Search
Close this search box.

„Kom mér á óvart hversu fljótt ég fékk vinnu“

Það eru ekki margir skólar sem bjóða upp á nám sem getur skapað starfstækifæri á 6 til 12 mánuðum.

Við fengum mjög ánægjulega reynslusögu frá Eiði Geir Vilhelmssyni, sem var að klára Kerfisstjóra Diplómanámið hjá okkur og fékk vinnu hjá Opnum Kerfum töluvert áður en hann kláraði námið.

„Ég hafði ekki verið í skóla í nokkur ár og var óviss hvað ég vildi þangað til að ég fann kerfisstjórnun hjá NTV. Ég valdi NTV því ég þekki fólk sem lærði þar og meðmælin voru mjög góð.

Það sem kom mér á óvart var hversu skemmtilegt námið var og hversu góðir kennarar voru. Einnig kom mér á óvart hversu fljótt ég fékk vinnu.  Þegar ég var bara hálfnaður á seinni önninni þá fékk ég vinnu hjá Opnum Kerfum og ég starfa þar enn.  Þar er ég tæknimaður í Fjar-, og vettvangsþjónustu.  Ég sé um að þjónusta Reykjavíkurborg og fleiri viðskiptavini hjá Opnum Kerfum.

Í framhaldsskóla fór ég á tölvufræðibraut og lærði forritun, vefsíðuhönnun, gagnasafnsfræði og margt fleira. Mér fannst námið ekkert beint leiðinlegt, var bara ekki finna að mig langaði til að starfa sem forritari og ég endaði á því að hætta í skóla.  Ég fór þá að vinna í Elko þar til ég skráði mig í NTV skólann.“

Við óskum Eiði velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi!