Samkvæmt námsskrá, þá er námið um það bil 450 kennslustundir (300 klukkustundir), en það má áætla að vinnuframlag í náminu sé nær 400 klukkustundum á tæplega tveimur önnum. Námsfrí er alltaf yfir sumarið, jólin og um páska eins og í flestum skólum. Sumarfrí er í náminu frá miðjum júní fram í miðjan ágúst.