 681096-2729

            2. Fá kröfu í heimabanka einstaklings eða fyrirtækis til að greiða þar. Sendið beiðni á [email protected]

            3. VISA eða MasterCard lán (raðgreiðslur) til allt að 36 mánaða

            4. Netgíró https://www.netgiro.is/. Hámarksfjárhæð er 1.000.000 kr. til allt að 24 mánaða

            5. Pei.is http://pei.is/ Hámarksfjárhæð er 2.000.000 kr. til allt að 48 mánaða

            Kynntu þér vel mögulega styrki, reglur um endurgreiðslu ofl hér

            SKRÁNING

            Gagnameistari I – Fjarnám

            Hefst: 2. Oct '25
            Lýkur: 25. Nov '25
            Farið eftir skipulegri námsáætlunum með skilgreindum skiladögum verkefna og/eða prófa. Frjálst hvenær dagsins, eða hvað daga vikunnar þú vinnur í náminu. Getur unnið með gögn úr eigin umhverfi og einn á einn endurgjöf frá kennara. Endilega kynnið ykkur kennsluáætlun, einstaka kennsludögum getur verið hliðrað út af frídögum eða öðru.

            Verð: 485.000 kr.

            Gagnameistari I – Kvöldnám

            Hefst: 2. Oct '25
            Lýkur: 25. Nov '25
            Kennt fimmtudaga 17:30-21:00. Áætlaðir 4 verkefnatímar á þriðjudögum sama tíma. Endilega kynnið ykkur kennsluáætlun, einstaka kennsludögum getur verið hliðrað út af frídögum eða öðru. Einhverjir kennsludagar gætu hliðrast á vorönn vegna almennra frídaga, en slíkt er unnið í samráði við þátttakendur.

            Verð: 485.000 kr.

            MEÐMÆLI

            Kom skemmtilega á óvart hvað það er „auðvelt“ að búa til app í Power Apps og tengja við gagnasöfn og vinna úr.

            Ég valdi Gagnameistarann af því mér fannst námslýsingin góð og mér leist vel á kennarana sem vinna dags daglega með viðfangsefni námsins. Þetta er auðvitað...

            Oddur Einarsson, Bcs í Vélaverkfræði, starfar hjá Carbfix

            Áhugi á gagnagreiningu kviknaði í mastersnámi í reikningshaldi og endurskoðun. Valdi fjarnám og mæli eindregið með.

            Ég skráði mig í námið til þess að auka þekkingu mína á þeim hugbúnaði sem er notaður í gagnagreiningu og var þá aðallega með augun...

            Benedikt Arnar Oddson, M.Acc í reikningshaldi og endurskoðun og starfsmaður í ferðaþjónustu hjá GTS ehf.

            Góð fjárfesting sem nýttist bæði mér og fyrirtækinu

            Í fyrirtækjarekstri í dag nýtum við allskyns kerfi til að einfalda viðskiptavinum og starfsfólki dagleg störf. Afleiðingin er sú að gögn hrannast upp hjá okkur sem flækir orðið afstemmingar og greiningar. Ástæðan fyrir því að...

            Agnar Már er framkvæmdastjóri golfklúbbs GKG og situr i stjórn Jónar Transport