Þetta nám er fyrir þá sem stefna á prófin „Viðurkenndur bókari "
Prófin til Viðurkennds bókara sem hingað til hafa verið á vegum Menningar- og viðskiptaráðuneytisins munu í haust verða haldin á vegum Prófamiðstöðvar Íslands ehf. sem er nýstofnað fyrirtæki á vegum Promennt ehf. og NTV ehf. og mun sérhæfa sig í prófahaldi byggt á áratuga reynslu fyrirtækjanna.
Nánar um Prófamiðstöð Íslands hér
Námsefni til prófs verður að mestu það sama og áður og prófin að sama skapi sambærileg.
Þessi hluti er hugsaður fyrir þá nemendur sem hafa lokið Grunnnámi í bókhaldi og Excel og Bókaranámi framhald hjá NTV skólanum eða þá sem hafa sambærilega menntuna eða reynslu að baki.