Námið er fyrir stjórnendur og sérfræðinga sem vilja öðlast betri innsýn í gagnavinnu og verða sjálfbjarga í greiningum og framsetningu gagna. Það hentar sérstaklega þeim sem starfa með fjármála- og rekstrarupplýsingar eða gagnatengd verkefni, sem og þeim sem vilja kynnast hlutverkum innan gagnateyma, svo sem Data Analyst, Data Engineer og Data Scientist. Námið nýtist einnig þeim sem vilja beita gagnavinnu í umbreytingar- og þróunarverkefnum í eigin starfsumhverfi.