Lean Six Sigma

Price range: 65.000 kr. through 280.000 kr.

Um námið

Lean Six Sigma (LSS) er aðferð sem hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að bæta verklag sitt og ná betri árangri. Hún byggir á því að greina upplýsingar og gögn á skipulegan hátt til að finna vandamál, leysa þau og gera starfsemina skilvirkari. Aðferðin er árangursmiðuð og hentar vel í daglegum rekstri, bæði hjá fyrirtækjum og opinberum aðilum. Námið og aðferðafræðin hafa verið aðlöguð að íslenskum aðstæðum og eru kynnt á íslensku.

Mikilvægt er að taka Lean Six Sigma beltin í réttri röð. Í boði eru hvíta beltið, gula beltið og græna beltið, þar sem hvert belti byggir á þeirri þekkingu sem áður hefur verið aflað.

Námskeiðið er unnið í samstarfi við ANSA ehf
Námskeiðið höfðar til:

• Sérfræðinga/stjórnendur sem vinna að umbótum í starfseminni

• Gæðastjóra

• Þjónustustjóra, rekstrarstjóra

• Vörustjóra

• Verkefnastjóra

• Stjórnendur / sérfræðinga í breytingastjórnun

• Sérfræðinga /stjórnendur í vöru- og viðskiptaþróun

Að loknu námi eiga þátttakendur að:

  • Skilja grundvallarhugmyndafræði og aðferðafræði Lean Six Sigma og hlutverk hennar í umbótastarfi.

  • Geta greint verklag, ferla og vandamál í starfsemi með gagnadrifnum hætti.

  • Beita Lean Six Sigma verkfærum og aðferðum til að leysa raunveruleg vandamál í rekstri.

  • Byggja upp hæfni og kunnáttu sem umbótaleiðtogar innan fyrirtækja og stofnana.

  • Geta unnið skipulega að umbótaverkefnum með mælanlegum árangri.

  • Nýtt praktísk sniðmát og aðferðir strax í eigin starfsemi.

  • Undirbúa sig fyrir og standast hæfnispróf í hvítu, gulu og grænu belti Lean Six Sigma.

  • Styrkja stöðu sína á vinnumarkaði með alþjóðlega viðurkennda Lean Six Sigma vottun.

Hvíta beltið
  • Inngangur, LSS belti og ávinningur
  • Virðissköpun og kostnaður við slæm gæði
  • Bakgrunnur og grunnþættir í Lean
  • Bakgrunnur og grunnþættir í Six Sigma
  • Kaizen og PDCA í umbótaverkefnum
  • Lokapróf
Gula beltið
  • Nánar að grunnþáttum Lean og Six Sigma
  • DEFINE – Skilgreina og ná utan um verkefnið
  • MEASURE – Magnmæla vandamálið og ferlaskráning
  • ANALYZE – Auðkenna rót vandans
  • IMPROVE – Innleiða og sannreyna lausnir
  • CONTROL – Viðhald árangrinum
  • Lokapróf
Græna beltið
  • Stjórnun umbótaverkefna – byggt ofan á efni úr gula beltinu
  • Val á umbótaverkefni af vinnustaðnum
  • Skilgreining á verkefni
  • Úrvinnsla verkefnis skv. DMAIC aðferðinni
  • Kynning á niðurstöðum, áskorunum og ávinningi
  • Samantekt, lærdómur og lok verkefnis

Nemandi sem nær prófi með 7 í einkunn eða hærra í hvíta og gula beltinu. Það þarf einnig að ná ákveðnum niðurstöðum í verkefni af vinnustaðnum í græna beltinu ásamt því að ná 7 eða hærra á prófinu. Nemandi fær viðurkenningar skírteini um lok námskeiðs og vottun í hverju belti.
Nemendur geta haft samband við NTV Promennt ef það eru spurningar eða eitthvað er óljóst. Innifalið í námskeiði er fjöldi sniðmáta og upplýsinga sem þátttakendur fá sent til sín og geta notað í starfinu sínu eftir námskeiðið.

Lean Six Sigma – Sjálfsnám

Hvíta beltið
Hvíta beltið er fyrsta beltið af 4 í átt að Lean Six Sigma vottun.

Verð: 65.000 kr.

Lean Six Sigma – Sjálfsnám

Gula beltið
Annað beltið í átt að Lean Six Sigma vottun. Aðeins í boði fyrir þá sem hafa lokið við hvíta beltið.

Verð: 160.000 kr.

15.709 kr/mán
(m.v. 12 mán)

Lean Six Sigma – Sjálfsnám

Græna beltið
Þriðja beltið í átt að Lean Six Sigma vottun. Aðeins í boði fyrir þá sem hafa lokið við hvíta og gula beltið.

Verð: 280.000 kr.

27.120 kr/mán
(m.v. 12 mán)