Forritun

Þetta er yfirgripsmikið forritunarnám sem spannar þrjár heilar annir þar sem kenndir eru allir helstu færniþætti sem forritarar þurfa kunna til að starfa við hugbúnaðarsmíði. Ef þú ert ekki viss hvar áhugi og hæfileikar þínir liggja þá bjóðum við upp á nokkra vikna grunnám, án skuldbindinga um framhald.

Í Forritun diplómanámi brautinni (3 annir) átt þú kost á að læra alla helstu færniþætti sem forritari þarf að kunna til að starfa við hugbúnaðarsmíði. Námið miðast aðallega að framendaforritun, með góðan skilning á bakenda.

Námið alltaf við þarfir markaðarins á hverjum tíma með það að leiðarljósi að frammúrskarandi nemendur fái góð tækifæri á íslenskum atvinnumarkaði. Kennararnir á brautinni starfa allir í fullri vinnu við forritun hjá stórum framsæknum fyrirtækjum.

Forritun

VERÐ

125.000 kr.

Í dag er mikill skortur á forriturum enda mikil gróska í faginu. Margir sýna því áhuga að læra forritun en sumir vita ekki hvað starfið felur í sér. Tilgangur þessa námskeiðs er að bjóða nemendum upp á að kynnast grunnatriðum forritunar með möguleika á því að halda áfram námi. Ef þér líkar grunnhlutinn, þá geturðu haldið beint áfram og klárað fyrstu önnina. Hefst 15. febrúar 2023.
VERÐ

382.500 kr.

Á fyrstu önn í forritun læra nemendur grundvallaratriði í forritun og fræðast um smíði snjallsímaforrita með Flutter sem er nýtt forritunarumhverfi frá Google. Auk þess fá nemendur þjálfun í viðmótshönnun og notendaupplifun. Önninni lýkur með lokaverkefni. Hefst 15. febrúar 2023.
VERÐ

1.165.000 kr.

Þetta er yfirgripsmikið Diplómanám í forritun sem spannar þrjár heilar annir þar sem kenndir eru allir helstu færniþætti sem forritarar þurfa kunna til að starfa við hugbúnaðarsmíði. Námið miðast aðallega að framendaforritun, með góðan skilning á bakenda.  Námið miðast alfarið við þarfir markaðarins á hverum tíma með það að leiðarljósi að frammúrskarandi nemendur fái góð tækifæri á íslenskum atvinnumarkaði. Hefst 15. febrúar 2023.
VERÐ

445.000 kr.

Á annarri önn læra nemendur að hanna skýjalausnir. Nemendur læra að forrita kerfi sem eru með viðmót í vafra og eru þ.a.l. ekki bundin við ákveðin stýrikerfi og henta m.a. fyrir snjalltæki. Hefst 14. febrúar og kennt í fjarnámi.
VERÐ

465.000 kr.

Þriðja önn í forritun er framhald af annarri önn þar sem meiri áhersla er lögð á bakendaforritun, gagnvirk samskipti við vefþjónustu ásamt tengingu og skipulag í gagnaumhverfinu. Þar vinna nemendur að gerð vefja og/eða snjallsímaforrita með gagnagrunni í skýjaumverfi. Þriðja önnin í forritun er alltaf kennd á haustönn, en að auki á vorönn ef næg þátttaka er. Kennt í fjarnámi og að hluta til í einkakennslu. Hefst 7. febrúar 2023.

MEÐMÆLI

Fæ reglulega skilaboð frá innlendum og erlendum fyrirtækjum sem eru að leita að framendaforriturum.

Að stúdentsprófi loknu fór ég beint á vinnumarkað þar sem ég hafði ekki fundið námsbraut sem höfðaði til mín. Það var ekki fyrr en ég sá Facebook auglýsingu frá NTV þar sem ég sá tækifæri...

Ósk Björnsdóttir Frontend Engineer hjá Energy Machines í Kaupmannahöfn.

FRÉTTIR

Engar tengdar fréttir fundust