Forritunarbraut Diplómanám (3 annir)

Deep Dive Into Modern Web Development - Vefþróun
VERÐ

1.324.500 kr.

UM NÁMIÐ

Yfirgripsmikið Diplómanám sem spannar þrjár annir. Þér eru kenndir eru allir helstu færniþættir sem forritarar þurfa að tileinka sér allt frá grunnhæfni í vefhönnun upp í "full-stack" forritun og hreyfanlegar lausnir. Frá algjörum byrjanda upp í það að geta starfað við að forrita vef- og smáforrit (app) fyrir þá sem stefna þangað. Námið miðast aðallega við framendaforritun en þó með góðum skilningi á bakenda og miðast alfarið við þarfir markaðarins á hverjum tíma. Námið er krefjandi og okkar markmið er að metnaðarfullir og vinnusamir nemendur fái góð tækifæri á íslenskum atvinnumarkaði.

Á fyrstu önn kynnast nemendur grunnatriðum í vefþróun og læra að byggja upp einfaldar, stílhreinar vefsíður. Nemendur taka þátt í skemmtilegur hakkaþoni og vinna að skemmtilegu lokaverkefni.

Á annarri önn öðlast nemendur djúpan skilning á uppsetningu og þjónustustýringu veflausna auk sjálfvirkni í birtingu og prófun. Annarri önn líkur með lokaverkefni.

Á þriðju og síðust önninni dýpka nemendur skilning sinn á React-umhverfinu, læra að þróa hreyfanleg forrit með React Native, og beita háþróuðum prófunaraðferðum og DevOps-tækni. Þriðju önninni lýkur með stóru raunhæfu lokaverkefni sem þú getur klárlega nýtt þér til að sýna fram á færni þína við atvinnuleit, samhliða öllu öðru sem þú átt að hafa forritað samhliða náminu.
Brautin hentar þeim sem vilja fara frá grunnhæfni í vefhönnun upp í full‑stack forritun og hreyfanlega lausnir – frá algjörum byrjanda upp í þá sem stefna á störf við vef‑ og farsímaforritun.

Get ég prófað hvort námið henti mér? Svarið er JÁ. Kynntu þér Grunnnám í forritun, sem við köllum SMAKKIÐ. Ef þú skráir þig í það þá getur þú haldið áfram ef þér líkar og þá með meiri vissu hvort þetta nám sé fyrir þig.

Inntökuskilyrði • Almennt gott tölvulæsi
• Góð enskukunnátta (lesa tæknitexta)
• Athuga hvort þessi síða sé spennandi - Learn to Code - for Free | Codecademy
• Fyrir 2. önn: Lokin 1. önn eða sambærilegur grunnur í HTML/CSS/JavaScript
• Fyrir 3. önn: Lokin 2. önn eða reynsla af Node.js, React og DevOps‑grunnatriðum
Nemandi sem leggur sig fram í náminu á að geta staðið sig vel í starfi sem full-stack framenda-forritari.
Námið samanstendur af fyrirlestrum og verklegum æfingum í skólanum ásamt verkefnavinnu utan kennslutíma. Mikilvægt er að nemendur leggi sig fram í verkefnavinnu utan skólatíma og séu mjög duglegir að leita allra leiða í að þróa færni sína og sýni mikið frumkvæði að þróa eigin lausnir samhliða náminu. Góður forritari er alla ævi að leita og læra nýja hluti.
    1. önn – Grunnur vefþróunar
    Nemendur læra að:
    a. HTML5 & CSS3: Uppbygging, Flexbox & Grid
    b. Git & GitHub: Útgáfa, greinastjórnun & samvinna c. React‑kynning & debugging: JSX, basic hooks & einingapróf
    Önninni lýkur með statísku lokaverkefni: “About Me / CV” vefsíða.

    2. önn – Bakendafræði & sjálfvirk útgáfa (DevOps)
    Nemendur öðlast færni í:
    d. Node.js & Express: Routing, middleware & REST API
    e. CI/CD & hýsing: GitHub Actions, skýjaþjónar (Heroku/Netlify)
    f. Auðkenning & prófanir: JWT/sessions, unit & integration testing Önninni lýkur með full‑stack lokaverkefni (t.d. “Card Saver” eða litla e‑verslun).

    3. önn – Framhalds‑React, hreyfanleg forrit & háþróuð prófun
    Nemendur dýpka og víkka út:
    g. Háþróuð React: Advanced hooks, performance & component libraries
    h. React Native: Navigation, staðbundin virkni & state‑management
    i. Prófanir & greiðslusamþætting: E2E (Cypress), Jest & Stripe/PayPal
    Önninni lýkur með umfangsmiklu lokaverkefni sem sameinar UI‑bókasafn, admin‑stjórnborð og greiðslulausn.

Ganga þarf frá greiðslu áður en námskeið hefst.
Við bjóðum upp á eftirfarandi greiðslumöguleika:

1. Innlegg í heimabanka NTV: 0545 – 26 – 44. Kt: 681096-2729

2. Fá kröfu í heimabanka einstaklings eða fyrirtækis til að greiða þar. Sendið beiðni á [email protected]

3. VISA eða MasterCard lán (raðgreiðslur) til allt að 36 mánaða

4. Netgíró https://www.netgiro.is/. Hámarksfjárhæð er 1.000.000 kr. til allt að 24 mánaða

5. Pei.is http://pei.is/ Hámarksfjárhæð er 2.000.000 kr. til allt að 48 mánaða

Kynntu þér vel mögulega styrki, reglur um endurgreiðslu ofl hér

SKRÁNING

Forritunarbraut Diplómanám (3 annir) – Fjarnám

Hefst: 17. Sep '25
Lýkur: 28. Jan '27
Farið eftir skipulegri námsáætlunum með skilgreindum skiladögum verkefna og/eða prófa. Frjálst hvenær dagsins, eða hvað daga vikunnar þú vinnur í náminu.

Verð: 1.324.500 kr.

Forritunarbraut Diplómanám (3 annir) – Kvöldnám

Hefst: 17. Sep '25
Lýkur: 28. Jan '27
Kennt mánudaga og miðvikudaga frá 18:00-21:00 & verkefnatímar nokkra laugardaga. Á 2. og 3. önn er fjarnám ef fáir staðarnámsnemendur.

Verð: 1.324.500 kr.