Bókhald framhald

Price range: 452.500 kr. through 578.500 kr.

Um námið

Bókhald framhald er ætlað þeim sem lokið hafa grunnnámi í bókhaldi eða búa yfir sambærilegri þekkingu. Gert er ráð fyrir að nemendur hafi góð tök á almennum bókhaldsfærslum og séu tilbúnir að dýpka skilning sinn á bókhaldi og uppgjörum. Námið er verkefnadrifið og byggir á hagnýtum verkefnum til undirbúnings fyrir atvinnulífið. Áhersla er lögð á að efla skilning, færni og sjálfstæð vinnubrögð nemenda undir leiðsögn kennara.

Námið er kennt í Excel og krefst því góðrar grunnþekkingar á forritinu. Námið er óháð reynslu nemenda af bókhaldskerfum.
Fyrir þá sem hafa lokið grunnámi í bókhaldi eða sambærilegum undirbúningi og ætla sér að starfa við bókhald. Nemendur sem ekki hafa lokið grunnnámi þurfa að hafa góða grunnþekkingu og færni í almennri vinnslu bókhalds. Að námi loknu ættu nemendur að hafa vald á öllum helstu færniþáttum sem prýða góðan bókara.
Að loknu námi eiga þátttakendur að hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Gerð launaseðla í Excel með tilliti til hinna ýmsu hlunninda
  • Flokkun lánardrottna og skuldunauta og reglur varðandi tengda aðila
  • Afskriftum (fyrningum) fastafjármuna, bæði skattalega og reikningshaldslega, ásamt því að stilla upp færslum þeim tengdum
  • Lánaútreikningi og lokafærslum þeim tengdum
  • Virðisaukaskatti og helstu reglum hans
  • Gerð ársreikninga
Allt efni er unnið í Excel töflureikni svo nemendur ættu að hafa öðlast mjög góðan skilning og færni í að vinna með Excel.
Námið skiptist upp í sex lotur:
  • Lota 1 – Excel framhald
  • Lota 2 – Launavinnsla
  • Lota 3 – Viðskiptamenn og niðurfærsla krafna
  • Lota 4 – Fyrningar
  • Lota 5 – Lán og VSK
  • Lota 6 – Ársreikningagerð
Við viljum benda á að fyrirtæki, stór og smá, leita í auknum mæli eftir starfsfólki úr nemendahópi NTV. Við mælum að sjálfsögðu með okkar góðu nemendum.
Áætlað vinnuframlag er um 12-16 klukkustundir á viku á meðan á námi stendur.

Meðmæli

Helsta ástæðan fyrir því að ég ákvað að skrá mig í nám hjá NTV skólanum var sú að ég stóð fyrir framan miklar breytingar í lífinu og var búinn að sjá auglýsingar á Facebook um Grunnnám í Bókhaldi og Excel. Þegar líða tók að lokum þeirrar annar þá ákvað ég að skrá mig alla leið,...

Kristján Jóhannes Pétursson

Ég skráði mig í fjarnám í bókhaldi. Ég hafði unnið voða lítið við bókhald en fann að það var starf sem ég gæti vel hugsað mér. Ég var búin að skoða þó nokkra möguleika varðandi bókaranám og spyrja aðra bókara sem ég kannaðist við. Svörin voru frekar einróma þar sem allir nefndu NTV. Þá varð...

Jóhanna Harðardóttir

Bókhald framhald – Fjarnám í frelsi

Byrjaðu strax í dag.

Verð: 578.500 kr.

55.529 kr/mán
(m.v. 12 mán)

Bókhald framhald – Fjarnám

Hefst: 13. Jan '26
Lýkur: 12. May '26
Farið eftir skipulegri námsáætlunum með skilgreindum skiladögum verkefna og/eða prófa. Frjálst hvenær dagsins, eða hvað daga vikunnar þú vinnur í náminu.

Verð: 452.500 kr.

43.542 kr/mán
(m.v. 12 mán)

Bókhald framhald – Kvöldnám

Hefst: 13. Jan '26
Lýkur: 12. May '26
Kennsla fer fram á þriðjudögum frá klukkan 18.00-21.30. Boðið verður upp á verkefnadag með kennara á fimmtudögum aðra hverja viku á sömu tímum á meðan það er næg þátttaka. Kennsluefni og verkefni aðgengilegt í nemendaumhverfi skólans. Námsaðstaða í boði á opnunartíma skrifstofu fyrir þá sem vilja.

Verð: 452.500 kr.

43.542 kr/mán
(m.v. 12 mán)

Bókhald framhald – Morgunnám

Hefst: 13. Jan '26
Lýkur: 12. May '26
Kennsla fer fram á þriðjudögum frá klukkan 08:30-12.00. Boðið verður upp á verkefnadag með kennara á fimmtudögum aðra hverja viku á sömu tímum á meðan það er næg þátttaka. Kennsluefni og verkefni aðgengilegt í nemendaumhverfi skólans. Námsaðstaða í boði á opnunartíma skrifstofu fyrir þá sem vilja.

Verð: 452.500 kr.

43.542 kr/mán
(m.v. 12 mán)