Viðurkenndur bókari

Undirbúningsnám
VERÐ

392.500 kr.

UM NÁMIÐ

Viðurkenndur bókari hjá NTV Promennt er ítarlegt undirbúningsnám fyrir þá sem ætla í próf til viðurkennds bókara hjá Prófamiðstöð Íslands.

Námið er byggt upp á kennslu og verklegum æfingum og rétt er að gera ráð fyrir mikilli heimavinnu. Kennsluefnið er viðamikið og aldrei tækifæri til að fara ítarlega yfir það allt í kennslunni. Því er mikilvægt er að nemendur noti talsverðan tíma yfir sumarmánuðina í lestur og sjálfsnám til að undirbúa sig fyrir prófin um haustið.

Kennslan og verkefnin í undirbúningsnáminu taka mið af því af prófefnislýsingu hverju sinni, en nemendur þurfa að lesa hana vel. Prófefnislýsinguna má nálgast hér.

Próf til viðurkenningar bókara eru mjög krefjandi, lögð er meiri áhersla á hæfni og skilning á viðfangsefni frekar en utanbókarlærdóm. Prófin gera ráð fyrir að próftakar hafi góða þekkingu á sviði bókhalds og helst einhverja starfsreynslu ásamt góðri Excel kunnáttu.

Þetta undirbúningsnám hjá NTV Promennt gerir ráð fyrir að þátttakendur hafi góða þekkingu á því sem kennt er í Bókhald grunnur (sjá námslýsingu) og Bókhald framhald (sjá námslýsingu).

Eingöngu er boðið upp á þetta nám á haustin. Skipulag námsins verður með þeim hætti að kennt er í helgarlotum, seinnipart föstudags og laugardaga.

Athygli er vakin á því að þátttakendur í staðarnámi þurfa að notast við eigin fartölvur í þessu undirbúningsnámi.

Prófgjöld eru ekki innifalin í námskeiðsverði.
Þetta nám er fyrir þá sem ætla sér að taka próf til viðurkennds bókara hjá Prófamiðstöð Íslands. Nánar um Prófamiðstöð Íslands hér

Þessi hluti er hugsaður fyrir þá nemendur sem hafa lokið Grunnnámi í bókhaldi og Excel og Bókaranámi framhald hjá NTV skólanum eða þá sem hafa sambærilega menntuna eða reynslu að baki.

    Ganga þarf frá greiðslu áður en námskeið hefst.
    Við bjóðum upp á eftirfarandi greiðslumöguleika:

    1. Innlegg í heimabanka NTV: 0545 – 26 – 44. Kt: 681096-2729

    2. Fá kröfu í heimabanka einstaklings eða fyrirtækis til að greiða þar. Sendið beiðni á [email protected]

    3. VISA eða MasterCard lán (raðgreiðslur) til allt að 36 mánaða

    4. Netgíró https://www.netgiro.is/. Hámarksfjárhæð er 1.000.000 kr. til allt að 24 mánaða

    5. Pei.is http://pei.is/ Hámarksfjárhæð er 2.000.000 kr. til allt að 48 mánaða

    Kynntu þér vel mögulega styrki, reglur um endurgreiðslu ofl hér

    SKRÁNING

    Viðurkenndur bókari – Fjarnám

    Hefst: 20. Aug '26
    Lýkur: 3. Dec '26
    Frjálst hvenær dagsins, eða hvað daga vikunnar þú vinnur í náminu en yfirferð er miðuð við setta prófdaga á haustönn.

    Verð: 392.500 kr.

    Viðurkenndur bókari – Staðarnám

    Hefst: 20. Aug '26
    Lýkur: 3. Dec '26
    Kennsla fer fram frá í helgarlotum.

    Verð: 392.500 kr.