Gagnameistari II

Sérfræðingur í gagnavinnslu & greiningu (advanced)

524.500 kr.

Leiðbeinendur

Um námið

Gagnameistari II er framhaldsnám í gagnavinnslu og gagnagreiningu sem byggir á þeim grunni sem lagður er í Gagnameistara I. Námið leggur áherslu á hagnýta færni og dýpri skilning á því hvernig gagnainnviðir, skýjalausnir og nútímatól styðja við gagnadrifnar og upplýstar ákvarðanir. Kennslan byggir á verkefnatengdu námi með fræðilegum undirstöðum, þar sem sérstök áhersla er lögð á notkun Microsoft Fabric og samþættingu gagna, ferla og greininga í heildstæðu umhverfi.
Námið er fyrir þá sem vilja dýpka þekkingu sína á gagnavinnslu og gagnagreiningu og vinna með þróaðri verkfæri og lausnir. Það hentar sérstaklega þeim sem hafa lokið Gagnameistara I eða búa yfir sambærilegri þekkingu og reynslu af gagnavinnu og vilja efla hæfni sína til að styðja við stefnumótun, umbreytingar og gagnadrifna ákvarðanatöku innan fyrirtækja og stofnana.
Að loknu námi eiga þáttakendur að:
  • hafa dýpri skilning á gagnavinnslu, gagnagreiningu og gagnainnviðum
  • geta nýtt skýjalausnir og nútímatól til að styðja við gagnadrifnar ákvarðanir
  • kunna að vinna markvisst í Microsoft Fabric umhverfinu
  • geta hannað og þróað lausnir sem samþætta gögn, ferla og greiningar
  • vera betur í stakk búnir til að vinna að flóknari gagnaverkefnum í atvinnulífinu
 
Helstu atriði sem farið er yfir:
  • Gagnavinnsla
  • Gagnavöruhús
  • Gagnabreyting
  • Sjálfvirkar Lausnir/ Sjálfvirknivæðing
Sjá nánar → Gagnameistari II – Námslýsing
Þessi námsleið veitir diplóma svo fremi sem nemendur standist frammistöðumat

Gagnameistari II – Fjarnám

Hefst: 10. Mar '26
Lýkur: 26. May '26

Verð: 524.500 kr.

50.392 kr/mán
(m.v. 12 mán)

Gagnameistari II – Kvöldnám

Hefst: 10. Mar '26
Lýkur: 26. May '26
Verkefnatímar á þriðjudögum17:30-21:00.

Verð: 524.500 kr.

50.392 kr/mán
(m.v. 12 mán)