Árangurs og umbótastjórnun

VERÐ

140.000 kr.

UM NÁMIÐ

Einstaklega hagnýtt námskeið með yfirskriftina árangurs- og umbótastjórnun sem skiptist á tvo morgna og útlistar sannreyndar leiðir í að ná framúrskarandi árangri í rekstri. Árangurs- og umbótastjórnun, eða það sem kallast Operational Excellence á ensku, miðar að því að ná bættum árangri með því að auka skilvirkni og lágmarka sóun með umbótaverkefnum. Einblínt er á viðskiptavininn við umbótavinnuna.

Til þess að bæta skilvirkni og minnka sóun þá þarf góða yfirsýn yfir verklagið. Skráning ferla er besta leiðin til að fá yfirsýn yfir verklagið og hvernig þjónustu við viðskiptavininn er háttað.

Námskeiðið er í formi fyrirlesturs sem greinir með áhugaverðum hætti frá helstu áskorunum í starfseminni sem þátttakendur munu kannast við ásamt því að kynna leiðir til að yfirstíga hindranir og lágmarka sóun í starfseminni. Auk fyrirlesturs þá eru verklagar æfingar við ferlaskráningu og umbótavinnu hluti af námskeiðinu sem auðvelt er að yfirfæra á vinnustaðinn. Þátttakendur fá einnig afhent fjölmörg sniðmát sem kynnt eru og unnið er með á námskeiðinu og hægt er að nýta á vinnustaðnum.

Ef fleiri en tveir einstaklingar koma frá sama fyrirtæki/stofnun þá fær sá þriðji 50% afslátt.

Námskeiðið er 30. og 31. október frá kl. 09-12:30.
Námskeiðið mun nýtast stjórnendum og sérfræðingum fyrirtækja, sveitarfélaga og stofnana:

Sérfræðinga/stjórnendur sem vinna að úrbótum í starfsemi
Gæðastjóra
Þjónustustjóra, rekstrarstjóra
Vörustjóra
Verkefnastjóra
Stjórnendur / sérfræðinga í breytingastjórnun
Sérfræðinga/stjórnendur í vöru- og viðskiptaþróun
    Eingöngu staðarnám

    Markmiðið er að þátttakendur fái haldgóða yfirsýn yfir tilgang, markmið og ávinning með því að beita aðferðum úr árangurs- og umbótastjórnunar. Og að þátttakendur snúi aftur á vinnustaðinn með praktíska kunnáttu af námskeiðinu í að vinna að athugun á verklaginu og koma fram með leiðir með farsælum úrbótum sem taka á vandamálum í starfseminni. Umbæturnar stuðla að framþróun í starfseminni með auknum og bættum samskiptum og samræmi í verklagi milli deilda og sviða með viðskiptavininn í forgrunni í vinnunni.
    Árangurs- og breytingastjórnun skiptist í að árangurshlutinn miðar að því að taka út verklagið, kanna ferlamælingar og koma þeim á þar sem upp á vantar og umbótahlutinn sem mótar umbótarverkefni um vandamál sem eru í starfseminni með skráningu á nústöðu og síðan breyttri stöðu af verklaginu áður en lagt er í breytingar með farsælli breytingar- og verkefnastjórnun

    Um er að ræða staðnám, fyrir hádegi frá kl. 9.00 til 12.30, sem byggir á fyrirlestri, praktískum verkefnum og gagnlegri umræðu. Þátttakendur fá í hendurnar hagnýt verkfæri/aðferðir til að nýta að námskeiðinu loknu.

    Staðsetning: Nauthóll veislusalur.
    Þátttakendur mæta með sína eigin fartölvu. Það þarf engan undirbúning eða gráðu/námskeið sem undanfara. Þátttakendur eru hvattir til að mæta fróðleiksfúsir og með jákvæðni á þetta áhugaverða námskeið.

    Innifalið í námskeiði er fjöldi sniðmáta og upplýsinga sem þátttakendur fá sent til sín og geta notað í starfinu sínu eftir námskeiðið.

    Ef fleiri en tveir einstaklingar koma frá sama fyrirtæki/stofnun þá fær sá þriðji 50% afslátt.

    Ganga þarf frá greiðslu áður en námskeið hefst.
    Við bjóðum upp á eftirfarandi greiðslumöguleika:

    1. Innlegg í heimabanka NTV: 0545 – 26 – 44. Kt: 681096-2729

    2. Fá kröfu í heimabanka einstaklings eða fyrirtækis til að greiða þar. Sendið beiðni á [email protected]

    3. VISA eða MasterCard lán (raðgreiðslur) til allt að 36 mánaða

    4. Netgíró https://www.netgiro.is/. Hámarksfjárhæð er 1.000.000 kr. til allt að 24 mánaða

    5. Pei.is http://pei.is/ Hámarksfjárhæð er 2.000.000 kr. til allt að 48 mánaða

    Kynntu þér vel mögulega styrki, reglur um endurgreiðslu ofl hér

    SKRÁNING

    Árangurs og umbótastjórnun – Staðarnám

    Hefst: 30. Oct '25
    Lýkur: 31. Oct '25
    Kennt í veislusal Nauthóls frá kl. 9:00-12:30.

    Verð: 140.000 kr.