Forritun (hluti I)

Grunnur vefþróunar
VERÐ

464.500 kr.

UM NÁMIÐ

Á fyrstu önn kynnast nemendur grunnatriðum í vefþróun og læra að byggja upp einfaldar, stílhreinar vefsíður.

Fyrir nemendur er lykilatriði að nám í forritun sé í takt við nýjustu þróun á hverjum tíma og að námið sé metið að verðleikum úti á markaðinum.

Fyrir þá sem eru ekki vissir um hvort forritun henti sem námsgrein/atvinnugrein, þá mælum við eindregið með að fólk byrji í Grunnnáminu í forritun, sem við köllum "Smakkið"
Þessi önn hentar öllum sem vilja læra grunn vefþróun – hvort sem markmiðið er að þróa persónulegar síður, bæta sjálfsafgreiðsluvinnu á vinnustað eða stofna feril sinn í hugbúnaðarþróun. Námið er ekki ætlað reyndum forriturum, heldur fullkomið fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref.

Inntökuskilyrði er almennt gott tölvulæsi. Nemendur þurfa að geta lesið námsefni á ensku, sem er almennt tungumál hugbúnaðargeirans.
Nemandi sem leggur sig fram í náminu á að vera kominn með góðan grunn í HTML, CSS og Git.
Námið samanstendur af fyrirlestrum og verklegum æfingum í skólanum ásamt verkefnavinnu utan kennslutíma.

    Í náminu er ma farið yfir:
    • Uppbyggingu skjala með HTML5
    • Uppsetningu og snið með CSS3, þ.m.t. Flexbox og Grid
    • Grunnnotkun á Git og GitHub fyrir útgáfu og samvinnu
    • Kynningu á React, þar sem nemendur setja upp verkefni, skrifa JSX og búa til einfalda viðmóðaþætti
    • Yfirlit yfir netkerfi, HTTP-fyrirspurnir og hvernig vafrar túlka DOM
    • Einföld einingapróf og debugging í vafra

Ganga þarf frá greiðslu áður en námskeið hefst.
Við bjóðum upp á eftirfarandi greiðslumöguleika:

1. Innlegg í heimabanka NTV: 0545 – 26 – 44. Kt: 681096-2729

2. Fá kröfu í heimabanka einstaklings eða fyrirtækis til að greiða þar. Sendið beiðni á [email protected]

3. VISA eða MasterCard lán (raðgreiðslur) til allt að 36 mánaða

4. Netgíró https://www.netgiro.is/. Hámarksfjárhæð er 1.000.000 kr. til allt að 24 mánaða

5. Pei.is http://pei.is/ Hámarksfjárhæð er 2.000.000 kr. til allt að 48 mánaða

Kynntu þér vel mögulega styrki, reglur um endurgreiðslu ofl hér

SKRÁNING

Forritun (hluti I) – Fjarnám

Hefst: 18. Feb '26
Lýkur: 10. Jun '26
Farið eftir skipulegri námsáætlunum með skilgreindum skiladögum verkefna og/eða prófa. Frjálst hvenær dagsins, eða hvað daga vikunnar þú vinnur í náminu.

Verð: 464.500 kr.

Forritun (hluti I) – Kvöldnám

Hefst: 18. Feb '26
Lýkur: 10. Jun '26
Dagar: mánudagur, miðvikudagur – Tími: 18:00-21:00 & verkefnatímar 1-2 laugardaga

Verð: 464.500 kr.

MEÐMÆLI

Fæ reglulega skilaboð frá innlendum og erlendum fyrirtækjum sem eru að leita að framendaforriturum.

Að stúdentsprófi loknu fór ég beint á vinnumarkað þar sem ég hafði ekki fundið námsbraut sem höfðaði til mín. Það var ekki fyrr en ég sá Facebook auglýsingu frá NTV þar sem ég sá tækifæri...

Ósk Björnsdóttir Frontend Engineer hjá Energy Machines í Kaupmannahöfn.