Sölu, markaðs- og rekstrarbraut

Fyrir fólk með stutta skólagöngu

133.000 kr.

Um námið

Námsbrautin Sölu, markaðs- og rekstrarnám samanstendur af tveimur önnum: Sölu- og markaðsnám og Rekstrar- og frumkvöðlanám. Frábær kostur fyrir þá sem hafa áhuga á að vinna við viðskipta-, sölu- og markaðsmál eða þá sem vilja stofna til eigin reksturs.

Þessi námsbraut er kennd í samstarfi við Mími – símenntun og niðurgreidd af Fræðslusjóði atvinnulífsins.
Námsbrautin hentar sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að vinna við viðskipta-, sölu- og markaðsmál og þeim sem vilja stofna til eigin reksturs. Einnig er námið ætlað fólki sem er 20 ára eða eldra og hefur stutta formlega skólagöngu að baki.
Að loknu námi eiga þáttakendur að:   
  • Hafa öðlast nægjanlega innsýn og færni í viðskipta-, sölu- og markaðsmálum til að undirbúa eigin rekstur eða til að starfa sem sölu- og markaðsfulltrúi stærri fyrirtækja.
Helstu námshlutar sem verður farið í eru:
  • Námstækni, sjálfstyrking, samskipti, tímastjórnun og markmiðasetning.
  • Framkoma og framsögn.
  • Tölvu- og upplýsingafærni.
  • Verslunarreikningur.
  • Sölustjórnun, viðskiptatengsl og þjónusta.
  • Almenn markaðsfræði.
  • Markaðsrannsóknir.
  • Samningatækni.
  • Excel við áætlanagerð.
  • Lykiltölur og lausafé.
  • Frumkvöðlafræði.
  • Gerð kynningarefnis.
  • Markaðsetning á netinu.
  • Stafræn markaðsfræði / samskiptamiðlar.
  • Verkefnastjórnun.
  • Gerð viðskiptaáætlunar / Lokaverkefni.
Námið samanstendur af kennslu og verklegum æfingum og eru próf í helstu námsgreinum. Rétt er að gera ráð fyrir nokkurri heimavinnu. Í lok náms fá nemendur viðurkenningarskjal og prófskírteini.
Samkvæmt námsskrá, þá er námið um það bil 450 kennslustundir (300 klukkustundir), en það má áætla að vinnuframlag í náminu sé nær 400 klukkustundum á tæplega tveimur önnum. Námsfrí er alltaf yfir sumarið, jólin og um páska eins og í flestum skólum. Sumarfrí er í náminu frá miðjum júní fram í miðjan ágúst.
ATH: Mikilvæg ábending fyrir fjarnemendur sem vinna í Mac umhverfi. Námsefni skólans miðast við PC umhverfi í allri Excel kennslu. Það er munur á einstökum aðgerðum á milli Mac og PC, þó hann fari minnkandi. Sá munur liggur aðallega í flýtiaðgerðum á lyklaborðinu. Nemendur í Mac umhverfi verða sjálfir að setja sig inn í þær aðgerðir. Það er í boði fjöldinn allur af hjálparsíðum á netinu sem útskýra þetta sérstaklega.

Sölu, markaðs- og rekstrarbraut – Fjarnám

Hefst: 3. Sep '26
Lýkur: 28. Apr '27
Farið eftir skipulegri námsáætlunum með skilgreindum skiladögum verkefna og/eða prófa. Frjálst hvenær dagsins, eða hvað daga vikunnar þú vinnur í náminu. Sumarfrí er frá miðjum júní fram í miðjan ágúst.

Verð: 133.000 kr.

13.142 kr/mán
(m.v. 12 mán)

Sölu, markaðs- og rekstrarbraut – Kvöldnám

Hefst: 3. Sep '26
Lýkur: 28. Apr '27
Kennsludagar: þriðjudagar og fimmtudagar kl. 18:00-21:30, auk þess sem nemendur vinna verkefni heima. Jólafrí er frá miðjum desember fram fram í miðjan janúar.

Verð: 133.000 kr.

13.142 kr/mán
(m.v. 12 mán)