Mikil gróska hefur verið á sviði viðskiptagreindar síðastliðin ár með tilkomu fjölmargra öflugra gagnagreiningar- og framsetningartóla. Flest eiga þau það sameiginlegt að gera notendum kleift að gera öflugar greiningar á margskonar gagnasöfnum á einfaldan og fljótvirkan hátt.
Á þessu námskeiði verður farið yfir nýjasta útspil Microsoft í viðskiptagreind sem að margra mati mun leiða þessa þróun á komandi árum og gengur undir nafninu
Power BI. Nemendur munu læra að beita
Power BI til þess að tengjast við gögn ásamt því að greina og móta gögn til þess að draga fram áhugaverðar hliðar á þeim. Einnig verður þróun gagna skoðuð yfir tíma sem getur leitt til upplýstari ákvarðanatöku. Mælt er með að taka eigin tölvu með í námskeiðið.